Alþingiskosningar 2017

Hitta fulltrúa aldraðra og öryrkja síðdegis

Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar  hafa haldið viðræðum sínum um myndun ríkisstjórnar áfram í morgun. Eftir hádegi stendur til að hitta fulltrúa Öryrkjabandalagsins og eldri borgara. 

Viðræðum haldið áfram í dag

Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda áfram viðræðum sínum í dag um gerð málefnasamnings og myndun ríkisstjórnar. Viðræður ganga vel að sögn formannanna þótt enn sé eftir að leysa úr málum. Formennirnir halda áfram að hitta...

Formennirnir hittast á ný í dag

Formenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins hittast á fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í dag og halda þar áfram stjórnarmyndunarviðræðum. Hlé var gert á viðræðunum á föstudag vegna miðstjórnarfundar...

Framsóknarflokkurinn aldrei verið öflugri

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki muna eftir flokknum öflugri en nú. Fjölmenni var á miðstjórnarfundi flokksins á Laugarbakka í Miðfirði. Þar var meðal annars rætt um komandi sveitarstjórnarkosningar og innra starf...

Vinna við málefnasamning heldur áfram

Hlé var gert á stjórnarmyndunarviðræðum eftir hádegi í gær vegna áður boðaðs miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins sem haldinn er á Laugabakka í Miðfirði.

Málefnasamningur gæti legið fyrir eftir helgi

Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu frameftir í gærkvöld og héldu svo áfram fundum í morgun. Viðræður ganga vel og allt útlit fyrir að málefnasamningur liggi fyrir upp úr helgi. Formennirnir halda ráðherrafjölda...

Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram

Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu fram á kvöld í gær um myndun ríkisstjórnar. Áður höfðu formennirnir fundað með forystufólki vinnumarkaðarins, ASÍ og Samtökum atvinnulífsins til þess að fá yfirsýn yfir þá stöðu...

Enn er allt ófrágengið um skiptingu ráðuneyta

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að Sjálfstæðismenn fái fleiri ráðherrastóla í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar ef Katrín Jakosdóttir verður forsætisráðherra. Hún hefur ekki hug á að fjölga...

Gylfi: Leggjum af stað með jákvæðum huga

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu, að þjóðin kjósi sér ríkisstjórn og allar ríkisstjórnir verðskuldi samstarf til að byrja með, síðan komi í ljós hvort það sé farsælt eða ekki. Hann segir að Alþýðusambandið leggi af...

Halldór: Þurfum að standa vörð um kaupmáttinn

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að samtökin séu ekki pólitísk. Númer eitt, tvö og þrjú sé að standa vörð um þann stöðugleika sem náðst hefur í íslensku samfélagi á undanförnum árum.

Svandís til flokksmanna: „Ekki fara“

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna biður flokksmenn að gefa sér og Katrínu Jakobsdóttur, formanni flokksins, nokkra daga til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum og...
16.11.2017 - 17:44

Drífa Snædal hefur sagt sig úr VG

Drífa Snædal, fyrrverandi varaþingmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Vinstri grænna , hefur sagt sig úr flokknum. Í pistli Drífu til stuðningsmanna VG segir hún ástæðuna vera mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Drífa hafði verið í...
16.11.2017 - 15:27

Ráðherrum verði ekki fjölgað

Formenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins segja að viðræður flokkanna um myndun ríkisstjórnar gangi vel. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að niðurstaða kunni að liggja fyrir um helgina. Formaður Vinstri grænna segir að...

Nokkurra daga vinna eftir

Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks halda viðræðum sínum um myndun ríkisstjórnar áfram eftir hádegi en viðræðum miðar vel. Þingflokksformaður Framsóknar segir þó enn nokkurra daga vinnu eftir áður en hægt verði að kynna...

Halda áfram viðræðum um stjórnarmyndun

Viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks um myndun ríkisstjórnar halda áfram í dag. Búist er við að formennirnir fundi sérstaklega og síðan sé unnið í hópum þeirra sem skrifa stjórnarsáttmálann sjálfan og afla gagna.