Alþingiskosningar 2017

F- og M-listar brutu fjarskiptalög með SMS-um

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn brutu gegn fjarskiptalögum með óumbeðnum SMS-sendingum til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar í október. Þetta er niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar sem birti í dag tvær ákvarðanir þess efnis á vef sínum.
29.12.2017 - 15:23

Stjórnarandstaða fer með þrjár þingnefndir

Stjórnarandstaðan ætlar að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum Alþingis, þ.e stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarandstöðuflokkana í morgun. Stjórnarandstaðan...
11.12.2017 - 12:53

Sambandið ánægt með nýjan sáttmála

Enginn stjórnarsáttmáli undanfarna áratugi hefur lagt jafn mikla áherslu á málefni sveitarfélaga og sá sem fram kom í gær og það er ánægjuefni. Þetta segir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann er bjartsýnn á að loforðin verði að...
01.12.2017 - 14:49

„Augljósar málamiðlanir í sáttmálanum“

Nýr ríkisstjórnarsáttmáli ber þess merki að flokkarnir þrír hafi greinilega þurft að gera málamiðlanir til að komast að samkomulagi, sér í lagi Sjálfstæðisflokkurinn, að sögn Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafræðings. Vinstri Grænum og...
30.11.2017 - 18:51

Fékk 10 mínútur til að upplýsa samstarfsmenn

​​​​​​​Aðdragandinn að því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar varð umhverfisráðherra var býsna skammur. Hann lýsti honum í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar tvö í dag, sem hann var í ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð...

Stjórnarsáttmálinn í hnotskurn

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, kynntu í morgun stjórnarsáttmála ríkisstjórnar flokkanna þriggja.

Boða sókn og stöðugleika

Efnahagslegur stöðugleiki, sóknarfæri í efnahagsmálum og stórsókn í mennta- og samgöngumálum voru meðal þess sem formenn stjórnarflokkanna lögðu áherslu á þegar þeir kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Einnig átak í umhverfismálum þar sem Ísland...

Fordæmi fyrir að þingmenn styðji ekki stjórn

Ákvörðun tveggja þingmanna Vinstri grænna um að styðja ekki stjórnarsamstarf flokksins á sér fordæmi. Það hefur áður gerst að þingmenn fari gegn flokksvilja þegar kemur að stjórnarmyndun án þess að þeir hrökklist úr flokknum. Það gerðist til dæmis...

Bjarni verður fjármálaráðherra

„Ég held að flokksmenn hafi verið að vona að það væri gott jafnvægi í þessum stjórnarsáttmála. Það var gerður góður rómur að þeirri niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir að flokkráð samþykkti stjórnarsáttmála...

Sjálfstæðismenn samþykktu stjórnarsamstarfið

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti þátttöku flokksins í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum á fundi sínum sem lauk á sjöunda tímanum. Tillaga um stjórnarsamstarfið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Stjórnarsáttmálinn borinn undir flokksráð VG

Flokksráð Vinstri-grænna kom saman til fundar á Grand Hótel í dag til að ræða ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Um 160 flokksmenn skráðu sig til setu á fundinum, með málfrelsi og tillögurétt, en aðeins...

3ja flokka stjórn ekki setið heilt kjörtímabil

Ríkisstjórnin sem væntanlega tekur við völdum á morgun yrði 9. þriggja flokka ríkisstjórnin frá stofnun lýðveldisins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að engin dæmi séu um í Íslandssögunni að þriggja flokka stjórn hafi setið heilt kjörtímabil....
29.11.2017 - 16:57

Greiða atkvæði um stjórnina í dag

Flokksstofnanir Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar greiða atkvæði síðar í dag og í kvöld um málefnasamning flokkanna. Verði hann samþykktur tekur ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur við völdum á morgun. Hækkun...

Formenn ræddu við þingmenn sína

Formenn stjórnarmyndunarflokkanna þriggja hafa notað daginn til þess að ræða einslega við þingmenn sína og einhverjir halda því áfram á morgun. Þetta er venjan í aðdraganda þess að ríkisstjórn er mynduð en ekkert frekar er gefið upp um þau samtöl.

Óvíst um viðbrögð við nefndaformennsku

Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir taki við formennsku í þeim þingnefndum Alþingis sem forystumenn verðandi stjórnarflokka hafa lagt til. Samkomulag hefur sjaldnast náðst um skiptingu nefndaformennsku eftir...