Sveitarfélög

Milljarðar verða að engu

Milljarðafjárfesting er væntalega að engu orðin, segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um yfirvofandi gjaldþrot United Silicon í Helguvík. „ Þetta er ákveðinn harmleikur sem þarna hefur átt sér stað,“ segir Guðbrandur.
22.01.2018 - 18:06

Íbúar í mál vegna Drottningabrautarreitar

Íbúar við Hafnarstræti 88 á Akureyri, á bak við Drottningarbraut, ætla að krefja Akureyrarbæ um skaðabætur vegna framkvæmda við Drottningarbrautarreitinn. Ástæðan er fyrst og fremst útsýnisskerðing og sjónmengun við húsnæði þeirra. Lögmaður...
22.01.2018 - 14:15

Stærsti mánuður Hörpu frá opnun

Síðastliðinn mánuður var sá viðburðarríkasti frá opnun Hörpu. Í fréttatilkynningu segir að yfir 2000 flytjendur hafi komið fram í tónlistar- og samkomuhúsinu í desember og voru gestir hússins vel yfir 200 þúsund, þar af helmingurinn börn og ungmenni.
22.01.2018 - 02:07

Þurfa að ljúka öllum úrbótum – þrot blasir við

United Silicon fær ekki að hefja aftur framleiðslu fyrr en lokið hefur verið við nær allar mögulegar úrbætur á verksmiðjunni, samkvæmt nýrri ákvörðun Umhverfisstofnunar. Greiðslustöðvun United Silicon rennur út á morgun og gjaldþrot blasir við...
21.01.2018 - 18:57

Fimm konur í sjö efstu sætum Sjálfstæðisflokks

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í efsta sæti, eða 463 af 711. Magnús Örn Guðmundsson er í öðru...

Ungir frumkvöðlar moka út cókói og kleins

Tveir ungir frumkvöðlar á Seltjarnarnesi segja að þeir séu að verða ríkir af því að selja ferðamönnum kakó og íslenskar kleinur undir nýju alþjóðlegu heiti. Það var fallegt veður en kalt við Gróttu í dag, þar sem bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert...
20.01.2018 - 19:51

Siglufjarðarvegi lokað vegna snjóflóðahættu

Siglufjarðarvegi var lokað klukkan 17 í dag vegna snjóflóðahættu. Óvissustigi B var lýst yfir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.
19.01.2018 - 17:05

Áreitti barnsföður sinn með 1.300 skilaboðum

Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann yfir konu á Akureyri sem er sögð hafa hringt í barnsföður sinn 572 sinnum og sent honum tæplega 1.300 smáskilaboð yfir sex mánaða tímabil, frá því í maí og fram til nóvember. Skilaboðin og samskiptin eru sögð...

Vilja virkja Dalavindinn

Áform um vindorkugarð verða kynnt íbúum Dalabyggðar í næstu viku. Fyrirtækið Storm Orka hefur fest sér land í sveitarfélaginu og áformar að reisa þrjátíu til fjörtíu vindmyllur til raforkuframleiðslu.
19.01.2018 - 12:28

Flutningabíll í vanda við Ísafjörð

Bílstjóri flutningabíls lenti í vandræðum í Skutulsfirði, nálægt Ísafjarðarflugvelli, síðdegis. Hann missti stjórn á bílnum sem endaði utanvegar. Bíllinn var drekkhlaðinn fiskafurðum og þurfti að tæma bílinn áður en hægt var að koma honum aftur upp...
19.01.2018 - 02:42

Um 40 athugasemdir vegna gatnamóta

Bæjarstjórinn í Garðabæ segir fjárveitingar til samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu alltof litlar, og telur til dæmis mikla þörf á að setja Hafnarfjarðarveg í stokk við Vífilsstaðaveg. Margar athugasemdir bárust við tillögu Vegagerðarinnar um...
17.01.2018 - 12:14

Uppbygging á Kringlureit hefjist á næsta ári

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúi fasteignafélagsins Reita skrifuðu í hádeginu í dag undir viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið. 
17.01.2018 - 12:00

Ekki slæmir og hættulegir gerlar

„Það eru engin merki um að þetta séu slæmir og hættulegir gerlar. Þess vegna held ég að það sé rétt að aflýsa þessu ástandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir, en hann situr í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir. Nefndin komst að...
16.01.2018 - 20:07

Dalvíkingar hneykslaðir á Vegagerðinni

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar furðar sig á því að aukin vetrarþjónusta Vegagerðarinnar í Svarfaðardal muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Þetta kemur fram í bókun ráðsins af fundi þess í gær. Allir fimm nefndarmenn kvitta undir...
16.01.2018 - 07:14

Vill bætur fyrir skóla sem aldrei var byggður

Arkitektastofan Hornsteinar hefur stefnt Hafnarfjarðarbæ fyrir Héraðsdóm Reykjaness og krefur sveitarfélagið um allt að 74 milljónir fyrir grunnskóla í Hamranesi sem arkitektastofan hannaði eftir útboð. Grunnskólinn var aldrei byggður því bærinn...
13.01.2018 - 08:41