Suðurland

Vélsleðamaður slasaðist við Klukkuskarð

Vélsleðamaður slasaðist skammt suður af Klukkuskarði á þriðja tímanum í dag þar sem hann var á ferð í hópi vélsleðamanna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er talið að maðurinn sé fótbrotinn.
18.01.2018 - 16:29

Dæmdur fyrir þjófnaði og líkamsárás

Karlmaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis brot í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum. Meðal brotanna er þjófnaður á tíu girðingarstaurum og rafmagnsgirðingarþræði í október 2014 og líkamsárás.
17.01.2018 - 12:26

Malbik hlóðst á dekk bíla í Suðursveit

Bílstjórar sem fóru um þjóðveg eitt í Suðursveit í gær urðu sumir fyrir því að malbik hlóðst utan á dekkin á bílum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Höfn höfðu þrír bílstjórar samband og kvörtuðu. Talsverð fyrirhöfn og kostnaður getur...
15.01.2018 - 23:49

Suðurlandsvegi lokað um stund

Suðurlandsvegi, rétt austan við Hnappavelli, hefur verið lokað. Nú er unnið að því að koma bíl, sem valt í morgun við Stígá, aftur upp á veginn. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að meiðsl í bílveltunni hafi verið óveruleg.
14.01.2018 - 15:48

Slökkvistarfi lokið í Hellisheiðarvirkjun

Slökkvistarfi er lokið í Hellisheiðarvirkjun en eldur kom upp í þaki stöðvarhússins um ellefu-leytið í morgun. Ekki er útlit fyrir að verulegt tjón hafi orðið á framleiðslubúnaði virkjunarinnar og reiknað er með að búnaðurinn sem slökkt var á skili...
12.01.2018 - 17:44

Dregur úr eldi og reyk

Svo virðist sem slökkvilið hafi náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun. Í hádeginu lagði mikinn svartan reyk frá virkjuninni og eldtungur stóðu upp úr þakinu. Nú sjást engar eldtungur lengur og reykurinn sem leggur frá stöðvarhúsinu er hvítur og...
12.01.2018 - 13:37

Eldtungur úr þaki stöðvarhússins

Eldtungur stóðu upp úr þaki stöðvarhúss Hellisheiðarvirkjunar í hádeginu. Tvær af sjö aflvélum stöðvarinnar hafa stöðvast vegna eldsins og sömu sögu er að segja af varmastöð sem framleiðir heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Það á þó ekki að bitna á...
12.01.2018 - 12:31

Mikilli rigningu spáð sunnan og suðaustanlands

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland en þar er spáð mikilli rigningu með hlýindum fram á kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við vexti í ám í Lóni og Álftafirði en samfara aukinni úrkomu og afrennsli...
12.01.2018 - 08:16

Ungur karlmaður lést á Suðurlandsvegi

Ungur maður lést í bílslysi á þjóðvegi 1, skammt vestan við Skeiðavegamót rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Tvær bifreiðar, jeppi og fólksbíll skullu saman í árekstrinum. Ökumaður annars...
11.01.2018 - 12:59

Bieber-áhrifin: Stóraukinn fjöldi ferðamanna

Ferðamennirnir sem lögðu leið sína í Fjaðrárgljúfur í fyrra voru hátt í tvöfalt fleiri en þeir voru árið áður. Ferðamönnum fjölgaði úr 155 þúsund í 282 þúsund, eða um 82 prósent. Landvörður á vegum Umhverfisstofnunar tók til starfa í Fjaðrárgljúfri...
11.01.2018 - 11:47

Suðurlandsvegur opnaður eftir umferðarslys

Suðurlandsvegur í Flóa, til móts við Bitru í Árnessýslu hefur verið opnaður að nýju eftir alvarlegt umferðarslys vestan við Skeiðavegamót í morgun. Jeppi og fólksbíll skullu þar saman. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Búið...
11.01.2018 - 11:10

Samið við Jáverk um byggingu fyrsta áfanga

„Þessa dagana er verið að ganga frá lausum endum varðandi fjármögnun, leigusamninga við væntanlega leigutaka og samkomulag við aðra lóðarhafa innan deiliskipulagssvæðisins,“ segir Leó Árnason framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags sem vinnur að...
11.01.2018 - 06:51

Skipstjórinn fékk tveggja mánaða dóm

Skipstjóri hjólabáts sem varð valdur að dauða kanadískrar konu árið 2015 var í dag sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi. Hann var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar en refsingin er skilorðsbundin til tveggja ára. Hann var að auki sviptur...
10.01.2018 - 16:37

Hvalreki á Hvalsnesi: 17 metra langreyður

Rúmlega sautján metra langa langreyði rak á land í fjörunni neðan við Nesjar á Hvalsnesi. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun og Náttúrustofu Suðvesturlands fóru á svæðið í dag og mældu dýrið og tóku úr því sýni.
08.01.2018 - 17:05

Vetrarþjónusta á vegum aukin strax

Fjármagn til vetrarþjónustu á vegum verður aukið um sjötíu og fimm milljónir króna á þessu ári. Samgönguráðherra segir þetta hafa fengist með endurskoðun á reglum um vetrarþjónustu. Mest verður viðbótin á veginum fyrir austan Vík.
05.01.2018 - 12:26