Stjórnmál

Helmingur viðbótarútgjalda í heilbrigðismál

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hún hefði gjarnan viljað að öll viðbótarútgjöld sem lögð eru til í fjárlagafrumvarpinu kæmu fram í heilbrigðiskerfinu. Ekki hafi þó verið lengra komist núna en breytinga sé að vænta þegar...
15.12.2017 - 15:13

Frumvarp fyrir land í sókn til bættra kjara

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fjárlagafrumvarpið sé fyrir land sem sé í sókn í átt til betri lífskjara. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir ekkert tekið á misskiptingu í samfélaginu og frumvarpið sé móðgun við...
15.12.2017 - 14:23

Ein kona í níu manna fjárlaganefnd

Karlar eru í meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis - nema utanríkismálanefnd. Aðeins ein kona situr í fjárlaganefnd. Jafnt kynjahlutfall er þó í forystu nefndanna.
15.12.2017 - 13:41

Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu í dag

Fundur hefst á Alþingi klukkan hálfellefu. Þá mælir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs og í framhaldinu fara fram umræður um hana með þátttöku allra þingflokka.
15.12.2017 - 10:14

Stefnt að umtalsverðum afgangi ríkissjóðs

Fjármálaráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu að fjármálastefnu fyrir árin 2018-22. Hana skal leggja fram eins og fljótt og hægt er eftir að ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og ekki seinna en með fjárlagafrumvarpi sem einmitt var kynnt í...
15.12.2017 - 07:39

Leiðtogar ESB deila um málefni flóttafólks

Málefni flótta- og farandfólks eru einn helsti ásteytingarsteinninn í Evrópusamstarfinu þessi misserin. Það sýnir sig glögglega á leiðtogafundi sambandsins í Brussel. Þrátt fyrir langar og hreinskiptnar umræður í gærkvöld eru aðildarríkin ekkert nær...

Framlengja refsiaðgerðir gegn Rússum

Tekist er á um það á leiðtogafundi Evrópusambandsins, hvaða leiðir ber að fara í málefnum flóttafólks og hvernig taka skuli á atlögu pólskra stjórnvalda að lýðræði og sjálfstæði dómstóla í landinu. Eining virðist hins vegar ríkja um að rétt sé að...
15.12.2017 - 02:43

Pútín og Trump ræddu málefni Norður Kóreu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddu málefni Norður-Kóreu í símtali á fimmtudag, samkvæmt tilkynningu frá Kremlín. Þar segir að þjóðarleiðtogarnir hafi rætt „ástandið á mörgum átakasvæðum, með áherslu á að leysa...
15.12.2017 - 00:56

Megum ekki gleyma hvers vegna við stöndum hér

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra að þótt það sé af hinu góða ef pólitískur stöðugleiki og friður náist á Alþingi, þá megi ekki sofna á verðinum. „Við megum ekki gleyma...
14.12.2017 - 21:50

Fátækt barna afleiðing fátæktar foreldra

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata kvaðst í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld vera sammála því sem fram kom í henni að fátækt ætti ekki að vera til í jafn ríku samfélagi og hér á landi.
14.12.2017 - 21:48

Inga Sæland: Fór ekki til tannlæknis í 9 ár

Inga Sæland ræddi stöðu þeirra sem minna mega sín í fyrstu ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún gerði baráttu öryrkja og eldri borgara fyrir bættum kjörum að umræðuefni og kom með í pontu borðspil sem Öryrkjabandalagið lét hanna, Skerðingarspilið. „...
14.12.2017 - 21:24

Samgöngur ein mikilvægasta fjárfestingin

Auka þarf samkeppnishæfni landsins til að ungt fólk velji Ísland til búsetu, því hér er gott að búa og starfa, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi nú í kvöld.
14.12.2017 - 21:05

„Við erum að hlúa að samfélagi“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í ræðu sinni við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra nú í kvöld að rekstur ríkissjóðs væri ólíkur fyrirtækjarekstri og ákvarðanir stjórnmálamanna um verkefni og ráðstöfun fjármuna...
14.12.2017 - 20:29

Bylting kvenna rýfur aldalanga þögn

Bylting kvenna á samfélagsmiðlum, #MeToo-byltingin, hefur rofið aldalanga þögn, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Enn er þó langt á endastöð.
14.12.2017 - 19:45

Vantar mikið upp á í samgöngumálum

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir aukaframlög til Vegagerðarinnar langt frá því sem stefnt var að í samgönguáætlun. Verði fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í morgun að veruleika vanti því mikið upp á til þess að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar...
14.12.2017 - 19:40