Sjávarútvegsmál

Vilja banna fiskveiðar með rafmagni

Franskir sjómenn líkja veiðisvæðum sínum við eyðimörk eftir rafmagnsveiðar nágranna sinna. Evrópuþingið vill banna veiðarnar með öllu. 
16.01.2018 - 22:44

Loðnuveiðin hafin á ný eftir 3ja daga brælu

Loðna er tekin að berast að landi á ný eftir þriggja daga brælu. Loðna hefur fundist á allstóru svæði fyrir austan land en hún er dreifð og veiðin því misgóð.
16.01.2018 - 16:51

Rannsóknarskipin farin til loðnurannsókna

Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar héldu af stað til loðnurannsókna í morgun. Sviðsstjóri uppsjávarlífríkis segir að aukið fé til vöktunar á loðnustofninum þýði að óvenju langur tími gefist nú til að rannsaka og leita að loðnu.
16.01.2018 - 13:18

Segir Fiskistofu hafa náð fyrri styrk

Fiskistofustjóri segir að stofnunin sé ekki veikari í dag en áður en hún var flutt til Akureyrar fyrir tveimur árum. Flutningurinn kostaði hátt í 200 milljónir króna.
11.01.2018 - 10:26

Aukið eftirlit haft áhrif á vigtun afla

Auknar heimildir Fiskistofu til að fylgjast með endurvigtun afla hafa gefið góða raun, segir Fiskistofustjóri. Til að koma í veg fyrir að svindlað sé á kerfinu þurfi þó að breyta því og jafnvel afnema endurvigtun. 
10.01.2018 - 12:51

Mikil arðsemi í sjávarútvegi

Arðsemi í sjávarútvegi er ríflega tvöfalt meiri en að meðaltali í íslensku atvinnulífi. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að arðsemi eigna í sjávarútvegi hafi dregist verulega saman milli áranna 2012, þegar hún var 25 prósent, og...

Ljóst að búnaðurinn stenst kröfur

Framkvæmdastjóri Akvafuture, sem hyggst reisa 20.000 tonna laxeldi í Eyjafirði, segir búnaðinn sem fyrirtækið notar standast allar kröfur. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni Landssambands veiðifélaga vegna áformanna.
09.01.2018 - 15:06

Mótmæla 20.000 tonna laxeldi í Eyjafirði

Landssamband veiðifélaga leggst alfarið gegn áformum norska fyrirtækisins Akvafuture um 20.000 tonna fiskeldi í Eyjafirði. Ótímabært sé með öllu að ráðast í þær framkvæmdir, þar sem eldiskvíarnar hafi verið notaðar í skamman tíma í Noregi og því...
09.01.2018 - 11:50

Segir þörf á réttlátari innheimtu veiðigjalda

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segist lengi hafa haft áhyggjur af því að staða minni sjávarútvegsfyrirtækja verði erfið á næstu mánuðum. Mikilvægt sé þeirra vegna að endurskoða fyrirkomulag við innheimtu veiðigjalda. Mestu...
07.01.2018 - 19:48

Segir sexfaldan hagnað borgaðan til baka

Smábátasjómenn borga hagnað sinn sexfaldan til baka í veiðigjöldum, segir formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann segir smábátasjómenn gjalda fyrir bókhaldsbrellur hjá stærri útgerðum.
07.01.2018 - 18:42

Mótmæla framferði íslenskra stjórnvalda

Landstjórn Færeyja mótmælir framferði íslenskra stjórnvalda og segir þau brjóta lög. Sjávarútvegsráðuneytið ákvað milli jóla og nýárs að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til þess að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu...
05.01.2018 - 19:19

Aflaverðmæti í september 12% minna en ári fyrr

Aflaverðmæti íslenskra skipa var rúmlega ellefu milljarðar króna í september og var það 12 ,5% minna en í september árinu áður. Í tonnum talinn var aflinn 11% meiri en þá. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að samdráttur varð í verðmæti botnfiskafla,...
05.01.2018 - 10:31

Mestu hópuppsagnir frá 2011

Fleira fólk missti vinnuna í hópuppsögnum í fyrra en gerst hafði á einu ári síðan 2011. Nær tveir af hverjum fimm sem sagt var upp í hópuppsögnum í fyrra störfuðu í fiskvinnslu.

7% greiddust af 470 milljóna kröfum í lúðueldi

Skiptum á þrotabúi fiskeldisfyrirtækisins Fiskeyjar á Hjalteyri í Hörgársveit lauk 21. desember. Heildarkröfur í búið námu rúmum 470 milljónum og samtals fengust tæpar 32 milljónir upp í kröfurnar – um 6,8%. Fiskey, eða Fiskeldi Eyjafjarðar, var...
05.01.2018 - 06:51

Heimilt að nota eftirlitsmyndavélar í skipum

Heimilt er að notast við eftirlitsmyndavélar í fiskiskipum ef farið er að lögum og reglum. Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fiskifrétta. Persónuvernd ákvað að eigin frumkvæði, í kjölfar fréttaflutnings um brottkast, að hafa...
04.01.2018 - 14:50