Birt þann 12. janúar 2018
Aðgengilegt á vef til 11. febrúar 2018

The Road - Vegurinn

Kvikmynd frá 2009 með Viggo Mortensen og Charlize Theron í aðalhlutverkum. Bandaríkin eru grá og drungaleg eftir miklar náttúruhamfarir. Maður heldur ásamt syni sínum af stað í ferðalag í átt að hafinu í von um að í suðri leynist betri lífsskilyrði. Myndin var tilnefnd til BAFTA-verðlauna. Leikstjóri: John Hillcoat. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

16