Birt þann 13. janúar 2018
Aðgengilegt á vef til 13. apríl 2018

Útúr nóttinni og inní daginn

Fjallað um tíðarfar og vetrarhörkur forðum. Úr Bandasafni stofnunar Árna Magnússonar var leikin frásögn Snorra bónda Gunnlaugssonar að Geitafelli í Reykjahverfi, Hallfreður Örn Eiríksson talaði við hann sumarið 1978. Sigurveig Guðmundsdóttir sagði Jórunni Sigurðardóttur frá æsku og uppvexti í Hafnarfirði á árum fyrri heimsstyrjaldar og vetrarhörkunum 1918 í þættinum Leifturmyndir frá öldinni sem var. Útvarpað 30.11.2000. Kolbeinn Kristinsson frá Skriðulandi í Skagafirði hafði lýsingar af frostavetrinum mikla 1880-81 eftir föður sínum og sagði Hallfreði Erni Eiríkssyni frá 1968. Að lokum ræðir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir við Unni Maríu Bergsveinsdóttur verkefnisstjóra miðstöðvar munnlegrar geymdar en miðstöðin safnar um þessar mundir frásögnum manna af frítímum sínum upp úr miðri síðustu öld. Hún mætti með spjall við hjónin Hörpu Hreinsdóttur og Gunnar Gunnarsson frá Menningarnótt, en þau sögðu frá æsku sinni í Vesturbænum.

Aðrir þættir

Útúr nóttinni og inní daginn

Að þessu sinni var ferðin útúr nóttinni og inní daginn í fylgd Camille Flammarion og bókar hans Úranía í íslenskri þýðingu Björns Bjarnasonar frá Viðfirði en hún kom út árið 1890....
Frumflutt: 20.01.2018
Aðgengilegt til 20.04.2018