Birt þann 13. janúar 2018
Aðgengilegt á vef til 13. apríl 2018

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 13. janúar 2018

Minnst átta dæmi eru um að menn hafi verið reknir úr íþróttafélögum á undanförnum árum vegna ósæmilegrar hegðunar eða misbeitingar. Tvö brot í það minnsta voru tilkynnt til lögreglu. Slökkviliðsmenn stóðu vaktina við Hellisheiðarvirkun í nótt og fram eftir morgni eftir að eldur blossaði aftur upp í stöðvarhúsi virkjunarinnar seinni partinn í gær. Lögregla er að hefja rannsókn á vettvangi. Íran sættir sig ekki við neinar breytingar á kjarnorkusamkomulagi sínu og Vesturveldanna. Trump Bandaríkjaforseti segir samkomulagið hrapalega gallað. Skortur á aðstöðu til að brenna stórgripi er ein af ástæðunum fyrir því að Matvælastofnun hefur ekki enn getað fargað nautum á bæ á Suðurlandi níu mánuðum eftir að það var ákveðið, segir forstjóri stofnunarinnar. Þá hafi sláturhús ekki getað tekið við gripunum í síðustu sláturtíð í haust. Akureyrarflugvöllur er kominn að þolmörkum og nauðsynlegt að byggja hann upp, segir flugvallarstjóri. Léleg aðstaða á vellinum torveldar aukið millilandaflug til Akureyrar. Kristján Andrésson landsliðsþjálfari Svía í handbolta segir að góð byrjun íslenska liðsins í leik liðanna á Evrópumótinu í gær hafi gert leikmenn sína stressaða. Veðurhorfur: Sunnan og suðvestan 10-18 m/s og élja- eða skúahryðjur, en léttskýjað Norðaustanlands. Hvessir seinni partinn, fimmtán til tuttugu og þrír og rigning eða slydda á sunnanverðu landinu í kvöld, en snjókoma í uppsveitum. Hvessir einnig talsvert og snjóar um tíma norðantil eftir miðnætti. Hiti núll til fimm stig. Snýst í suðvestan þrettán til tuttugu og þrír með éljagangi upp úr miðnætti, fyrst vestanlands. Heldur hægari og léttir víða til Norðaustantil á morgun. Vægt frost víðast hvar. Umsjónarmaður hádegisfrétta var Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Tæknimaður var Albert Finnbogason. Útsendingu stjórnaði Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.
Frumflutt: 21.01.2018
Aðgengilegt til 21.04.2018

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.
Frumflutt: 21.01.2018
Aðgengilegt til 21.04.2018

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.
Frumflutt: 20.01.2018
Aðgengilegt til 20.04.2018

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.
Frumflutt: 20.01.2018
Aðgengilegt til 20.04.2018

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 19.01.2018

Íslendingur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á fíkniefnum og fyrir framleiðslu á e-töflum. Annar hlaut tíu mánaða skilorðsbundinn...
Frumflutt: 19.01.2018
Aðgengilegt til 19.04.2018