Samgöngumál

Útlit fyrir vonda færð og snjóflóðahættu

Útlit er fyrir að færð muni spillast frá Skagafirði og austur úr miðað við á ofankomu sem spáð er. Snjóflóðahætta gæti skapast.
23.01.2018 - 08:16

Segir flugið til Akureyrar eldskírn

Breska ferðaskrifstofan Super Break segir það engu breyta um ferðir þeirra til Akureyrar þó tvisvar hafi þurft að snúa frá vegna veðurs. Fjármagn er til fyrir kaupum á notuðum aðflugsbúnaði fyrir Akureyrarflugvöll svo bæta megi þar aðstæður til...
22.01.2018 - 17:46

Vegum mögulega lokað á Suðurlandi

Vegagerðin skoðar hvort ástæða sé til að loka veginum undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Vonskuveður er á þessum slóðum og fer vindurinn í allt að 40 metra á sekúndu í hviðum.
22.01.2018 - 16:39

Enginn fundur boðaður í kjaradeilu Icelandair

Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Tæpar tvær vikur eru frá síðasta fundi. Óformlegar viðræður hafa þó átt sér stað á milli deiluaðila.
21.01.2018 - 11:22

„Afar óheppilegt“ að vélarnar geti ekki lent

Stjórnvöldum hefur verið bent á það í mörg ár, að bæta þurfi aðflugsbúnaðinn á Akureyrarflugvelli. Þetta segir bæjarstjórinn á Akureyri. Það sé mjög óheppilegt að þotur erlends flugfélags geti ekki lent á vellinum. Isavia hefur lagt það til við...
20.01.2018 - 11:37

Aftur snúið frá Akureyri vegna veðurs

Þotu Enter-Air sem lenda átti á Akureyrarflugvelli um eittleytið var snúið til Keflavíkur vegna veðurs. Með þotunni eru farþegar frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Þetta er önnur ferðin af þremur þar sem þota með farþegum...
19.01.2018 - 14:30

Hitamyndavélar auðvelda eftirlit í göngunum

Mikill jarðhiti hefur verið ein helsta hindrunin við gerð Vaðlaheiðarganga. Ekki er nóg með að hiti sé í berginu heldur rennur heitt vatn víða úr veggjum og gólfi ganganna. En jarðhitinn er myndrænn þegar hitamyndavél er beitt, eins og sést á...
18.01.2018 - 16:23

Vill sérrými fyrir strætó sem fyrst

Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segir að hún vilji sjá sérrými fyrir strætisvagna sem fyrst svo fólk eigi auðveldara með að komast milli svæða á höfuðborgarsvæðinu. Á annað hundrað manns mættu á borgarafund um borgarlínu sem haldinn var í...
18.01.2018 - 20:51

Metfjöldi flugfarþega 2017

Flugfélög heimsins fluttu 4,1 milljarð farþega á nýliðnu ári. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Lággjaldaflugfélögum er meðal annars þakkað að fjöldi flugfarþega eykst ár frá ári.
18.01.2018 - 16:25

Schiphol flugvöllur lokaðist vegna veðurs

Öllum flugferðum til og frá Schiphol flugvelli við Amsterdam hefur verið aflýst næstu klukkustundirnar vegna óveðurs. Hollenska veðurstofan gaf fyrr í dag út rauða viðvörun vegna hvassviðris í héruðum í norður- og suðurhluta landsins. Vindhraðinn...
18.01.2018 - 11:01

Íbúar lenda í vandræðum vegna ófærðar

Íbúi í Súðavík missti nær þrjá daga úr vinnu á Ísafirði þegar vegur um Súðavíkurhlíð lokaðist. Sveitarstjórinn í Súðavík óttast einangrun. Allar meginleiðir á Vestfjörðum eru nú opnar á ný.
17.01.2018 - 21:00

Um 40 athugasemdir vegna gatnamóta

Bæjarstjórinn í Garðabæ segir fjárveitingar til samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu alltof litlar, og telur til dæmis mikla þörf á að setja Hafnarfjarðarveg í stokk við Vífilsstaðaveg. Margar athugasemdir bárust við tillögu Vegagerðarinnar um...
17.01.2018 - 12:14

Telur að betri búnaður hefði tryggt lendingu

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að fullnægjandi aðflugsbúnaður hefði auðveldað lendingu á Akureyrarflugvelli í gær. Flugvél þurfti frá að hverfa vegna veðurs og gæti atvikið dregið dilk á eftir sér. 
16.01.2018 - 12:13

Röskun á innanlandsflugi vegna veðurs

Flugvél Air Iceland Connect sem átti að fara frá Reykjavík til Akureyrar klukkan 7:10 í morgun er ekki enn farin í loftið. Brottför er áætluð klukkan 11.15. Þá er óvíst um flug til Ísafjarðar og ljóst að flugvél sem átti að fara þangað klukkan 10:...
15.01.2018 - 09:18

Akstur bannaður á Þröskuldum og Öxnadalsheiði

Vegagerðin hefur lokað fyrir umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði vegna vonskuveðurs sem nú gengur yfir norðanvert landið. Lögreglan á Norðurlandi eystra biður fólk um að huga vel að veðri og færð ef það þarf nauðsynlega að ferðast á milli staða.
14.01.2018 - 10:25