RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Fólkið

Hjá RÚV starfar öflugur og samstilltur hópur þar sem metnaður er sameiginlegur drifkraftur starfsfólks. Fjölbreyttur hópur dagskrárgerðamanna, tæknimanna, fréttamanna og annars starfsfólks vinnur að því að bjóða upp á framúrskarandi dagskrárefni af ólíku tagi sem miðlað er í gegnum viðamikið dreifikerfi um land allt í um 20.000 klukkustundir á ári auk um 60.000 færslna á vef.

Viltu vinna með okkur?

Hjá RÚV starfar öflugur og samstilltur hópur þar sem metnaður er sameiginlegur drifkraftur starfsfólks

Við hlustum

Við leggjum ríka áherslu á að hlusta á ykkur og tökum því ábendingum, hvatningu og gagnrýni fagnandi. Við kappkostum að bregðast við ábendingum hratt og vel, helst innan tveggja virkra daga.

Hafðu samband

Komdu í heimsókn

Við tökum reglulega á móti hópum af öllum stærðum og gerðum í skoðunarferðir á tímabilinu 1. september – 10. júní.

Best er að senda okkur póst á netfangið heimsoknir@ruv.is eða smelltu hér og við finnum hentugan tíma fyrir hópinn þinn

Gestastofa Ríkisútvarpsins

Í Gestastofu RÚV, sem staðsett er í hjarta Útvarpshússins Efstaleiti, má sjá myndir, muni og lifandi efni úr safni RÚV.
Gestum gefst hér tækifæri til að kynnast sögu Ríkisútvarpsins frá stofnun árið 1930 til dagsins í dag og öðlast um leið innsýn í þróun fjölmiðlunar.
Hönnuður Gestastofunnar Björn G. Björnsson annast leiðsögn um sýninguna síðasta laugardag í mánuði, kl. 14.00. Heimsóknin hefst í anddyri RÚV og tekur um klukkustund.

Áhugasamir skrái sig hér: gestastofa@ruv.is

Vertu með í umræðunni

RÚV OKKAR ALLRA er nýtt fréttabréf sem miðlar fréttum um starfsemina og því sem hæst ber í umræðunni um Ríkisútvarpið. Skráðu þig á póstlistann og þú færð tvisvar í mánuði upplýsingar og fréttir um RÚV, frá fyrstu hendi.

Spurt og svarað

Ég sé ekki sjónvarpsútsendinguna. Hvað er að?

Margt kemur til greina og fer eftir því hvernig þú tekur á móti sjónvarpsmerkinu.Helstu þættir sem g...

Get ég horft á RÚV í gegnum gervihnött?

Gervihnattarútsendingu verður haldið áfram en hún er ekki hluti dreifikerfis RÚV heldur þjónusta sem...

Ég finn ekki uppáhaldsþáttinn minn í leigunni (VOD). Af hverju ekki?

RÚV rekur ekki leigurnar. Það gera símafyrirtækin Vodafone og Síminn og hafa heimild til að birta ák...

Hvernig næ ég RÚV2

RÚV2 má finna á útsendingarkerfum Vodafone og Símans.Vodafone:Útsendingarnar nást á öllu adsl/ljósle...

Hvar finn ég á Rás 1 eða Rás 2 í útvarpinu?

Útvarpsrásir RÚV eru á mismunandi tíðni eftir því hvar þú ert á landinu þar sem við erum með senda u...

Saga Ríkisútvarpsins

Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 og hóf útsendingar 20. desember það ár. Á fyrstu áratugum Útvarpsins var aðeins sent út á einni útvarpsrás og fyrsta árið var aðeins sent út í nokkrar klukkustundir á hverju kvöldi. Snemma árs árið 1932 hófust útsendingar í hádegi. Fyrsti útvarpsstjóri var Jónas Þorbergsson.

Hvernig hlusta ég og horfi

Útvarp

RÚV sendir út þrjár útvarpsrásir: Rás 1, Rás 2 og Rondó. Rás 1 og Rás 2 er dreift á FM-bylgjum um land allt auk þess sem blönduð dagskrá rásanna er send út á langbylgju. Rásunum þremur er streymt á RÚV.is og í Sarps-appinu.

Sjónvarp

RÚV býður upp á fjölbreytta dagskrá í sjónvarpi þar sem innlend dagskrá er í öndvegi. Aðalrásin, RÚV, sendir út dagskrá frá síðdegi fram eftir kvöldi en auk þess er aukarásin, RÚV 2, ræst þegar mikið liggur við. Báðar rásir nást nú um land allt í gegnum nýtt stafrænt dreifikerfi RÚV, auk þess sem hægt er að nálgast dagskránna í gegnum Sarpinn og dreifikerfi fjarskiptafyrirtækjanna.

Vefur

RÚV.is er frétta- og afþreyingarvefur sem uppfærður er allan sólarhringinn, alla daga ársins. Vefurinn er hannaður fyrir öll tæki, frá snjalltímum til spjaldtölva og stórra borðtölva. Sarpurinn er heimili alls sjónvarps- og útvarpsefnis en þangað bætast yfir 400 útvarps- og sjónvarpsþættir vikulega. Sarps-appið er gert fyrir Android-tæki, iPhone og iPad.

Aðgengismál

Vefurinn hentar skjálesurum sem blindir og sjónskertir nota og íslenska vefþulan les upphátt allan texta á vefnum. Aðalfréttatíminn og íþróttafréttir í sjónvarpi eru textaður á síðu 888 í textavarpinu, sem og allt innlent sjónvarpsefni sem ekki er í beinni útsendingu. Við vinnum að því að gera 888-textaþjónustuna aðgengilega á RÚV.is.