Norðurland

Snýst um að gefa bros og dreifa gleði í sálina

Á aðventunni taka Arnar og Jón jólaskraut upp úr fjörutíu kössum og koma fyrir í húsinu sínu á Dalvík. Þeir eru með vinsælan flóamarkað í bílskúrnum allan ársins hring sem fær þó á sig mikinn jólabrag í desember. Þeir segja að þetta snúist um að...
16.12.2017 - 20:41

Skíðasvæðið í Skarðsdal opið í dag

Skíðasvæðið í Skarðsdal við Siglufjörð verður opið í dag frá klukkan 11-16. Þetta er í níunda sinn sem skíðasvæðið opnar í vetur, en fyrsti dagurinn var í lok nóvember.
16.12.2017 - 09:18

Saumuðu innkaupapoka handa hverri fjölskyldu

Íbúar á Grenivík tóku vel á móti grunnskólanemum í morgun þegar þeir bönkuðu upp á og gáfu hverri fjölskyldu innkaupapoka í jólagjöf. Krakkarnir saumuðu á annað hundrað poka og vilja með þessu fá íbúana í lið með sér við að draga úr plastpokanotkun.
15.12.2017 - 21:51

Mývetningar vilja hitta nýja ráðherra

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps bíður þess nú að geta átt fund með nýjum ráðherrum ríkisstjórnarinnar til að ræða fjárhagslega aðkomu ríkisins að fráveitumálum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er þegar farið að vinna eftir umbótaáætlun um...
14.12.2017 - 10:49

„Litrík og björt sýning í skammdeginu“

„Stúlka með hjól" er yfirskrift sýningar á verkum Louisu Matthíasdóttur í Listasafninu á Akureyri. Björt og litrík sýning í skammdeginu, segir sýningarstjórinn.
13.12.2017 - 13:56

Afhendingu verksmiðju PCC seinkar um sex vikur

Kísilverksmiðja PCC á Bakka verður ekki gangsett fyrr en í febrúar. Verktaki við byggingu verksmiðjunnar hefur seinkað afhendingu hennar um sex vikur. PCC átti að fá verksmiðjusvæðið afhent í dag en það verður ekki fyrr en 27. janúar.
13.12.2017 - 12:49

Tökulið Burial Rites skoðar Vatnsnesið

Tökulið kvikmyndarinnar Burial Rites, sem byggð verður á bókinni Náðarstund eftir ástralska rithöfundinn Hönnuh Kent, hefur sótt Húnaþing Vestra heim nokkrum sinnum til þess að kynna sér aðstæður fyrir mögulegar tökur fyrir myndina.
13.12.2017 - 10:55

Nýir mælar auka öryggi í Ólafsfjarðarmúla

Nýir snjó- og vindmælar sem í gær voru settir upp í Ólafsfjarðarmúla og við Dalvík eiga að bæta til muna eftirlit með snjóflóðahættu við Ólafsfjarðarveg. Þá verður hægt að vara betur við þeirri miklu hættu sem getur skapast þegar snjór safnast í...
12.12.2017 - 13:55

Frekar lítið af snjó en skíðasvæðin flest opin

Þrátt fyrir snjóleysi hefur tekist að opna lyftur á flestum skíðasvæðum landsins. Yfirleitt er þó aðeins hluti svæðanna opinn enn sem komið er. Starfsmenn skíðasvæðanna vonast því eftir rækilegri snjókomu sem fyrst.
12.12.2017 - 08:34

Segir brýnt að eyða óvissu um sjúkraflutninga

Íbúi á Raufarhöfn efast um að hún hefði flutt þangað ef enginn sjúkrabíll hefði verið á staðnum. Sveitarstjóri Norðurþings segir mikilvægt að eyða óvissu um framtíð sjúkraflutninga á svæðinu. 
11.12.2017 - 16:28

Vill að hluti Kröflulínu 3 fari í jörð

Skipulagsstofnun vill láta kanna frekar möguleika á að leggja hluta Kröflulínu 3 í jörð, á þeim svæðum þar sem búast má við neikvæðum áhrifum á landslag, ferðaþjónustu, útivist og fugla. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar um mat á...
11.12.2017 - 15:14

Ætlaði ekki að vinna í búðinni

„Ég hafði aldrei unnið hér í búðinni og ætlaði mér aldrei að taka við henni þegar pabbi dó, en við gátum ekki selt hana og þessvegna endaði það þannig að ég keypti reksturinn og rak búðina í fjörtíu ár. Ég sé ekkert eftir því í dag," segir...
11.12.2017 - 15:00

Utanvegaakstur í Fálkafelli

Ljót ummerki eru eftir utanvegaakstur í nágrenni við hús Skátafélagsins Klakks á Fálkafelli við Akureyri. Félagið hefur farið fram á að umferð þarna verði bönnuð.
11.12.2017 - 14:29

Krapastífla við Jökulsá á Fjöllum

Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1. Vegagerðin biður vegfarendur um að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veg. Annars er gott ferðaveður um allt land og froststillur. Þó er eitthvað um éljagang með ströndinni á...
10.12.2017 - 14:48

Dánarbú mátti ekki höfða faðernismál

Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Norðurlands eystra á faðernismáli, sem höfðað var gegn tíu erfingjum meints föður látins manns. Málið var upphaflega höfðað af móður hins síðarnefnda til staðfestingar á því að mennirnir hefðu verið feðgar.
08.12.2017 - 14:20