Norðurland

Læknaskortur víða á landsbyggðinni

Víða skortir lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Erfitt reynist að fastráða heimilislækna og eru dæmi um að verktakar og afleysingalæknar sinni þjónustunni að mestu. 
17.10.2017 - 17:50

„Það versta sem ég hef séð undanfarna mánuði“

Bílastæði og göngustígar við Víti í Mývatnssveit eru í niðurníðslu og miklar gróðurskemmdir eru þar umhverfis. Starfsmaður Landgræðslunnar segir þetta verstu aðkomu við ferðamannastaði sem hann hefur séð undanfarna mánuði.
17.10.2017 - 15:00

Falinn ævintýraheimur á Akureyri

„Þegar maður er kominn á þennan aldur eins og ég, þá er maður ekkert spéhræddur, þannig að maður þorir að gera það sem mann langar að gera, og mig langaði að gera einhverskonar styttur. Svo rækta ég svona barnið í sjálfum mér með þessu, ég er bara 5...
17.10.2017 - 07:29

„Nóg af hörmungum, dauða og skelfingu“ 

Tökur á Ófærð 2 hófust á Siglufirði um helgina og standa þar yfir næstu tvær vikur. Þetta er eins og að fá fjölskylduna saman aftur, segir Ólafur Darri Ólafsson leikari. Sigurjón Kjartansson handritshöfundur lofar nóg af hörmungum, dauða og...
15.10.2017 - 15:00

Að í alla nótt til að koma í veg fyrir tjón

Mikið vatnsveður hefur verið á Norðurlandi í nótt og þó mjög hafi dregið úr rigningu má búast við úrkomu fram til hádegis. Mesta rigningin var á Siglufirði, einkum í gærkvöld og fram eftir nóttu. Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar,...
14.10.2017 - 08:37

Bundið slitlag að Vaðlaheiðargöngum

Í dag var nýr kafli á þjóðvegi eitt við Vaðlaheiðargöng lagður bundnu slitlagi. Enn valda aðstæður inni í göngunum vandræðum og tefja verkið. Staðarstjórinn segir að tafirnar verði unnar upp í vetur og göngin opnuð síðsumars 2018.
13.10.2017 - 20:06

Hríðarveður á fjallvegum

Veðurstofan varar við vatnavöxtum og stormi víða um land í kvöld og fram á morgun. Djúp lægð er skammt norðan við Melrakkasléttu. Hún veldur hvassviðri og talsverðri rigningu eða slyddu á láglendi norðvestan- og norðanlands. Þá er útlit fyrir...
13.10.2017 - 17:08

Allir Ólafsfirðingar þurfa að sjóða neysluvatn

Sýni sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók úr dreifikerfi Brimnesvatnsbóls í gær voru menguð. Því er öllum íbúum Ólafsfjarðar ráðlagt að sjóða neysluvatn að nýju.
13.10.2017 - 16:30

Telja að Akureyrarbær hafi brotið lög

Fyrirtækið Grant Thornton telur að Akureyrarbær hafi brotið lög með því að hafna tilboði þess í endurskoðunarþjónustu. Bæjaryfirvöld vissu ekki að óheimilt væri að semja við sama aðilann um endurskoðun og uppsetningu ársreikninga. 
13.10.2017 - 14:00

Áfram varað við skriðuföllum norðanlands

Mun minna hefur rignt á Tröllaskaga í dag, en spáð hafði verið, og engir teljandi vatnavextir orðið þar. Áfram er þó talin hætta á skriðuföllum en spáð er mikilli rigningu norðantil á morgun.
12.10.2017 - 17:37

Undirbúa virkjun í Drekagili við Öskju

Áformað er að virkja Drekaá í Drekagili við Öskju til að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptahús á Vaðöldu og ferðaþjónustuskála við Dreka. Áætluð orkuframleiðsla er 30 kW yfir sumarið og 10 kW yfir veturinn.
12.10.2017 - 12:23

Vatnsból í Ólafsfirði enn mengað

Enn er mengun í vatnsbóli í Ólafsfirði og er íbúum í hluta bæjarins ráðlagt að sjóða neysluvatn. Unnið er að lagfæringum, en yfirmaður tæknideildar segir að mikið vatnsveður geti tafið fyrir. 
12.10.2017 - 11:29

Vara við vatnavöxtum og skriðum fyrir norðan

Veðurstofan varar við hættu á vatnavöxtum og skriðuföllum á Ströndum, Siglufirði og austur á Skjálfanda næstu daga. Útlit er fyrir mikið vatnsveður á Norðurlandi og á Ströndum fram á morgundaginn.
11.10.2017 - 20:46

Mega fresta umbótaáætlun fráveitu við Mývatn

Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra hefur samþykkt beiðni Skútustaðahrepps um að fresta umbótaáætlun fráveitu við Mývatn til áramóta. Fyrirtæki utan þéttbýlis eiga nú þegar að hefja undirbúning við uppsetniningu hreinsivirkja.
11.10.2017 - 16:03

100 milljóna byggðastyrkur fyrir ljósleiðara

Sautján sveitarfélög fá svokallaðan byggðastyrk til að byggja upp ljósleiðara í sveitarfélögum sínum. 100 milljónum verður varið til styrkjanna sem eru veittar af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra af fjárveitingu til byggðaáætlunar og til...
11.10.2017 - 15:15