Norður Ameríka

Áforma að nota fentanýl við aftökur

Tvö ríki Bandaríkjanna, Nevada og Nebraska, áforma að nota hið öfluga verkjalyf fentanýl til að taka dauðadæmda fanga af lífi. Á sama tíma er herferð í gangi í Bandaríkjunum gegn misnotkun lyfsins, sem orðin er að faraldri þar vestra. Um 20.000...
17.12.2017 - 07:18

Skógareldar í Kaliforníu færast enn í aukana

Stjórnvöld í Kaliforníuríki hafa fyrirskipað rýmingu enn stærra svæðis í Santa Barbara-sýslu í Kaliforníu, en fjölda fólks hafði þegar verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skógareldsins Thomasar sem þar geisar. Eldurinn var aðeins farinn að...
16.12.2017 - 23:47

Repúblikanar ná saman um nýja skattalöggjöf

Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings, fulltrúa- og öldungadeild, hafa komið sér saman um eitt, sameiginlegt frumvarp til nýrrar skattalöggjafar, sem lagt verður fram í báðum deildum. Þar eru boðaðar víðtækustu breytingar sem gerðar hafa...
16.12.2017 - 00:14

Tillerson og Trump ósammála um Norður Kóreu

Engu er líkara en að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reki allt aðra og sveigjanlegri stefnu í málefnum Norður Kóreu en þá sem ráðuneyti hans og Bandaríkjaforseti halda á lofti. Tillerson lýsti því yfir á þriðjudagskvöld að...
14.12.2017 - 05:26

Kanada heimilar vopnasölu til Úkraínu

Stjórnvöld í Kanada gáfu í gær grænt ljós á útflutning kanadískra vopna og hergagna til Úkraínu. Er þetta rökstutt með „óbilandi stuðningi“ Kanada við baráttu úkraínskra yfirvalda fyrir öryggi og fullveldi þjóðarinnar í stríðinu við aðskilnaðarsinna...
14.12.2017 - 01:51

Segir Bandaríkjamenn reiðubúna til viðræðna

Bandaríkjamenn eru reiðubúnir til viðræðna við Norður-Kóreumenn án skilyrða, en eru enn staðráðnir í að þvinga ráðamenn í Pjongjang til að leggja kjarnorkuáætlanir sínar á hilluna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti þessu yfir í...
13.12.2017 - 11:16

Roy Moore kom á hestbaki á kjörstað

Það ræðst í nótt hver tekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabama-ríki. Mjótt er á munum en kjörstöðum verður lokað klukkan eitt. Trump bandaríkjaforseti ítrekaði í dag stuðning sinn við frambjóðanda rebúblíkana, sem hefur verið sakaður...
12.12.2017 - 21:56

Stoltenberg áfram hjá NATO til 2020

Jens Stoltenberg hefur verið endurráðinn framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins til næstu þriggja ára.
12.12.2017 - 13:53

Hátt í 1.000 hús brunnin í Kaliforníu

Hátt í eitt þúsund hús eru brunnin í kjarr- og skógareldum í Kaliforníu, sem geisað hafa í rúmlega eina viku. Yfir 930 ferkílómetrar gróðurlendis hafa brunnið í Ventura og Santa Barbara sýslum. Til samanburðar má nefna að Reykjanesskaginn er um það...
12.12.2017 - 11:36

Fordæma tilraun til hryðjuverks í New York

Stjórnvöld í Bangladess fordæma tilraun ungs manns til hryðjuverks á umferðarmiðstöð á Manhattan í New York í gær. Innflytjandi frá Bangladess reyndi þá að svipta sig og aðra nærstadda lífi með því að sprengja rörasprengju sem hann var með á sér....
12.12.2017 - 07:55

Hnignun utanríkisráðuneytis í tíð Trumps

Nái utanríkisráðherra Bandaríkjanna ekki að sýna kjark og dug til þess að leiða ráðuneytið aftur til vegs og virðingar getur hann allt eins skilað lyklunum. Þetta segir hátt settur bandarískur diplómati í uppsagnarbréfi sínu til ráðuneytisins í...
12.12.2017 - 06:47

Konur krefjast afsagnar Trumps

Þrjár bandarískar konur stigu fram í gær og kröfðust þess að Bandaríkjaþing færi í saumana á ósæmilegri hegðun Donalds Trumps í garð kvenna og rannsökuðu ásakanir um kynferðislega áreitni af hans hálfu. Hvíta húsið segir málið útrætt fyrir löngu.
12.12.2017 - 04:01

Ætlaði að komast yfir skattaupplýsingar Trumps

Bandarískur einkaspæjari játaði fyrir rétti í dag að hafa reynt að nálgast skattaupplýsingar Donalds Trumps á ólöglegan hátt. Maðurinn reyndi að nota kennitölu Trumps til að stofna til námsláns á netinu.

Trump vill skoða nánar tunglið og Mars

Donald Trump bandaríkjaforseti vill koma Bandarískum geimförum sem fyrst til tunglsins á ný. Trump greindi frá þessu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld.
11.12.2017 - 22:12

Mikið undir í kosningum í Alabama

Meirihluti Repúblíkana í öldungadeild Bandaríkjaþings stendur mjög tæpt ef Demókratar vinna sigur í kosningum um laust þingsæti í Alabama á morgun. Frambjóðandi Repúblíkana er sakaður um kynferðisofbeldi og samherjar hans hafa snúist gegn honum en...
11.12.2017 - 22:04