Norður Ameríka

ESB óskar eftir stuðningi Bandaríkjaþings

Leiðtogar Evrópusambandsins biðla nú til Bandaríkjaþings um að taka ekki undir hótanir Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamningi við Írana. Evrópusambandið óttast að hótanir forsetans gætu ógnað alþjóðaöryggi og gera samningaumleitanir við...
17.10.2017 - 04:19

Kaupið það sama en kjörin ólík

Gail Evans og Marta Ramos eiga eitt sameiginlegt, þær hafa báðar gert hreint á skrifstofum stórfyrirtækja sem talin hafa verið í fremstu röð hvað varðar nýsköpun og arðsemi í Bandaríkjunum. Þannig byrjar grein sem birtist nýlega í New York Times þar...
16.10.2017 - 10:38

Dróni flaug á flugvél í Kanada

Kanadísk farþegaflugvél lenti heilu og höldnu á flugvelli í Quebec borg eftir að hafa flogið á dróna í lendingu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur árekstur verður í Kanada að sögn yfirvalda.
16.10.2017 - 06:35

Samningaleiðin opin fram að fyrstu sprengju

Bandaríkjaforseti vonast eftir að hægt verði að leysa ágreininginn á Kóreuskaga við samningaborðið. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump reiðubúinn að vinna að friðsamlegri lausn þar til fyrstu sprengjunni verður varpað.
15.10.2017 - 23:50

Lady Gaga boðar tónleikaferð um Evrópu

Bandaríska tónlistarkonan Lady Gaga ætlar að halda hátt í tuttugu tónleika í Evrópuríkjum á næsta ári. Þeir voru á dagskrá nú í haust, en var aflýst vegna veikinda hennar.
15.10.2017 - 22:18

40 látnir af völdum eldanna í Kaliforníu

Fjöldi látinna af völdum kjarr- og skógareldanna í Kaliforníu er nú kominn upp í fjörutíu. Eldarnir breiða enn úr sér og ná nú yfir um 160 kílómetra svæði í norðurhluta ríkisins. Hundruð hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga, en alls hefur um...
15.10.2017 - 06:28

Ivanka Trump kynnir nýjan fjárfestingasjóð

Ivanka Trump, dóttir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, kynnti nýjan fjárfestingasjóð eingöngu ætlaðan konum í nýsköpunarstarfsemi á fundi Alþjóðabankans í gær. Alþjóðabankinn heldur utan um sjóðinn sem verður helst notaður til að aðstoða...
15.10.2017 - 05:31

Tíu milljónir dala fyrir upplýsingar um Trump

Klámútgefandinn Larry Flynt býður þeim sem veita upplýsingar sem leiða til ákæru á hendur Donald Trump allt að tíu milljónir dala í verðlaun. Flynt greinir frá þessu í heilsíðuauglýsingu í sunnudagsblaði Washington Post.
15.10.2017 - 00:19

Weinstein rekinn úr kvikmyndaakademíunni

Bandaríska kvikmyndaakademían tilkynnti í kvöld að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefði verið rekinn úr henni. Margar konur hafa komið fram að undanförnu og sakað hann um nauðgun og annað kynferðisofbeldi.
14.10.2017 - 21:47

Sat saklaus í fangelsi í 23 ár

41 árs karlmaður frá Kansas var leystur úr fangelsi í dag eftir 23 ár á bak við lás og slá. Hann hafði verið ranglega dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir tvö morð. Hann sagði það notalegt að komast út.
14.10.2017 - 00:24

Vínekrur hafa eyðilagst í skógareldum

Yfirvöld í Kaliforníu staðfesta að þrjátíu og tveir hafi fundist látnir í kjarr- og skógareldunum sem brenna í norðurhluta Kaliforníu. Almannavarnir í ríkinu greindu frá því á fundi með fréttamönnum í kvöld að enn ríkti neyðarástand á sumum svæðum,...
13.10.2017 - 23:06

Tugir enn á sjúkrahúsi eftir fjöldamorð

Enn eru 45 á sjúkrahúsi eftir fjöldamorðið í Las Vegas fyrir tæplega hálfum mánuði. Nokkrir eru enn þungt haldnir, að því er lögreglustjórinn í borginni greindi frá í dag. Alríkislögreglan, sem fer með rannsókn árásarinnar, segir að ekkert hafi...
13.10.2017 - 21:08

Staðfestir ekki kjarnorkusamning við Íran

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti i dag að hann myndi ekki staðfesta samning sem sex vesturveldi gerðu við Íran árið 2015, um að koma skefjum á kjarnorkuáætlun Írana. Ekki stendur til að rifta samkomulaginu, en Trump segist ætla að vísa...
13.10.2017 - 18:25

Fleiri en 30 látnir í eldunum í Kaliforníu

Ekkert lát er á skógareldunum í norðurhluta Kaliforníu. Hundraða er enn saknað, en staðfest er að 31 hefur látið lífið.
13.10.2017 - 10:07

Hvetja Trump til að virða kjarnorkusamning

Stjórnvöld í Kína hvetja Bandaríkjamenn til að standa við kjarnorkusamning stórveldanna og Írans. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins greindi frá þessu í morgun. 
13.10.2017 - 09:23