Mið- og Suður-Ameríka

ESB beitir Venesúelamenn refsiaðgerðum

Evrópusambandið ákvað í dag að beita sjö hátt setta embættismenn í Venesúela refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota. Þeirra á meðal eru innanríkisráðherra landsins, forseti hæstaréttar og æðsti yfirmaður leyniþjónustunnar. Hann er sakaður um að hafa...
22.01.2018 - 13:30

Á aðra milljón við útimessu páfa í Perú

Ein milljón og þrjú hundruð þúsund sóttu útimessu Frans páfa í Lima, höfuðborg Perú, í gær. Páfi hefur gagnrýnt spillingu í Suður-Ameríku í sex daga heimsókn sinni til Chile og Perú. Hann segir að stjórnmál þar séu sjúk. Því til staðfestingar benti...
22.01.2018 - 09:12

Neyðarástand í næst stærstu borg Jamaíka

Yfirvöld í Jamaíku hafa lýst yfir neyðarástandi í Montego Bay, næst stærstu borg landsins, eftir morðöldu í borginni. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Ferðamenn hafa verið beðnir um að halda sér inni í híbýlum sínum í borginni á meðan yfirvöld...
21.01.2018 - 06:44

Aldrei meiri hætta steðjað að íbúum Amazon

Frans páfi segir frumbyggja á Amazon-svæðinu aldrei hafa verið í jafn mikilli hættu og nú á dögum. Hann krafðist þess að bundinn verði endi á rányrkju timburs, gulls og gastegunda á svæiðnu.
20.01.2018 - 05:22

Fjöldagrafir finnast í Mexíkó

Yfir þrjátíu lík fundust í þremur fjöldagröfum í norðvesturhluta Mexíkó um helgina. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni yfirvalda að níu lík hafi fundist í gröfinni sem fannst fyrst. Samkvæmt heimildum AFP var samanlagt búið að finna 32 lík í...
17.01.2018 - 05:15

Segja páfa ekki hafa gert nóg fyrir fórnarlömb

Frans páfi hlustaði á fórnarlömb kynferðisofbeldis af hálfu kaþólskra presta fyrir luktum dyrum í Santíago, höfuðborg Chile, í dag. Fyrr í dag hlýddu 400 þúsund manns á messu páfa í almenningsgarði í borginni.
17.01.2018 - 04:58

Mannfall í árás á eftirlýstan þyrluflugmann

Margir féllu í árás sérsveitar Venesúelahers á bækistöðvar tiltölulega fámennrar hreyfingar herskárra stjórnarandstæðinga í Venesúela. Árásin beindist að þyrluflugmanninum Oscari Pérez og fylgismönnum hans, en Pérez var eftirlýstur fyrir að hafa...

Mannskæður jarðskjálfti í Perú

Tvær manneskjur létust og 65 slösuðust þegar öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Perú á sunnudag. Ekki er útilokað að fleiri hafi farist í skjálftanum, sem var 7.1 að stærð. Nærri ströndinni hrundi fjöldi íbúðarhúsa, sem byggð eru úr leirsteini....
15.01.2018 - 04:22

Þúsundir mótmæltu í Perú

Þúsundir Perúmanna flykktust út á götur fjölda borga og bæja í gær og kröfðust afsagnar Perúforseta. Ástæðan er náðun forsetans, Pablos Kuczynskis, á forvera hans í embætti, hinum umdeilda Alberto Fujimori. Er þess krafist að náðunin verði ógilt og...
12.01.2018 - 05:30

Snurða á kólumbískum friðarþræði

Juan Manuel Santos Kólumbíuforseti hefur kallað formann samninganefndar sinnar heim frá samningaborðinu í Kító í Ekvador, þar sem friðarviðræður áttu að hefjast á ný í gær við fulltrúa Frelsishers Kólumbíu. Ástæðan er sú, að skömmu eftir að umsamið...
11.01.2018 - 04:52

Assange orðinn Ekvadori

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sem verið hefur í sjálfskipuðu stofufangelsi í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum árum saman, er orðinn ekvadorskur ríkisborgari. Frá þessu er greint í mörgum fjölmiðlum í Ekvador, og samkvæmt heimildarmönnum...

Skjálfti af stærð 7,6 undan strönd Hondúras

Öflugur og tiltölulega grunnur jarðskjálfti, 7,6 að stærð, skók Hondúras og aðliggjandi ríki seint á þriðjudagskvöld að staðartíma. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi nærri Stóru Svanseyju, um 150 kílómetra norður af strönd Hondúras....
10.01.2018 - 04:16

Tugir létust í rútuslysi í Perú

Talið er að yfir fjörutíu hafi látið lífið þegar rúta hrapaði í dag um hundrað metra niður í fjöru 45 kílómetra norðan við Lima, höfuðborg Perú. Slysið varð með þeim hætti að rútan lenti í árekstri við vörubíl og kastaðist við það út af veginum. Um...
02.01.2018 - 20:07

Níu dóu í fangauppreisn og eldsvoða í Brasilíu

Minnst níu létust og fjórtán særðust í fangauppreisn í öryggisfangelsi í Goias-ríki í Brasilíu í dag, nýársdag. Uppreisnin endaði í miklum eldsvoða í fangelsinu og yfir 100 fangar náðu að flýja í uppnáminu sem honum fylgdi. Fangelsisyfirvöld upplýsa...

12 fórust í flugslysi í Kosta Ríka

12 manns fórust þegar lítil farþegaflugvél hrapaði í skógi vöxnu fjalllendi í norðvesturhluta Kosta Ríka í dag. Eldur kom upp í vélinni þegar hún skall til jarðar, skömmu eftir flugtak. Yfirvöld staðfesta að allir sem í vélinni voru, tíu bandarískir...
31.12.2017 - 23:16