Menntamál

Gerir stærðfræðikennslu myndrænni

Hugbúnaðurinn GeoGebra hefur nýst afar vel í stærðfræðikennslu á öllum skólastigum segir dósent við Háskóla Íslands. Kennarar frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndum fjalla nú um reynsluna á ráðstefnu ásamt höfundi hugbúnaðarins. 
14.10.2017 - 12:43

Leggja línurnar fyrir notkun samfélagsmiðla

Hátt í 200 nemendur úr grunnskólum Ísafjarðarbæjar ræddu kosti og galla samfélagsmiðla á nemendaþingi í morgun. Niðurstöður nemendaþings í skólanum verða notaðar til að útbúa einskonar leiðarvísi um notkun samfélagsmiðla og einn nemenda vonar að...
12.10.2017 - 19:44

Drengirnir tveir fá skólavist

Drengjunum tveimur, sem var synjað um skólavist í haust, stendur til boða að hefja nám við Tækniskólann í byrjun næsta mánaðar. Þetta staðfesti aðstoðarmaður menntamálaráðherra í samtali við fréttastofu.
12.10.2017 - 20:00

Ein deild lokuð á dag síðustu sex daga

Á leikskólanum Fífusölum í Kópavogi hefur þurft að loka einni deild á dag undanfarna sex daga sökum manneklu. 111 börn eru á leikskólanum á sex deildum, þannig að börn á öllum deildum hafa nú þurft að vera heima einn dag. „Við höfum ekki lent í...
12.10.2017 - 17:34

Óverjandi að draga úr framlögum til menntamála

Stjórn Kennarasambands Íslands hvetur stjórnmálamenn til að auka framlög til menntakerfisins. Staðhæfingar stjórnmálamanna á tyllidögum um að vilja veg menntakerfisins sem mestan endurspeglist ekki í útgjöldum hins opinbera til menntamála.
11.10.2017 - 11:56

Ókurteisi stjórnmálamanna getur kostað atkvæði

Kurteisi stjórnmálamanna skiptir miklu máli og ómálefnaleg umræða getur kostað atkvæði. En pólitík getur líka verið skemmtileg. Þetta segja nemendur Menntaskólans á Akureyri. Skiptar skoðanir eru um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.

Íhuga að höfða mál vegna fatlaðra drengja

Tveir sextán ára fatlaðir piltar hafa ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust. Lögmaður kannar nú hvort mál verði höfðað á hendur ríkinu vegna þeirra.
08.10.2017 - 12:09

Elísabet tekur við MR – hætt við að ráða í FÁ

Kristján Þór Júlíusson hefur skipað Elísabetu Siemsen nýjan rektor Menntaskólans í Reykjavík frá og með 1. nóvember. Staðan var auglýst 6. júlí, hálfum öðrum mánuði eftir að Yngvi Pétursson tilkynnti á skólaslitum að hann hygðist hætta störfum....
06.10.2017 - 16:06

Hátt í þúsund manns á Menntakviku

Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs og einn af stærstu viðburðum Háskóla Íslands hófst í morgun. 217 fyrirlesarar halda um 220 erindi og búist er við hátt í þúsund áheyrendum.  
06.10.2017 - 12:18

Afleit hugmynd að banna snjalltæki í skólum

Koma þarf snjalltækjum inn í kennslu og það væri afleit hugmynd að banna þau, segir Zachary Walker prófessor við tækniháskóla í Singapúr. Tækin sé komin til að vera og því þurfi að aðlagast fremur en að forðast.
05.10.2017 - 20:53

Færri í námi í framhaldsskólum og háskólum

Námsmenn á skólastigum ofan grunnskóla voru rúmlega þremur prósentum færri haustið 2015 en árið áður. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Námsmönnum í framhaldsskólum fækkaði um 4,4 prósent milli ára og háskólanemum um eitt...
05.10.2017 - 10:21

Tveggja vikna bið eftir lækni óásættanleg

Það er ekki ásættanlegt að fólk þurfi að bíða í allt að tvær vikur eftir að komast til læknis, segir i ályktun aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem lauk í gær. Þar er skorað á heilbrigðisráðherra að auka fjárframlög til...
01.10.2017 - 08:42

Danskur grunnskóli bannar farsíma

Danskur grunnskóli í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að banna nemendum með öllu að nota farsíma í skólanum næsta hálfa árið. Formaður skólastjórnar segir að farsímar dragi úr löngun nemenda til að taka þátt í félagslífi og tala við aðra nemendur.
29.09.2017 - 09:44

Menntamálastofnun skoðar Breiðholtsskóla

Menntamálastofnun metur hvort unnið verði ytra mat á Breiðholtsskóla vegna óánægju foreldra með skólastjórnendur. Forstjóri Menntamálastofnunar segir að tilmæli foreldra um matið séu tekin alvarlega.
25.09.2017 - 12:31

Mótmæla tíðum skiptum stjórnenda

Starfsfólki Fjölbrautaskólans við Ármúla þykir nóg komið af breytingum innan skólans á árinu. Það skorar á Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, að hafa þá stjórnendur sem ráðnir voru til bráðabirgða síðasta vor, við völd út skólaárið.
23.09.2017 - 16:18