Bókmenntagagnrýni

Beittur kjarninn stendur einn eftir

„Í ljóðheimi Kristínar er ekkert eins og maður heldur,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, gagnrýnandi, um nýjustu ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur, Kóngulær í sýningargluggum.

Feykilega magnaður vefur sem glitrar

Kristínu Ómarsdóttur tekst alltaf að koma lesendum sínum á óvart segja gagnrýnendur Kiljunnar, og henni bregst ekki bogalistin í ljóðabókinni Kóngulær í sýningargluggum.

Boðskapardrifin mynd af samtímanum

Gagnrýnendur Kiljunnar segja nýjustu skáldsögu Guðmundar S. Brynjólfssonar vera bráðskemmtilega tíðarandalýsingu. Bókin sé þó helst til of boðskapardrifin og sumum gæti þótt aðalpersónan vera tímaskekkja.

Sprettur fram sem mjög fær höfundur

Smásagnasafnið Smáglæpir er býsna sterkt verk að móti gagnrýnenda Kiljunnar en það er fyrsta bók höfundarins Björns Halldórssonar.

Fyllerí og ofbeldi en líka fegurð og ást

Ljóðabókin Hreistur eftir Bubba Morthens er rökrétt framhald af hans síðustu bók og býr að ríkulegum efniviði og sterku myndmáli, að mati gagnrýnenda Kiljunnar.
05.10.2017 - 10:00

„Hægt að lesa sem sögu ráðvillts flóttamanns“

Skáldsagan Pnín eftir rússneska rithöfundinn Vladimir Nabokov kom út fyrr á árinu í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Nabokov er með merkilegustu höfundum 20. aldarinnar, en hann er langfrægastur fyrir bókina Lólítu.
28.09.2017 - 15:46

„Eins og Sven Hassel að skrifa töfraraunsæi“

Komin er út í þýðingu Ólafar Pétursdóttur skáldsagan Fegurð er sár eftir Eka Kurniawan. Höfundurinn er frá Indónesíu og skrifar bókina á móðurmáli sínu. Sagan er einskonar ættarsaga, skrifuð í anda töfraraunsæis, en í bakgrunni sögu er pólitísk saga...

Ádeilunni skipt út fyrir einlæga viðkvæmni

Steinunn Inga Óttarsdóttir fjallar um nýjustu ljóðabók Bubba Morthens, sem hún segir ekki boða nýjungar í skáldskap en Bubbi hafi lag á að endurnýja sig, þó hörkuleg ímynd hans hafi velkst af lífsins boðaföllum.
07.09.2017 - 14:38

Eiturlyfjaheimurinn með augum barns

Guðrún Baldvinsdóttir, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, er ánægð með nýju forlögin sem bjóða upp á metnaðarfullar bækur í áskrift.

Höfundur fastur í eigin ruglingslega handriti

Bókmenntagagnrýnandi Víðsjár segir góða kafla inn á milli í Musu eftir Sigurð Guðmundsson en heilt yfir reyni hún þó um of á þolinmæði lesenda. Ritstíflan sem bókin fjalli um endurspeglist í textanum sjálfum, sem hökti áfram, flatur og...

Gagnrýni á ímynd karlmennskunnar

„Orðspor er bók sem fjallar um fortíðina og nútímann á sama tíma, hún fjallar um minnið og karlmennsku en umfram allt fjallar hún um endurskoðun á svari manns við grundvallar spurningum lífsins; hver er ég og hvað hef ég lagt af mörkum?“ er meðal...
08.06.2017 - 16:35

Mannsævi sem hliðstæða mannkynssögu

Guðrún Baldvinsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, segir bókina Mannsævi, eftir Robert Seethaler, vera næma og fallega sögu sem sitji í lesandanum eftir lesturinn, þótt erfitt sé að henda reiður á hvað veldur.

Sögumaður sem þegir

„Þetta er margfalt stærri bók en hún lítur út fyrir að vera og ágeng eftir því. Allt sem þögnin leynir brýst fram í meitluðum, viðkvæmnislegum stíl,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, um bókina Velkomin til Ameríku...

Ótal hugmyndir og söguþræðir

Guðrún Baldvinsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, segir Móðurhug eftir Kára Tulinius vera uppfulla af pælingum og þráðum, sem hugsanlega hefðu þurft meira pláss til að komast til skila.
05.04.2017 - 15:27

Einarður ljóðabálkur um ást og ummyndun

Gagnrýnandi Víðsjár segir nýja ljóðabók Soffíu Bjarnadóttur vera einarðan og kröftugan ljóðabálk, um ást, sársauka og ummyndun á öllum tímum. „Í bókarlok hefur vakning átt sér stað og endurfæðing orðið.“
21.03.2017 - 15:45