Landbúnaðarmál

Nautum sem átu kjötmjöl fargað í þessum mánuði

Forstjóri Matvælastofnunar segir skort á aðstöðu, vangetu sláturhúsa til að taka við nautgripum og ósk bónda um að fresta förgun fram yfir dómsmál - ástæðurnar fyrir því að níu mánuði hafi tekið að farga nautgripum sem stofnunin úrskurðaði fyrir níu...
13.01.2018 - 15:56

Tekjulaus í 9 mánuði vegna aðgerðarleysis

Nautgripabóndi á Suðurlandi hefur verið tekjulaus í níu mánuði frá því Matvælastofnun bannaði honum að slátra nautum sem talið er að hafi komist í kjötmjöl. Atvinnuvegaráðuneytið úrskurðaði að farga ætti dýrunum en það hefur ekki enn verið gert. 
10.01.2018 - 19:05

Viðhalda stofni íslensku forystukindarinnar

Vaxandi áhugi er hjá sauðfjárbændum á að rækta íslenskt forystufé. Bændur telja mikilvægt að viðhalda þessum stofni kinda sem er einstakur á heimsvísu.
07.01.2018 - 19:01

„Þá verður alltaf einhver óánægður“

Mikil gagnrýni hefur komið frá sauðfjárbændum á það hvernig greiðslum ríkisins vegna vanda í sauðfjárrækt er úthlutað. Talsmaður bænda í Þingeyjarsýslu segir aldrei hægt að gera svo öllum líki. Aðstæður bænda geti verið gerólíkar milli búa.
03.01.2018 - 18:20

Aukin sala á rauðkáli

Margir sem ætluðu að kaupa ferskt rauðkál á aðfangadag gripu í tómt, en víða á höfuðborgarsvæðinu var það uppurið. Gunnar Þorgeirsson formaður Sambands garðyrkjubænda segir framleiðsluna svipaða í fyrra en neysluna mun meiri, sem skýrist af breyttum...
26.12.2017 - 12:32

Segir tillögu landbúnaðarráðherra stórgallaða

Fyrrverandi formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir að í frumvarpi til fjáraukalaga sé tillaga að fjárframlögum til bænda stórgölluð. Mikil mismunun felist í hugmyndum landbúnaðarráðherra sem fari í engu eftir því sem landssambandið leggi til.
22.12.2017 - 14:08

Riðuveiki staðfest á bæ í Svarfaðardal

Riða hefur verið staðfest í sauðfé á bænum Urðum í Svarfaðardal. Riða hefur ekki greinst í Svarfaðardal í átta ár og formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar segir að þetta sé mikið áfall. Allt fé á Urðum verður skorið.
18.12.2017 - 13:59

Nýlendustefna í kaffiframleiðslu

Kaffidrykkja á Vesturlöndum hefur aukist og breyst umtalsvert á undanförnum tveimur til þremur áratugum. Ný kaffimenning hefur komið sér vel fyrir kaffiáhugafólk.
05.12.2017 - 15:35

Tófur særðu fjölda kinda á bæ í Fitjárdal

Tófur réðust á kindahóp í Fitjárdal í Húnavatnssýslu og bitu sumar þeirra mjög illa. Aflífa þurfti þrjár kindur strax og hugsanlega þarf að lóga fleirum. Áður hefur orðið vart við dýrbít heima við bæi í Fitjárdal.
28.11.2017 - 16:51

„Raunveruleg hætta á að byggð fari að bresta“

Formaður Byggðarráðs Norðuþings segir að það verði að taka alvarlega þá stöðu sem uppi er í sauðfjárrækt og tengdri starfsemi. Fjöldi starfa í sveitarfélaginu sé í hættu og byggð geti farið að bresta ef ekkert verði að gert. 
28.11.2017 - 10:00

Sektaður fyrir bjórúrgang og laus naut

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi bónda til sektargreiðslu fyrr í mánuðinum. Nágrannar mannsins höfðu kvartað undan því að nautgripir og hestar slyppu iðulega út af jörð hans og að auki hafði maðurinn ítrekað keyrt um vegi með úrgang sem lak...
26.11.2017 - 09:16

Norðlenska: Afurðaverð ekki hækkað að óbreyttu

Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að breyta afurðaverði til bænda. Sauðfjárþáttur fyrirtækisins sé rekinn með tapi og það þurfi að breytast eigi verð að hækka. Fjöldi sauðfjárbænda hefur krafið fyrirtækið um...
15.11.2017 - 14:47

Krefjast þess að Norðlenska hækki afurðaverðið

Fjöldi sauðfjárbænda á Norður- og Austurlandi krefst þess að Norðlenska hækki þegar í stað verð fyrir afurðir í nýliðinni sláturtíð. Bændurnir segja að forsendur, sem fyrirtækið gaf fyrir lækkun, standist ekki. Afleiðingarnar séu grafalvarlegar...
07.11.2017 - 13:21

Smjörskortur í Frakklandi

Franskir kokkar eru frægir fyrir að vera ósparir á smjörið og því ekki nema von að menn barmi sér þegar tómar smjörhillur blasa við í matvöruverslunum ekki síst vegna þess hve sólgnir Austurlandabúar og þá helst Kínverjar eru orðnir í smjör.
28.10.2017 - 15:38

Landbúnaðarkerfið þjónar eiginlega engum

Það verður að stytta virðiskeðju matvælaframleiðslunnar, fækka milliliðum, og sjá til þess að bændur beri meira úr býtum við framleiðsluna, sagði Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups á Morgunvaktinni. „Við þurfum bændur til...
23.10.2017 - 11:48