Körfubolti

Helena bikarmeistari í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, varð um helgina bikarmeistari í Slóvakíu með liði sínu Good Angels Kosice eftur nauman sigur á Piestanske Cajky í bikarúrslitaleiknum, 62-61. Helena skoraði 2 stig í leiknum.
22.01.2018 - 10:58

Haukar unnu í Hólminum eftir framlengingu

Haukar unnu í dag tveggja stiga sigur á Snæfelli, 79-77 þegar liðin mættust í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 66-66 en í framlengingunni skoruðu Haukar tveimur stigum meira en heimakonur í Snæfelli og unnu...
21.01.2018 - 16:53

Ójafn leikur í grannaslag í Grindavík

Grindavík og Keflavík leiddu saman hesta sína í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld. Býsna miklu munaði í liðunum.
19.01.2018 - 21:32

Stigaveisla að Hlíðarenda

Valur og Höttur mættust í kvöld í Dominosdeild karla í körfubolta. 196 stig skoruðu liðin samtals.
19.01.2018 - 20:54

ÍR-ingar einir á toppnum

ÍR trónir eitt á toppi Dominosdeildar karla í körfubolta eftir verðskuldaðan sigur á KR í toppslag 14. umferðar, 87-78. ÍR er með 22 stig, tveimur stigum á undan KR, Haukum og Tindastóli sem koma jöfn að stigum á eftir.
18.01.2018 - 21:43

Keflavík skrefi nær toppnum

Nýkrýndir bikarmeistarar í kvennaliði Keflavíkur í körfubolta skelltu toppliði úrvalsdeildarinnar, Val, á heimavelli í kvöld 82-71. Þar með minnkaði munurinn á milli liðanna niður í tvö stig. Haukar unnu Njarðvík 87-55 og eru með jafnmörg stig og...
17.01.2018 - 22:06

Warriors lögðu LeBron og félaga

Golden State Warriors vann 10 stiga sigur á Cleveland Cavaliers í stórleik næturinnar í NBA-deildinni, lokatölur 118-108 en liðin hafa mæst í úrslitum deildarinnar síðustu þrjú ár. Önnur úrslit næturinnar má sjá neðst í fréttinni.
16.01.2018 - 14:36

Ari Gunnarsson tekinn við í Borgarnesi

Ari Gunnarsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá kvennaliði Skallagríms í körfuknattleik en hann mun stýra liðinu út leiktíðina. Ari tekur við af Ricardo González Dávila sem fékk að taka pokann sinn eftir tap Skallagríms gegn Njarðvík í...
16.01.2018 - 13:55

Þjálfari Skallagríms rekinn

Ricardo Gonzáles Dávila þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta hefur verið látinn taka pokann sinn. Spánverjinn hefur mátt þola nokkra gagnrýni eftir að Skallagrímur tapaði fyrir Njarðvík í undanúrslitum bikarkeppninnar á fimmtudaginn. Hann...
14.01.2018 - 15:34
Mynd með færslu

Bikarúrslitaleikir yngri flokka í körfubolta

Bikarúrslitaleikir yngri flokka í körfubolta eru leiknir í Laugardalshöll í dag. RÚV sýnir beint frá leikjum Keflavíkur og KR í stúlknaflokki klukkan 12:10 og leik ÍR og Breiðabliks í unglingaflokki karla klukkan 14:35.
14.01.2018 - 12:05

Keflavík bikarmeistari í 15. sinn - Viðtöl

Keflavík varð í dag bikarmeistari í 15. sinn er liðið vann 11 stiga sigur á Njarðvík í úrslitum Maltbikarsins, lokatölur 74-63. Er þetta annað árið í röð sem Keflavík hampar titlinum.
13.01.2018 - 18:52

Keflavík er bikarmeistari 2018

Keflavík vann í dag 11 stiga sigur á Njarðvík í úrslitum Maltbikarsins en Keflavík hefur nú unnið 15. bikarmeistaratitla. Eftir jafnan leik þá stungu Keflvíkingar endanlega af undir lokin og lokatölur því 74-63 Keflavík í vil.
13.01.2018 - 18:09

Verður Þjóðhátíð á Króknum - Viðtöl og myndir

Það má reikna með sannkallaðri Þjóðhátíðarstemningu á Suðarkróki sem og Skagafirðinum öllum í kvöld en Tindastóll hreinlega valtaði yfir KR í úrslitum Maltbikars karla nú rétt í þessu. Hér að neðan má sjá viðtöl við leikmenn og þjálfara liðsins sem...
13.01.2018 - 16:12
Mynd með færslu

Suðurnesjaslagur í úrslitum Maltbikarsins

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar í Keflavík mæta Njarðvík í úrslitum Maltbikarsins nú klukkan 16:30 í Laugardalshöllinni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV sem og hér á vef okkar.
13.01.2018 - 15:40

Tindastóll er bikarmeistari 2018

Tindastóll varð í dag bikarmeistari karla í körfubolta en liðið hreinlega valtaði yfir KR sem hafa unnið bikarinn síðustu tvö ár. Tindastóll byrjaði leikinn frábærlega og vann á leikinn á endanum með 27 stiga mun, lokatölur 96-69 Tindastól í vil og...
13.01.2018 - 15:21