Kjaramál

Vilja ekki vera bundin í skólanum allan daginn

Kennarar eru ósáttir við að þurfa að vera allan vinnudaginn í skólanum, eins og samið var um í síðasta kjarasamningi. Því er ein helsta krafa þeirra nú að horfið verði frá þessari auknu viðveruskyldu. Þetta segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir,...
22.01.2018 - 21:27

VR skoðar úrsögn úr ASÍ

Formaður VR segir að forseti ASÍ njóti ekki trausts í baklandi félagsins. Sambandið hafi sett mál á oddinn sem séu á skjön við hagsmuni félagsmanna VR. Til skoðunar er hvort félagið eigi að gera breytingar á sambandsaðild sinni, mögulega með úrsögn...
22.01.2018 - 12:19

Enginn fundur boðaður í kjaradeilu Icelandair

Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Tæpar tvær vikur eru frá síðasta fundi. Óformlegar viðræður hafa þó átt sér stað á milli deiluaðila.
21.01.2018 - 11:22

„Gæti alveg orðið erfitt ár á vinnumarkaði“

Ófriðurinn um ákvarðanir Kjararáðs hefur verið óbærilegur, segir formaður BSRB, sem vonar að nýskipaður starfshópur um Kjararáð komist að sameiginlegri niðurstöðu um endurskoðun fyrirkomulagsins. Formaður Sambands sveitarfélaga óttast að árið á...
20.01.2018 - 13:00

Telja þrjár vikur duga Kjararáðshópnum

Forystumenn ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda telja að þrjár vikur ættu að duga nýskipuðum starfshópi sem ætlað er að endurskoða fyrirkomulag Kjararáðs. Hópurinn hefur til 10. febrúar til að ljúka vinnu sinni. „Við erum auðvitað að reyna að vinna...
19.01.2018 - 19:48

Mættu ekki á sáttafund í kjaradeilu

Fulltrúar Primera Air mættu ekki á sáttafund með fulltrúum Flugfreyjufélags Íslands í gær. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins. Þetta var í fjórða sinn er fulltrúar Primera Air mæta ekki á boðaða sáttafundi í kjaradeilu flugþjóna.
18.01.2018 - 06:29

Góður gangur í kjaraviðræðum

Góður gangur er í samningaviðræðum framhaldsskólakennara og stjórnenda framhaldsskólanna við Samninganefnd ríkisins segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
16.01.2018 - 22:37

Skoða hvaða sátt gæti náðst á vinnumarkaði

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og vinnumarkaðarins þinguðu í dag um stöðuna á vinnumarkaði. Ljóst er að áhrif úrskurða Kjararáðs vega þar þungt.
10.01.2018 - 19:39

Fundalota stjórnvalda og vinnumarkaðar

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag, en stjórnvöld hafa sagt að eitt af stærstu verkefnum ríkisstjórnarinnar sé hvernig hægt verði að ná sátt á vinnumarkaði.
10.01.2018 - 12:25

Kjaradeila flugmanna „á viðkvæmu stigi“

Kjaradeila flugmanna hjá Icelandair er á viðkvæmu stigi. Þetta segja bæði ríkissáttasemjari og forsvarsmenn samninganefndar flugmanna. Fyrsti fundur í deilunni síðan í nóvember var í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður.
09.01.2018 - 18:00

Laun þingmanna og embættismanna á Norðurlöndum

Ákvörðun um laun kjörinna fulltrúa og embættismanna er nokkuð öðruvísi farið í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en hér á landi. Í öllum þessum löndum eru laun þingmanna ákveðin sérstaklega og mismunandi aðferðum beitt við að launasetja embættismenn.
05.01.2018 - 11:35

Mestu hópuppsagnir frá 2011

Fleira fólk missti vinnuna í hópuppsögnum í fyrra en gerst hafði á einu ári síðan 2011. Nær tveir af hverjum fimm sem sagt var upp í hópuppsögnum í fyrra störfuðu í fiskvinnslu.

Lítið svigrúm til launahækkana

Fjármálaráðherra segir að lítið svigrúm sé til að hækka laun í landinu. Forseti ASÍ sagði eftir fund með stjórnvöldum í dag að almenningur sætti sig ekki við minni hækkanir en æðstu stjórnendur hins opinbera.
29.12.2017 - 18:23

Fátækt ólíðandi og óþolandi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það sé þjóðarskömm að þúsundir Íslendinga skuli búa við fátækt. Þetta kom fram á Alþingi við upphaf umræðu um fátækt á Íslandi sem Inga Sæland var málshefjandi að.
28.12.2017 - 15:23

Flugvirkjar samþykktu kjarasamninginn

Flugvirkjar hjá Icelandair samþykktu kjarasamning Flugvirkjafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins með rúmlega 70 prósentum atkvæða. Atkvæðagreiðslu lauk í hádeginu í dag. Samningar náðust 19. desember eftir tveggja daga verkfall flugvirkja....
28.12.2017 - 14:06