Innlent

Rafmagn komið á fyrir austan

Rafmagnslaust varð á Héraði og og víðar á Austurlandi á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá Landneti er rafmagn aftur komið á víðast hvar. Bilun varð á spennistöðum í Eyvindará og Stuðlum.
23.11.2017 - 23:53

Á að hafa hlutast til í kynferðisbrotamáli

Forstjóri Barnaverndarstofu er borinn þungum sökum í kvörtunum barnaverndarnefnda  til félagsmálaráðuneytisins. Hann er meðal annars sakaður um að hafa hlutast til um í máli föður, sem grunaður var um kynferðisbrot gegn börnum sínum.
23.11.2017 - 22:09

Sjö og hálfur milljarður í hús og viðgerðir

Heildarkostnaður Orkuveitunnar við að kaupa og gera við höfuðstöðvar fyrirtækisins verður um sjö og hálfur milljarður króna, sem er álíka og kostar að byggja nýjar höfuðstöðvar. Það er þó talinn hagkvæmasti kosturinn í stöðunni. 
23.11.2017 - 21:51

Margir í vandræðum í vondu veðri

Líklegt er að Héðinsfirði, á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, verði lokað. Þar er mjög þungfært. Þá fór bíll út af veginum við Hrútafjarðarháls, björgunarsveitin í Húnavatnssýslu er á leiðinni á vettvang. Þar er blint og mikil hálka samkvæmt...
23.11.2017 - 21:21

Dómur MDE tækifæri til að afnema Landsdóm

Formenn þeirra stjórnmálaflokka sem nú reyna að mynda ríkisstjórn vilja nýta niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Geirs Haarde til að gera róttæktar breytingar á lögum um ráðherraábyrgð og landsdóm.
23.11.2017 - 21:30

Mengum of mikið þrátt fyrir græna orkugjafa

Kolefnisfótspor Íslands er stórt þrátt fyrir að meirihluti þeirrar orku sem Íslendingar nota komi frá endurnýtanlegum orkugjöfum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu á kolefnisfótspori Íslands sem birtist fyrr í þessum mánuði og er talið til marks um...
23.11.2017 - 20:28

Sendiherrakapall framundan

Nokkrar breytingar verða í utanríkisþjónustunni um áramót. Sumir sendiherrar færast til milli landa, aðrir koma aftur til starfa í Utanríkiráðuneytinu og enn aðrir fara þaðan til starfa erlendis.
23.11.2017 - 20:24

Ríkisstjórn í næstu viku?

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar gæti tekið við í lok næstu viku ef flokksstofnanir samþykkja þann málefnasamning sem formennirnir hafa lagt drög að. Stefnt er að því að leggja fram nýtt fjárlagafrumvarp þegar þing kemur...
23.11.2017 - 20:20

Hörð gagnrýni á Braga á borði ráðuneytisins

Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu saka Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, um óeðlileg afskipti af barnaverndarmálum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar, í formlegum kvörtunum sem komnar eru á borð félagsmálaráðherra....
23.11.2017 - 19:06

„Menn eru frekar pirraðir við okkur”

Vetur konungur hélt áfram að minna hressilega á sig á Norður- og Austurlandi í dag. Snjómokstursmenn lögðu götur Akureyrar undir sig um tíma til að létta ökumönnum aksturinn með tilheyrandi töfum og sagðist starfsmaður Akureyrarbæjar hafa orðið var...
23.11.2017 - 19:00

Hlýnun jarðar gæti aukið eldvirkni á Íslandi

Vísindamenn við Háskólann í Leeds telja líklegt að eldvirkni á Íslandi aukist vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem tíðni eldgosa á Íslandi var borin saman við sögulega jökulþekju á landinu.
23.11.2017 - 18:35

Fjöldi ábendinga um vændi á Íslandi

Vændi er að aukast verulega á Íslandi. Par var úrskurðað í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á skipulagðri vændisstarfsemi í Reykjavík. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn gangi vel en að...
23.11.2017 - 18:09

Muna ekki eftir að hafa slegið 4 ára dreng

Tveir menn, sem grunaðir eru um fólskulega árás á fjögurra ára dreng í gær, báru við minnisleysi við yfirheyrslur hjá lögreglu í dag. 
23.11.2017 - 18:05

Snjóflóðaeftirlitsmenn fylgjast grannt með

Ekkert lát er á óveðrinu sem geisar nú víða um land. Holtavörðuheiði er enn lokuð og má búast við snjóflóðum í fjalllendi á Norðurlandi í nótt og á morgun.  
23.11.2017 - 17:55

Fá viðbótarmat í Vatnsendamálinu

Dómstólar hafa fallist á viðbótarmatsbeiðni erfingja Sigurðar Hjaltested í Vatnsendamálinu svokallaða. Þeir höfðu óskað eftir því að matsspurningum um verðmæti „takmarkaðra og kvaðabundinna afnotaréttinda" Vatnsendajarðarinnar yrði bætt við...
23.11.2017 - 17:50