Kosningar 2018

Kosningar til sveitarstjórna fara fram laugardaginn 26. maí 2018.

74 sveitarfélög eru á landinu. Í nokkrum sveitarfélögum hefur verið tekið ákvörðun um sameiningu. 

Sarpurinn

Mynd með færslu

ÓL 2018: Krulla karla

24/02/2018 - 10:20
Mynd með færslu

Krakkafréttir vikunnar

Krakkafréttir vikunnar
24/02/2018 - 10:00
Mynd með færslu

Alvin og íkornarnir

Alvinnn!!! & The Chipmunks
24/02/2018 - 09:49
Mynd með færslu

Flakk

Flakk um Landsbókasafn Háskólabókasafn 2. þáttur
24/02/2018 - 15:00
Mynd með færslu

Verðandi

Seinni þáttur
24/02/2018 - 14:00
Mynd með færslu

Gestaboð

24/02/2018 - 13:00
Mynd með færslu

Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. febrúar 2018
24/02/2018 - 12:20
Mynd með færslu

Óvirkir morgnar

Tuttugasti og fyrsti þáttur
24/02/2018 - 09:03
Mynd með færslu

Fréttir

24/02/2018 - 09:00
Mynd með færslu

Krakkafréttir vikunnar

Krakkafréttir vikunnar
24/02/2018 - 10:00
Mynd með færslu

Alvin og íkornarnir

Alvinnn!!! & The Chipmunks
24/02/2018 - 09:49
Mynd með færslu

Djúpið

The Deep
24/02/2018 - 09:27

Fréttir

Listi Samfylkingar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann. Hann varð efstur í flokksvali sem var haldið fyrr í mánuðinum.

Uppstillingarvald í fárra höndum

Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, sem kynntur var í gærkvöld. Hún segir að góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hafi...

Listi Framsóknarflokks í Reykjanesbæ tilbúinn

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor var samþykktur á félagsfundi í gær. Listann skipa 11 karlar og 11 konur. Frambjóðendur eru eftirfarandi:

Vinstri græn kjósa um forystu í Reykjavík

Kosið verður á morgun í efstu fimm sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Í tilkynningu frá flokknum segir að valið verði leiðbeinandi og að kjörnefnd leggi endanlegan lista 46 frambjóðenda fyrir félagsfund...

Ingvar leiðir lista Framsóknar í Reykjavík

Ingvar Mar Jónsson, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, leiðir lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Listi flokksins var kynntur í kvöld.

Ný andlit á framboðslista Sjálfstæðismanna

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á fundi sínum framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Aðeins einn sitjandi borgarfulltrúi er á listanum. Það er Marta Guðjónsdóttir sem tók sæti í...

Pawel gefur kost á sér í Reykjavík

Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Hann greinir frá þessu á Facebook. Uppstillingarnefnd flokksins er að störfum.
22.02.2018 - 16:41

Viðreisn stefnir á framboð á 11 stöðum

Viðreisn stefnir að því að bjóða fram í Reykjavík og á tíu öðrum stöðum í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Flokkurinn auglýsti eftir fólki til framboðs um helgina.

Formaður kjörnefndar: Maður kemur í manns stað

„Segir ekki í einhverjum málshættinum: Maður kemur í manns stað?“ segir Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um tillögu að framboðslista sem afgreidd var á fundi nefndarinnar í gær. Hart var tekist á um...

Sósíalistar undirbúa framboð í Reykjavík

Ákveðið var á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands í dag að framkvæmdastjórn flokksins skyldi undirbúa framboð Sósíalista við borgarstjórnarkosningar í vor. Einnig á að skoða möguleika á framboðum í öðrum sveitarfélögum.

Sætta sig ekki við einn utankjörfundarstað

Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) sættir sig ekki við það að sýslumaður ætli aðeins að halda úti einum kjörstað við utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sjö sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins fyrir kosningarnar í vor. Reykjavíkurborg...

Listi Sjálfstæðisflokks á Akureyri tilbúinn

Tillaga kjörnefndar að skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var samþykkt á fundi fulltrúaráðs flokksins í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu kjörnefndar.

Framboð víða í undirbúningi

Flokkur fólksins, Píratar, Viðreisn, Miðflokkur, Alþýðufylkingin, Björt framtíð og Íslenska þjóðfylkingin eru þeir flokkar sem stofnaðir hafa verið á undanförnum árum og ætla að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Ákveðið verður á næstu...

Hringtorg með göngum í stað umferðarljósa

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, vill að hringtorg með litlum göngum leysi umferðarljós af hólmi á þeim gatnamótum í borginni sem séu helstu flöskuhálsarnir í umferðinni.

Undirbúa framboð víða um land

Stefnt er að því að Miðflokkurinn bjóði fram víða um land í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Nú er verið að kanna jarðveginn, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins. Ákveðið hefur...