Ísland á HM

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi með 2-0 sigri á Kósóvó á heimavelli. Ísland er fámennasta þjóðin sem tryggt hefur sér sæti í lokakeppninni í 87 ára sögu heimsmeistaramótsins. Ísland varð efst í sterkum I-riðli í forkeppni HM og fylgdi þar með eftir góðum árangri sínum í Evrópukeppninni í fótbolta í Frakklandi 2016 þar sem liðið kom öllum á óvart og komst í fjórðungsúrslit.

Sarpurinn

Mynd með færslu

Ronja ræningjadóttir

Ronja
24/02/2018 - 09:03
Mynd með færslu

Mói

Mouk
24/02/2018 - 08:52
Mynd með færslu

Rán og Sævar

Pirata & Capitano
24/02/2018 - 08:41
Mynd með færslu

Fréttir

24/02/2018 - 09:00
Mynd með færslu

Morgunfréttir

24/02/2018 - 08:00
Mynd með færslu

Morguntónar

24/02/2018 - 06:03
Mynd með færslu

Ronja ræningjadóttir

Ronja
24/02/2018 - 09:03
Mynd með færslu

Mói

Mouk
24/02/2018 - 08:52
Mynd með færslu

Rán og Sævar

Pirata & Capitano
24/02/2018 - 08:41

Fréttir

Heimir: Hef ekkert heyrt frá Skotum

Breska dagblaðið The Times greinir frá því í dag að skoska knattspyrnusambandið hafi hug á því að ráða Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í starf landsliðsþjálfara Skota.
26.01.2018 - 13:40

KSÍ býður hluta Tólfunnar til Rússlands

Á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands í gær var samþykkt að sambandið myndi styrkja Tólfuna, stuðningsmannasveit Íslands, vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi næsta sumar.
10.01.2018 - 16:58

Björn Bergmann til Rostov

Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur verið seldur frá norska liðinu Molde til Rostov í Rússlandi. Þar hittir hann fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ragnar Sigurðsson. Heimasíða Molde greinir frá þessu í dag.
05.01.2018 - 16:12

Bann Guerrero stytt - verður með á HM

Fyrirliði og markahæsti leikmaður perúska landsliðsins í fótbolta, Paolo Guerrero, verður með á HM í Rússlandi í sumar. Eins árs leikbann hans var í dag stytt í 6 mánuði.
20.12.2017 - 21:38

Guerrero í árs bann - áfall fyrir Perú á HM

Perúski fótboltamaðurinn Paolo Guerrero hefur verið dæmdur í eins árs keppnisbann af aganefnd FIFA. Hann féll á lyfjaprófi eftir leik Perú og Argentínu í forkeppni HM í október og missir nú af HM í Rússlandi.
08.12.2017 - 13:13

Kolbeinn stefnir á að snúa aftur í febrúar

Nú virðist loksins sjá fyrir endann á langvarandi og erfiðum hnémeiðslum knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar. Kolbeinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í ágúst á síðasta ári og framtíð hans sem atvinnumaður í fótbolta hefur verið í hættu.
05.12.2017 - 12:58

Hægt að sækja um miða á HM í dag

Klukkan níu fyrir hádegi hefst önnur umferðin í miðasölu á HM, ef svo má að orði komast, þegar ríkisborgarar þátttökuþjóða geta byrjað að sækja um miða á leiki sinna manna í keppninni á miðasöluvef FIFA. 3.200 miðar eru í boði fyrir Íslendinga, að...
05.12.2017 - 05:30

Miðasala á HM hefst aftur hjá FIFA á morgun

Miðasala á leiki heimsmeistaramóts karla í fótbolta í Rússlandi næsta sumar hefst aftur á miðasöluvef FIFA á morgun. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, leggur sérstaka áherslu á að ekki er um „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag að ræða heldur...
04.12.2017 - 14:34

Ekki hættulegra í Rússlandi en Frakklandi

Það ætti ekki að vera hættulegra að ferðast til Rússlands á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar en til Frakklands á Evrópumótið í fyrrasumar. Þetta segir Víðir Reynisson, lögreglumaður og öryggisstjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann er...
04.12.2017 - 09:35

Engin vegabréfsáritun og frítt að ferðast

Íslendingar sem ætla á HM í fótbolta í Rússlandi geta ferðast frítt með lest á milli keppnisborganna þriggja, Moskvu, Volgograd og Rostov við Don.
03.12.2017 - 19:40

Fyrrum aðstoðarmaður Lars aðstoðar Ísland

Hinn sænski Roland Andersson, fyrrum leikgreinandi Lars Lagerback hjá sænska, nígeríska og íslenska landsliðinu, mun að öllum líkindum vera Íslandi innan handar í undirbúningi liðsins fyrir HM í Rússlandi næsta sumar.
03.12.2017 - 14:34

„Sprungu af gleði“ er Ísland fékk Argentínu

Þrír stuðningsmenn argentínska landsliðsins duttu heldur betur í lukkupottinn þegar Íslands dróst í D-riðil með Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Þá hafði dreymt um að fylgja argentínska landsliðinu á HM en þegar þeir reyndu að...
02.12.2017 - 13:05

Eiður hefur leikið með öllum fyrirliðunum

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea, Barcelona, Tottenham Hotspur og íslenska landsliðsins, hefur leikið með fyrirliðum öllum liðanna sem eru með Íslandi í D-riðli á HM í Rússlandi næsta sumar. Þetta kom fram í þættinum Vikan með Gísla...
02.12.2017 - 13:03

Mótherjar Íslands: Króatía

Sumarið 2018 mun íslenska landsliðið í knattspyrnu taka þátt á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Síðasti leikur Íslands í D-riðli fer fram í Rostov en þar mætir íslenska liðið því króatíska, enn og aftur.
01.12.2017 - 19:43

Mótherjar Íslands: Nígería

Sumarið 2018 mun íslenska landsliðið í knattspyrnu taka þátt á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Eftir að hafa mætt Argentínu þann 16. júní mun Ísland spila gegn Nígeríu í Volgograd þann 22. júní. Hér að neðan er farið lauslega yfir leið Nígeríu á HM,...
01.12.2017 - 20:15