RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Nýr RÚV-spilari í opnum prófunum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
RÚV hefur þróað nýjan spilara sem mun brátt leysa Sarpinn af hólmi. Með honum svörum við þörfum nútímans um hraða og örugga miðlun efnis auk þess sem færi gefst á að miðla meira efni en áður.

Með nýrri flokkun komum við til móts við þá sem vilja horfa eða hlusta á efni í ólínulegri dagskrá. Slík miðlun er mikilvægur hluti af starfsemi RÚV og í samræmi við stefnu til ársins 2021.

Til að byrja með er aðeins sjónvarpsspilarinn í opnum prófunum en bæði útvarps- og KrakkaRÚVspilarar munu fylgja í kjölfarið. Spilararnir fara fljótlega í opinbera dreifingu en verða áfram í þróun til að mæta áskorunum í stafrænni framtíð. RÚV þarf eins og aðrir almannaþjónustumiðlar að vera sveigjanlegur og mæta fólki á þeim vettvangi sem það notar hverju sinni.

Við hvetjum alla til að skoða nýja spilarann og senda okkur ábendingar, lof eða last. Við hlökkum til framtíðarinnar og spennandi verkefna í breyttum heimi.

 

09.02.2018 kl.11:16
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni, númiðlun, nýmiðlun, Sarpurinn, sjónvarpsspilari, Spilarinn