RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Lögin í Söngvakeppninni 2018

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2018. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina sem verður með svipuðu sniði og í fyrra. Hægt er að hlusta á íslenskar og enskar útgáfur laganna á Söngvakeppnin.is en lögin verða líka aðgengileg á Youtube, Spotify og Tónlist.is.

Undanúrslitin fara fram í Háskólabíói, laugardagana 10. og 17. febrúar. Úrslitakvöldið verður haldið með pomp og prakt í Laugardalshöll 3. mars en, eins og sl. ár mun erlend Eurovision-stjarna stíga þar á svið. Keppnirnar þrjár verða sýndar í beinni útsendingu á RÚV.

Lögin verða flutt á íslensku í undanúrslitum, sex lög keppa hvort kvöld. Þau þrjú lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort undankvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Því keppa sex lög til úrslita í Söngvakeppninni í Laugardalshöll 3. mars. RÚV hefur þó heimild til að bæta auka lagi, svokölluðum svartapétri, í úrslitin. Líkt og síðustu ár býðst almenningi að kaupa miða á viðburðina og hefst miðasala þriðjudaginn 30. janúar kl. 12.00 á tix.is.​ Kynnir keppninnar í ár er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en hún er einnig í framkvæmdastjórn keppninnar eins og síðastliðin ár.

Sigurlag Söngvakeppninnar verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Lissabon í Portúgal dagana 8., 10. og 12. maí. Stórskotalið úr íslensku tónlistarsenunni í bland við spennandi nýstirni flytur lögin tólf í ár. Hér má grein fréttastofu um höfunda og flytjendur laganna tólf.

 

Söngvakeppnin 2018

Upplýsingar um höfunda og flytjendur.

Lag: Golddigger / Gold Digger

Höfundar lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman

Höfundur íslensks texta: Valgeir Magnússon

Höfundar ensks texta: Valgeir Magnússon og Tara Nabavi

Flytjandi/Flytjendur:  Aron Hannes

Útsetning: Oskar Nyman Joel Isaksson og Sveinn Rúnar Sigurðsson

Stjórn upptöku: Oskar Nyman

Upptökumaður: Oskar Nyman  

Hljóðblöndun: Aryan Marzban

Hljómjöfnun: Sören von Malmborg

Hljóðver: The Terrace í Stokkhólmi

Lag: Hér með þér / Here for you

Höfundar lags og texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Höfundar ensks texta:  Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason

Flytjendur: Áttan - Egill Ploder Ottósson og Sonja Rut Valdin

Útsetning: Arnar Ingi Ingason

Stjórn upptöku: Arnar Ingi Ingason

Upptökumaður: Arnar Ingi Ingason

Hljóðblöndun: Sæþór Kristjánsson

Hljómjöfnun: Friðfinnur "Oculus" Sigurðsson

Hljóðver: 101derland

Aðrir sem komu að upptökunni: Sigurbjartur Sturla Atlason

Lag: Heim / Our Choice

Höfundur lags og texta:  Þórunn Erna Clausen

Höfundur ensks texta:  Þórunn Clausen

Flytjandi/flytjendur: Ari Ólafsson

Útsetning: Vignir Snær Vigfússon

Útsetning strengja: Vignir Snær Vigfússon

Upptökumaður: Vignir Snær Vigfússon

Hljóðblöndun: Arnþór Örlygsson

Hljómjöfnun: Arnþór Örlygsson

Hljóðver: Stúdíó Vignis Snæs Vigfússonar Eyjaslóð

Lag: Aldrei gefast upp / Battleline

Höfundar lags: Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Michael James Down og Primoz Poglajen

Höfundar íslensks texta: Þórunn Erna Clausen og Jonas Gladnikoff

Höfundar ensks texta: Jonas Gladnikoff og Þórunn Erna Clausen

Flytjendur:  Fókus hópurinn: Sigurjón Örn Böðvarsson, Rósa Björg Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Karitas Harpa Davíðsdóttir og Eiríkur Þór Hafdal

Útsetning: Jonas Gladnikoff

Raddútsetning:  Ingvar Alfreðsson

Stjórn upptöku: Stefán Örn Gunnlaugsson

Upptökumaður: Stefán Örn Gunnlaugsson

Hljóðblöndun: Tobias Grenholm

Hljómjöfnun: Tobias Grenholm

Hljóðver: Stúdíó Bambus

Aðrir sem komu að upptökunni: Niklas Hast

Lag: Í stormi / Saviour

Höfundur lags: Júlí Heiðar Halldórsson

Höfundar íslensks texta: Júlí Heiðar Halldórsson og Þórunn Erna Clausen

Höfundar ensks texta: Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson

Flytjandi: Dagur Sigurðsson

Útsetning:

Júlí Heiðar Halldórsson

Marínó Geir Lilliendahl

Fannar Freyr Magnússon

Stjórn upptöku:

Marínó Geir Lilliendahl

Fannar Freyr Magnússon

Upptökumaður: Marínó Geir Lilliendahl og Fannar Freyr Magnússon

Hljóðblöndun: Fannar Freyr Magnússon og Arnþór Örlygsson

Hljómjöfnun: Arnþór Örlygsson

Hljóðver: Stúdíó Sýrland

Lag: Svaka stuð / Heart Attack

Höfundar lags: Agnes Marinósdóttir, Aron Þór Arnarsson og Marino Breki Benjamínsson

Höfundar íslensks texta: Agnes Marinósdóttir, Stefanía Svavarsdóttir og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Höfundur ensks texta: Agnes Marinósdóttir

Flytjandi/flytjendur:

Stefanía Svavarsdóttir

Agnes Marinósdóttir

Regína Lilja Magnúsdóttir

Útsetning: Aron Þór Arnarsson og Marínó Breki Benjamínsson

Stjórn upptöku: Aron Þór Arnarsson Marínó Breki Benjamínsson

Upptökumaður: Aron Þór Arnarsson Marínó Breki Benjamínsson

Hljóðblöndun: Aron Þór Arnarsson Marínó Breki Benjamínsson

Hljómjöfnun: Sigurdór Guðmundsson, Skonrokk Studios Danmörku

Hljóðver: Heimastúdíó í Reykjavik, Hafnarfirði og Barcelona

Lag: Ég mun skína / Shine

Höfundar lags:  Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson

Höfundur íslensks texta:  Þórunn Antonía

Höfundur ensks texta:  Þórunn Antonía

Flytjandi/Flytjendur:  Þórunn Antonía

Útsetning: Agnar Friðbertsson

Stjórn upptöku: Agnar Friðbertsson

Upptökumaður: Agnar Friðbertsson

Hljóðblöndun: Agnar Friðbertsson

Hljómjöfnun: Joshua Kessler

Hljóðver: Hljóðlist, Bakaríið-Hljóðver

Lag: Litir / Colours

Höfundar lags og texta: Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundar ensks texta: Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjandi:  Guðmundur Þórarinsson

Útsetning: Fannar Freyr Magnússon, Guðmundur Þórarinsson og

Ásgeir Orri Ásgeirsson

Stjórn upptöku: Fannar Freyr Magnússon og Ásgeir Orri Ásgeirsson

Upptökumaður: Fannar Freyr Magnússon og Ásgeir Orri Ásgeirsson

Hljóðblöndun: Sæþór Kristjánsson

Hljómjöfnun: Sæþór Kristjánsson

Hljóðver: Stúdíó Sýrland

Lag: Brosa / With You

Höfundar lags og íslensks texta: Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundar ensks texta: Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjendur: Gyða Margrét Kristjánsdóttir og Þórir Geir Guðmundsson

Útsetning: Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Stjórn upptöku: Fannar Freyr Magnússon

Upptökumaður: Fannar Freyr Magnússon

Hljóðblöndun: Bassi Ólafsson

Hljómjöfnun: Bassi Ólafsson

Hljóðver: Stúdíó Sýrland

Lag: Ég og þú / Think It Through

Höfundar lags:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Höfundur íslensks texta:  Davíð Guðbrandsson

Höfundar ensks texta:  Tómas Helgi Wehmeier, Sólborg Guðbrandsdóttir og Rob Price

Flytjendur: Sólborg Guðbrandsdóttir og Tómas Helgi Wehmeier

Útsetning: Rob Price,Tómas Helgi Wehmeier og Sólborg Guðbrandsdóttir
Stjórn upptöku: Sæþór Kristjánsson

Upptökumaður: Sæþór Kristjánsson
Hljóðblöndun: Sæþór Kristjánsson
Hljómjöfnun: Sæþór Kristjánsson
Hljóðver: StopWaitGo

Lag: Óskin mín / My Wish

Höfundur lags og texta: Hallgrímur Bergsson

Höfundar ensks texta: Hallgrímur Bergsson og Nicholas Hammond

Flytjandi: Rakel Pálsdóttir

Útsetning: Vignir Snær Vigfússon

Stjórn upptöku: Vignir Snær Vigfússon

Upptökumaður: Vignir Snær Vigfússon

Hljóðblöndun:Arnþór Örlygsson

Hljómjöfnun: Arnþór Örlygsson

Hljóðver: E7 Stúdíó

Nafn lags: Kúst og fæjó

Höfundar lags: Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir)

Höfundar íslensks texta:  Heimilistónar

Flytjendur: Heimilistónar.

Útsetning: Heimilistónar og Vignir Snær Vigfússon

Stjórn upptöku: Vignir Snær Vigfússon

Upptökumaður: Vignir Snær Vigfússon

Hljóðblöndun: Addi 800

Hljómjöfnun: Addi 800

Hljóðver: E7 Studio

19.01.2018 kl.21:12
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Eurovision, Í umræðunni, Söngvakeppnin, Söngvakeppnin 2018