RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

KrakkaRÚV á Menningarlandinu

Mynd með færslu
 Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð
Menningarlandið 2017, ráðstefna um barnamenningu var haldin í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. - 14. september síðastliðinn.

 

KrakkaRÚV átti sína fulltrúa á staðnum en Sigyn Blöndal var fundarstjóri. Sindri Bergmann, KrakkaRÚV-stjóri, hélt erindi um uppbyggingu KrakkaRÚV og mikilvægi samstarfs mennta- og menningarstofnanna.

Viðfangsefni Menningarlandsins í ár var barnamenning og mikilvægi menningaruppeldis. Áhersla var lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og var hún haldin í samvinnu mennta- og menningarmálaráðuneytis, Byggðastofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eyþings.

 

21.09.2017 kl.13:45
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Í umræðunni, krakkarúv, Menningarlandið