RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Góður árangur af aðgerðum í jafnréttismálum hjá RÚV

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage
RÚV hefur ríkum skyldum að gegna sem fjölmiðill í almannaþjónustu – ekki einvörðungu við að spegla samfélagið hverju sinni heldur sem uppbyggilegt hreyfiafl í samfélaginu. Því hefur meðal annars verið unnið markvisst að því að jafna stöðu karla og kvenna í allri starfsemi og dagskrá.

Í dag voru kynntar á fundi í Blaðamannafélaginu niðurstöður mælinga Creditinfo á stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Mældir voru fréttatímar og nokkrir þættir í dagskrá miðlanna frá 1. september 2016 – 31. ágúst 2017.  Í fréttum stóð RÚV sig best, í fréttatímum RÚV á tímabilinu voru konur  37% viðmælenda á móti 63% karla. Konur voru fimm prósentustigum færri í fréttatímum 365, eða 32% á móti 68%. Af þeim þáttum sem mældir voru stendur Samfélagið á Rás 1 stendur sig best. Þar eru konur 51% viðmælenda en karlar 49%.

Viðamiklar samræmdar mælingar frá 2015

RÚV hefur haft jafnréttismál í forgrunni í allri starfsemi sinni á undaförnum misserum og náð marktækum árangri. Árið 2015 voru teknar upp markvissar mælingar á hlutfalli karla og kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum. Skráningin sem framkvæmd er nær yfir mun fleiri dagskrárliði en mæling Creditinfo, mældir eru viðmælendur í öllum fréttatímum og fréttatengdum þáttum í útvarpi og sjónvarpu sem og reglubundum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Tölurnar eru  birtar fjórum sinnum á ári fyrir hvern miðil og fréttastofu RÚV.

Viðmælendaskráning 3. ársfjórðungur 2017

  KK KVK heildarfj. KK% KVK%
Fréttastofa 1824 1058 2882 63% 37%
Rás 1 482 526 1008 48% 52%
Rás 2 505 380 885 57% 43%
RÚV  - sjónvarp 164 104 268 61% 39%
Samtals dagskrá og fréttir 2975 2068 5043 59% 41%
Samtals dagskrá 1151 1010 2161 53% 47%

 

 

Mæling fyrir 3. ársfjórðung 2017 sýnir sama kynjahlutfall er hjá RÚV í heild milli 2. og 3. ársfjórðungs. Fréttir sýna jafnara hlutfall en frá fyrra tímabili, munar 2% á milli ársfjórðunga. Aðeins lakara hlutfall er í dagskrá Rásar 2 og sjónvarps á tímabilinu, en fáir fastir þættir vetrardagskrár voru hafnir á tímabilinu. Rás 1 sýnir nú stöðugan jöfnuð árið um kring.

Jafnrétti í forgrunni allrar starfsemi

Ríkisútvarpið hlaut fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs sl. haust fyrir metnaðarfullt jafnréttisátak sitt til að jafna stöðu kynja í umfjöllun og meðal starfsfólks. Í umsögn ráðsins með viðurkenningunni segir að gerðar hafi verið róttækar breytingar í framkvæmdastjórn stofnunarinnar með þeim árangri að þar sitji nú jafnmargar konur og karlar. Það sama hafi verið gert í hópi millistjórnenda. Samhliða þessu hafi verið unnið að bættri samþættingu vinnu og einkalífs starfsfólks miðilsins. Takist hafi ennfremur að ná jafnvægi í hópi umsjónarmanna sem birtast í sjónvarpi og heyrast í útvarpi. Að þessu leyti sker RÚV sig frá öðrum ljósvakamiðlum hér á land. Stjórnendur RÚV hafa einnig unnið að því að eyða út kynbundnum launamun hjá RÚV, sem er nú undir 2%, og í vor hlaut RÚV gullmerki jafnlaunaúttektar PWC.