RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Eddan 2018: Sjónvarpsefni framleitt eða sýnt á RÚV hlýtur alls 25 tilnefningar

Mynd með færslu
 Mynd: samsett
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið. Fangar fá alls 14 tilnefningar, m.a. fyrir leikstjórn, handrit og besta sjónvarpsefni

Edduverðlaunin verða veitt í 19. sinn á Hótel Hilton þann 25. febrúar og verður í beinni útsendingu á RÚV klukkan 20.15.

Þetta ár voru alls 111 verk send inn til þátttöku; 8 kvikmyndir í fullri lengd, 13 heimildamyndir, 10 í flokkinn barnaefni, 9 stuttmyndir, 5 verk í flokkinn leikið sjónvarpsefni og 76 í annað sjónvarpsefni.

Verðlaunaflokkarnir eru 26, auk heiðursverðlauna. Þetta árið hefur nýjum flokki verið bætt við, en það er „Upptöku- eða útsendingarstjóri ársins, lifandi viðburðir í sjónvarpi“.

RÚV hlýtur (sem framleiðandi eða meðframleiðandi) 25 tilnefningar alls fyrir sjónvarpsefni og auk þess eiga dagskrárgerðarmenn RÚV 4 af 5 tilnefningum í flokkinum sjónvarpsmaður ársins - þau Guðrún Sóley Gestsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sigyn Blöndal og Unnsteinn Manúel Stefánsson.

Í flokknum sjónvarpsefni ársins eru sex af níu þáttum sem tilnefndir eru sýndir á RÚV, en það eru Fangar, Kveikur, Loforð, Opnun, Ævi og Örkin. Kosning í þessum flokki stendur yfir á vef RÚV hér.

Tvær af þremur tilnefningum í flokki barna og unglingaefnis ársins Loforð og Örkin en þriðja tilnefningin er fyrir kvikmyndina Sumarbörn sem stendur til að sýna á RÚV.

Kveikur er tilnefndur í flokki frétta- eða viðtalsþátta ársins.

Allar tilnefningar fyrir menningarþátt ársins eða Framapot, Kiljan, Klassíkin okkar Opnun og Tungumál framtíðarinnar.

Fjórar af fimm tilnefningum fyrir mannlífsþátt ársins eða Hæpið, Paradísarheimt, Ævar vísindamaður og Ævi.

Allar tilnefningar fyrir skemmtiþátt ársins eða Andri á flandri í túristalandi, Áramótaskaup 2017 og Hulli 2 (framleitt af RVK Studios).

Þetta árið hefur nýjum flokki verið bætt við, en það er „Upptöku- eða útsendingarstjóri ársins, lifandi viðburðir í sjónvarpi“. RÚV á þar þrjár af fimm tilnefningum Helgi Jóhannesson og Vilhjálmur Siggeirsson fyrir Söngvakeppnina 2017, Helgi Jóhannesson fyrir Njálu og Þór Freysson fyrir Nýdönsk: sjálfshátíð í sjónvarpssal.

Þegar allt er talið eru þær ennþá fleiri tilnefningarnar fyrir sjónvarpsþætti, stuttmyndir, heimildamyndir og bíómyndir sem RÚV kom að með einum eða öðrum hætti, sem framleiðandi, meðframleiðandi, þátttakandi í þróun og kaupandi á sýningarrétti. Auk þeirra sem tilgreindar hafa verið á RÚV aðkomu að eftirfarandi verkefnum sem hljóta tilnefningu:

Kvikmyndirnar Svanurinn og Vetrarbræður, heimildarmyndirnar Háski fjöllin rumska, Out of Thin Air og Reyni sterka og stuttmyndin Munda.

Allt saman myndir sem þegar hafa verið sýndar eða stendur til að sýna á RÚV innan tíðar.

Við óskum öllum þeim sem fengu tilnefningu til Eddunnar til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu. Ríkisútvarpið er stolt af sínu fólki og þakklátt fyrir tilnefningarnar.

Hér má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga.

 

12.02.2018 kl.16:50
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Eddan 2018, Eddutilnefningar, Í umræðunni, tilnefningar