RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Ársskýrsla RÚV 2016: Sterk staða

Mynd með færslu
 Mynd: Freyja Gylfa
Aðalfundi Ríkisútvarpsins lauk rétt í þessu þar sem ný Ársskýrsla var kynnt. Jákvæðar fréttir einkenna árið, áframhaldandi hallalaus rekstur, merkir áfangar og viðurkenningar í dagskrár-,  frétta - og jafnréttismálum og viðhorf almennings til RÚV ohf hefur aldrei verið jákvæðara.

Leitast hefur verið við að skerpa á hlutverki almannaþjónustunnar með áherslubreytingum í dagskrá. Áhersla á innlent efni, menningarefni og nýtt leikið efni hefur verið aukin. Þjónustu við börn stórefld með tilkomu KrakkaRÚV, starfsemi á landsbyggð styrkt og mikilvæg framfaraskref stigin í nýmiðlun. Sjálfstæð óháð fréttaþjónusta RÚV hefur staðið vaktina, kafað dýpra og sinnt sínum mikilvægu lýðræðislegu skyldum með hag almennings að leiðarljósi. Samtalið hefur verið opnað við notendur um allt land og kappkostað að þróa þjónustuna í takt við óskir þjóðarinnar.

Fjárhagsleg endurskipulagning skilaði viðsnúningi í rekstri og sala byggingarréttar skilar mestu skuldalækkun í sögu félagsins.

Staða RÚV er sterk og það er á þeim grunni sem byggt er til framtíðar með nýrri stefnu sem opinberuð verður á spennandi Málþingi RÚV þann 18. maí.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur ársskýrsluna í heild sinni hér.

Ársskýrsla RÚV er nú gefin út á rafrænu formi en hætt hefur verið að prenta skýrsluna. Ársskýrslan er alfarið unnin innanhúss af starfsfólki RÚV.

 

28.04.2017 kl.14:12
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Í umræðunni, Ársskýrsla, Ársskýrsla 2016, Í umræðunni