Hryðjuverk

Fimm fórust í sjálfsmorðsárás í Bagdad

Minnst fimm týndu lífi í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í gær og tíu særðust, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Árásin var gerð við vegartálma í norðurhluta íröksku höfuðborgarinnar. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en flestar árásir af þessu...
14.01.2018 - 06:23

Stöðvuðu fjögur hryðjuverk á sjö árum

Hollenska leyniþjónustan hefur komið í veg fyrir fjórar skipulagðar árásir hryðjuverkamanna síðastliðin sjö ár. Rob Bertholee, yfirmaður leyniþjónustunnar greindi frá þessu í viðtali við sjónvarpsstöðina NOS í gærkvöld. Hann vildi ekki greina nánar...
11.01.2018 - 13:46

14 kirkjugestir myrtir í Nígeríu

Byssumenn myrtu minnst 14 kirkjugesti á leið úr miðnæturmessu í sunnanverðri Nígeríu á nýársnótt. AFP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir lögreglu á svæðinu. Árásin var gerð í bænum Omoku, um 90 kílómetra frá hafnarborginni Port Harcourt....
02.01.2018 - 02:23

37.000 lögreglumenn á vakt í Istanbúl

Mikill viðbúnaður er í Tyrklandi í aðdraganda áramótanna, en á nýársnótt verður rétt ár liðið frá því að grímuklæddur byssumaður réðist inn í næturklúbb í Istanbúl og skaut á gesti af handahófi með kalasnikov-hríðskotariffli, myrti 39 og særði um 70...
31.12.2017 - 07:52

Níu koptar myrtir í Egyptalandi

Minnst níu manns dóu í tveimur skotárásum í Helwan-héraði, suður af Kaíró í Egyptalandi á föstudag. Svo virðist sem sami maðurinn hafi verið að verki í báðum árásum, og í báðum tilfellum réðist hann á kristna kopta. Frá þessu er greint í tilkynningu...
30.12.2017 - 06:36

Tvö handtekin grunuð um hryðjuverkaáform

21 árs gamall karlmaður og nítján ára kona voru handtekin í Frakklandi í síðustu viku, grunuð um að leggja á ráðin um hryðjuverk, hvort í sínu lagi. Franska blaðið Le Figaro greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmanni úr dómskerfinu. Ungmennin,...
29.12.2017 - 00:57

Sex létust í hryðjuverkaárás í Kabúl

Sex óbreyttir borgarar létust og þrír særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl í Afganistan í morgun. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst árásinni á hendur sér.
25.12.2017 - 11:18

Meintir stríðsglæpamenn handteknir

Lögreglan í Bosníu handtók í dag þrjá grunaða stríðsglæpamenn, fyrrverandi liðsmenn í her Bosníu-Serba. Einn þremenninganna, Mile Kosoric að nafni, var foringi í hernum og hinir tveir eru undirmenn hans. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í morðum á...
20.12.2017 - 14:10

Efla viðbúnað gegn hryðjuverkum á HM

Rússneska öryggislögreglan hefur stóreflt öryggisviðbúnað fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar vegna hættu sem talin er stafa af vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Yfirmaður rússnesku öryggislögreglunnar...
12.12.2017 - 14:45

Skipulögðu hnífaárás á forsætisráðherra

Tveir menn voru handteknir í Lundúnum og Birmingham í síðustu viku, grunaðir um að hafa ætlað að drepa forsætisráðherrann Theresu May. Bresku stjórninni var greint frá þessu í gær.
06.12.2017 - 06:10

Með fjögur börn í miðri hryðjuverkaárás

Sveinn Einar Zimsen og norsk eiginkona hans, Anita Stokka, hafa starfað fyrir Lúterska kristniboðssambandið í Noregi um árabil. Þau bjuggu á Fílabeinsströndinni um skeið en síðustu þrjú ár hefur fjölskyldan búið í Malí. Sveinn og Aníta eiga fjögur...
05.12.2017 - 21:15

17 fórust í tveimur sjálfsmorðsárásum

Minnst sautján létu lífið í tveimur sjálfsmorðsárásum á útimarkaði í borginni Biu í Borno-héraði í Nígeríu á laugardag. Hátt í 50 manns særðust í árásunum, margir þeirra lífshættulega, að sögn yfirvalda. Ahmed Idris, fréttaritari Al Jazeera í...
03.12.2017 - 03:17

Talibanar myrtu níu í landbúnaðarháskóla

Grímuklæddir hryðjuverkamenn úr röðum pakistanskra talibana myrtu níu manneskjur og særðu fimmtán þegar þeir réðust inn í landbúnaðarháskóla í borginni Peshawar í Norður-Pakistan í gær. Árásarmennirnir, sem voru fjórir talsins, voru allir felldir í...
02.12.2017 - 03:24

Saipov neitar sök

Sayfullo Saipov, sem handtekinn var og ákærður fyrir að hafa framið hryðjuverk, átta morð og tólf morðtilraunir í New York hinn 31. október síðastliðinn, neitaði sök þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag. Saipov leigði pallbíl og ók honum á...
29.11.2017 - 01:12

Yfir 300 látnir eftir hryðjuverk í Egyptalandi

305 eru látnir eftir hryðjuverk í mosku á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þeirra á meðal eru 27 börn, að því er kemur fram í tilkynningu frá ríkissaksóknaraembættinu í Kaíró. Egypski flugherinn hefur gert loftárásir á búðir og vopnabirgðastöðvar...
25.11.2017 - 12:20