Heilbrigðismál

Framkvæmdir hefjast við nýtt hjúkrunarheimili

Framkvæmdir við nýtt, hundrað rýma hjúkrunarheimili í Reykjavík hefjast innan tíðar. Þörfin er þó mun meiri. Borgarstjóri vill samþætta meira heimaþjónustu og heimahjúkrun.
22.11.2017 - 21:06

Meira álag og verri fjárhagur

Þeir sem vinna við umönnun aldraðra bera minna úr býtum en flestir aðrir hópar, segir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar. Þá telja þeir álagið of mikið og eru sá hópur félagsmanna Eflingar sem glímir við mest veikindi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar...
22.11.2017 - 19:26

Þyrfti að tvöfalda fjárframlag í 2,8 milljarða

Tvöfalda þarf fjárframlag ríkisins til heimaþjónustu í Reykjavík, segir skrifstofustjóri velferðarsviðs borgarinnar. Núverandi framlag er 1,4 milljarðar króna en þyrftu að vera 2,8 milljarðar. Starfandi landlæknir segir það ekki leysa vanda eldra...
21.11.2017 - 19:24

Nýtt sjúkrahótel bót fyrir fólk utan af landi

Með nýju sjúkrahóteli Landspítalans er ætlunin að bæta húsnæðismál fólks utan af landi. Þeirra sem þurfa að sækja þjónustu, til að mynda fæðingarþjónustu, sem ekki er að fá í heimabyggð. 
21.11.2017 - 16:04

Einn af fjórum deyr á meðan beðið er

Fjórði hver eldri borgari sem bíður á Landspítalanum eftir því að komast á hjúkrunarheimili deyr á meðan hann bíður. Löng bið eftir hjúkrunarheimili og mikil veikindi þeirra sem bíða eru helsta skýringin á því að fjórði hver eldri borgari sem bíður...
21.11.2017 - 12:18

1 af 5 deyr meðan beðið er eftir hjúkrunarrými

Einn af hverjum fimm sem bíða þess á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi að komast inn á öldrunar- eða hjúkrunarheimili, deyr áður en hann fær pláss á viðeigandi stofnun. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra Landspítalans, greinir frá...
21.11.2017 - 05:19

Verður ekki send á Skagann í bili

Þórhalla Karlsdóttir, níutíu og eins árs, sem átti að flytja í dag af Landspítalanum á hjúkrunardeild á Akranesi, gegn vilja hennar, fær hvíldarinnlögn á Hrafnistu í Reykjavík í átta vikur. Þórhalla, sem er Reykvíkingur, sagði í fréttum RÚV í gær að...
20.11.2017 - 19:01

Of fáar tilkynningar um aukaverkanir

Íslendingar standa sig verr en aðrar Norðurlandaþjóðir í að tilkynna alvarlegar aukaverkanir vegna lyfja. Lyfjastofnun hefur hleypt af stokkunum átaki til að fjölga tilkynningum um aukaverkanir. 
20.11.2017 - 17:04

Jáeindaskanninn í notkun í janúar

Stefnt er að því að taka jáeindaskannann á Landspítala í notkun í janúar á næsta ári. Áður var stefnt að því að taka hann í notkun í september. Sækja þarf um lyfjaframleiðsluleyfi til Lyfjastofnunar og það ferli er langt og strangt.
20.11.2017 - 16:00

Baráttan við bakteríunnar

Sýklalyfjaónæmar bakteríur eru ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að þjóðum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi virkni þeirra og dreifingu og tillögur starfshóps um baráttuna gegn þeim í Samfélaginu á Rás 1
20.11.2017 - 10:17

Sjúkrasjóður kennara að tæmast

Gríðarleg aukning langtímaveikinda meðal kennara síðustu tvö ár veldur því að Kennarasambandið hefur neyðst til að stytta tímann sem félagar í sambandinu eiga rétt á greiddum sjúkradagpeningum um fjórðung. Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur...
20.11.2017 - 06:29

Notkun sykursýkislyfja hefur þrefaldast

Notkun sykursýkislyfja hefur þrefaldast hér á landi það sem af er þessari öld. Þetta er mun meiri aukning en í hinum Norðurlöndunum og er birtingarmynd þess lífstíls sem Íslendingar stunda, að sögn Birgis Jakobssonar landlæknis. Þetta kemur fram í...
20.11.2017 - 05:18

Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag

Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag nítjánda nóvember. Sameinuðu þjóðirnar gera deginum ítarleg skil á heimasíðu sinni. Þar kemur meðal annars fram að fjórir og hálfur milljarður manna í heiminum hafi ekki aðgang að salerni sem tengt er við öruggt...
19.11.2017 - 10:59

Glúten ekki sá skúrkur sem margir vilja meina?

Rannsókn við læknadeild Óslóarháskóla bendir til þess að margir þeirra sem telja sig haldna glútenóþoli séu það alls ekki, heldur bregðist líkami þeirra við allt öðru efni í matnum, gerjanlegu fjölsykrunni frúktan. Gry Irene Skodje leiddi...
19.11.2017 - 05:37

Ekki gert ráð fyrir feðrum utan af landi

Hjón á Ísafirði sem þurfa að fara til Reykjavíkur fyrir fæðingu tvíbura fengu ekki íbúð á viðráðanlegu verði fyrr en ljósmóðir auglýsti eftir því á Facebook. Þótt ljósmóðirin fagni viðbrögðum almennings segir hún þetta ekki hæfa velferðarþjóðfélagi...
18.11.2017 - 18:45