Hamfarir

Nærri 40 látnir vegna elda á Spáni og Portúgal

Minnst 36 eru látnir af völdum mikilla skógarelda sem geisað í norður- og miðhluta Portúgals undanfarinn sólarhring. Eldar loga einnig víða á Spáni þar sem þrír hafa látið lífið af völdum þeirra.
17.10.2017 - 00:48
Erlent · Hamfarir · Evrópa · Portúgal · Spánn

40 látnir af völdum eldanna í Kaliforníu

Fjöldi látinna af völdum kjarr- og skógareldanna í Kaliforníu er nú kominn upp í fjörutíu. Eldarnir breiða enn úr sér og ná nú yfir um 160 kílómetra svæði í norðurhluta ríkisins. Hundruð hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga, en alls hefur um...
15.10.2017 - 06:28

Nærri 70 látnir vegna flóða í Víetnam

68 hafa fundist látnir og 34 er saknað í Víetnam vegna mikilla flóða og aurskriða í landinu. Hellirigning af völdum hitabeltisstorms sem náði landi á þriðjudag og eru yfirvöld enn að glíma við afleiðingarnar.
15.10.2017 - 04:48

Feikileg eyðilegging og hundraða saknað

Staðfest er að 31 hefur farist í skógareldunum miklu í vínhéruðunum norðan San Francisco í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hundraða er saknað og er óttast að mun fleiri hafi látist.
13.10.2017 - 16:15

Aðstæður eiga enn eftir að versna

Yfirvöld í Kaliforníu segja 29 látna af völdum eldanna sem geisa í norðurhluta ríkisins. Auk þeirra er hundraða saknað. Aðstæður eiga enn eftir að versna að sögn yfirvalda.
13.10.2017 - 02:11

Tíu stormar í röð orðið fellibylir

Þegar stormurinn Ófelía varð að fellibyl í gær varð það í fyrsta sinn síðan á 19. öldinni sem tíu hitabeltisstormar úr Atlantshafinu í röð urðu að fellibyljum. Síðast gerðist það árið 1893 og einnig árin 1878 og 1886.
12.10.2017 - 05:56

Mannskæð flóð og aurskriður í Víetnam

Nærri 40 eru látnir og um 40 er saknað eftir flóð og aurskriður í norðanverðu Víetnam og um mitt land. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirvöldum þar í landi. Hellirignt hefur víða um landið í vikunni, en hinir látnu hafa fundist í sex sýslum.
12.10.2017 - 04:47

Tíu látnir í gróðureldum í Kaliforníu

Tíu hafa fundist látnir í Kaliforníu vegna kjarr- og skógarelda sem brenna í norðurhluta ríkisins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þremur sýslum, Napa, Sonoma og Yuba. Allar eru þær norðan við stórborgina San Francisco. Að minnsta kosti...
10.10.2017 - 01:55

Nate orðinn að hitabeltislægð

Hratt dró af fellibylnum Nate eftir að hann gekk á land í Bandaríkjunum og hefur hann nú koðnað niður í hitabeltislægð án þess að valda umtalsverðu tjóni norðan Mexíkóflóans. Veðrakerfið er nú yfir Alabama, en aðfaranótt sunnudags tók Nate í tvígang...
09.10.2017 - 03:59

Fellibylurinn Nate kominn til Mississippi

Fellibylurinn Nate, sem kostaði minnst 28 mannslíf í Mið-Ameríkuríkjunum Kosta Ríka, Níkaragva og Hondúras þegar hann fór þar hamförum síðustu daga, tók í nótt land nærri ósum Mississippi-ár í Louisiana. Þvert á spár Fellibyljastofnunar...
08.10.2017 - 01:34

Stormurinn Nate nálgast Mexíkó

Hitabeltisstormurinn Nate, sem hamast hefur á og við Mið-Ameríku síðustu daga, er nú orðinn fellibylurinn Nate, þar sem hann þokast meðfram Yucatan-skaganum í Mexíkó og sækir enn í sig veðrið. Minnst 28 dóu í Kosta Ríka, Níkaragva og Hondúras þegar...
07.10.2017 - 05:52

22 látnir í hitabeltisstormi í Mið-Ameríku

Minnst 22 eru látnir af völdum hitabeltisstormsins Nate, sem gengið hefur yfir Mið-Ameríku síðustu daga og stefnir nú á Mexíkó og Bandaríkin. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þeim Mið-Ameríkuríkjum sem hvað verst eru leikin. Flest fórnarlömb...
06.10.2017 - 02:39

Fórnarlömb Maríu á Púertó Ríkó minnst 34

Minnst 34 létu lífið á Púertó Ríkó þegar fellibylurinn María fór þar yfir á dögunum. Þetta upplýsti talsmaður Ricardos Rossellos, ríkisstjóra, á fréttamannafundi í kvöld. Fram til þessa var opinber tala yfir fjölda látinna 16. Fjarskipta- og...
04.10.2017 - 01:53

Þúsundum sagt að snúa heim í skugga goshættu

Tugum þúsunda Balí-búa sem flýðu að heiman af ótta við yfirvofandi eldgos hefur verið sagt að snúa aftur til síns heima þótt enn sé hætta á gosi. Um 140.000 manns hafa flúið heimili sín eftir að yfirvöld í Indónesíu vöruðu við hættu á eldgosi í...
02.10.2017 - 02:13
Erlent · Hamfarir · Asía · eldgos · Indónesía

Óttast afdrif 7.000 eyjaskeggja

Óttast er að um sjö þúsund manns sem flúðu eldgos á Vanúatú í Kyrrahafinu eigi eftir að skorta mat og vatn á næstunni. AFP fréttastofan hefur þetta eftir hjálparstarfsmönnum í yfirfullum neyðarskýlum.
27.09.2017 - 06:42