Hamfarir

Enn breiða eldar úr sér í Kaliforníu

Kjarr- og skógareldar í Kaliforníu ógna nú setrum ríka og fræga fólksins í Bel-Air að sögn AFP fréttastofunnar. Yfirvöld hafa í fyrsta sinn gefið út fjólubláa viðvörun, því aðstæður gera slökkvistarf nánast ómögulegt.
07.12.2017 - 06:28

Kjarreldar ógna íbúum Kaliforníu

Um eitt þúsund slökkviliðsmenn reyna að hefta útbreiðslu umfangsmikilla kjarrelda í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hvassviðri og þurrkur gera þeim erfitt um vik og hafa yfir 27 þúsund manns orðið að flýja heimili sín vegna eldanna. Eldarnir hafa þegar...
06.12.2017 - 00:49

Öflug skjálftahrina í Íran

Þrír öflugir jarðskjálftar skóku Íran með skömmu millibili í bítið á föstudag. Sá fyrsti og öflugasti var af stærðinni 6,0 og aðeins tíu mínútum síðar reið eftirkjálfti af stærðinni 5,0 yfir sama svæði. Sá þriðji, 5.1 af stærð, fylgdi svo um...
01.12.2017 - 04:11

Hæsta viðbúnaðarstig á Bali

Yfirvöld á Bali hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna eldfjallsins Agung. Óttast er að það gjósi af miklum krafti á næstunni.
27.11.2017 - 00:57

Öflug jarðskjálftahrina skekur Nýju Kaledóníu

Öflugur jarðskjálfti, 7,0 að stærð, varð undan austurströnd Nýju Kaledóníu á vestanverðu Kyrrahafi laust fyrir ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun á Nýju Kaledóníu og Vanúatú, en engar fregnir hafa borist af slíkum...
20.11.2017 - 01:18

Flóð gæti náð mannabyggð á 20 mínútum

Flóð úr Öræfajökli gæti náð mannabyggð á skemmri tíma en það tekur að rýma svæðið. Almannavarnir hafa sett í forgang að búa til nýja rýmingaráætlun. Um tvö þúsund manns fara um svæðið á hverjum degi yfir vetrartímann. Sú tala margfaldast á sumrin.

Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi eftir að að minnsta kosti fimmtán létust í úrhellisrigningu í landinu í nótt og morgun. Skyndiflóð urðu í bæjunum Mandra, Nea Peramos og Megara vestan við höfuðborgina Aþenu. Þar eru margar verksmiðjur...
15.11.2017 - 21:20

Búa sig undir enn eina napra nótt

Mörg þúsund Íranar, sem misstu heimili sín í jarðskjálfta í fyrrakvöld, búa sig undir að eyða þriðju nóttinni í kulda og vosbúð úti undir berum himni. Hassan Rouhani forseti kom til skjálftasvæðisins í dag. Hann lofaði að því yrði hraðað að koma...
14.11.2017 - 17:42

Enn er leitað í húsarústum í Íran

Þúsundir höfðust við undir berum himni í nöprum vetrarkulda aðra nóttina í röð í héruðum Kúrda á landamærum Íraks og Írans, eftir jarðskjálftann sem varð þar í fyrrakvöld. Tólf þúsund íbúðarhús hrundu og þrjátíu þúsund löskuðust. Á fimmta hundrað...
14.11.2017 - 10:43
Erlent · Hamfarir · Asía · Íran

Þjóðarsorg í Íran vegna jarðskjálfta

Þúsundir Írana þurftu að sofa utandyra annað sinn í röð í nótt vegna jarðskjálftans sem skók landamæri Írans og Íraks á sunnudag. Heimili margra eru í rúst og enn aðrir þora ekki að sofa inanndyra vegna fjölda eftirskjálfta. Á fimmta hundrað manns...
14.11.2017 - 06:10

Mannskæðasti jarðskjálfti ársins

Jarðskjálftinn sem skók landamæri Íraks og Írans í gær er sá mannskæðasti á árinu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meira en 400 manns hafa fundist látnir og yfir sjö þúsund eru særðir eftir skjálftann. Verst fór fyrir landamærahéruðum í...
14.11.2017 - 00:46

Á fimmta hundrað látnir í jarðskjálfta

Björgunarsveitir í Íran hafa í allan dag leitað í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálfta í gærkvöld. Að minnsta kosti 415 hafa fundist látnir. Verst er ástandið í héraðinu Kermanshah í vesturhluta landsins, þar sem rúmlega fjögur hundruð létust og...
13.11.2017 - 16:49

Mannskæður jarðskjálfti í Íran og Írak

Meira en 200 manns eru látnir og 1700 særðir eftir að sterkur jarðskjálfti skók landamæri Íraks og Írans í kvöld. Skjálftinn var 7,3 að styrk og víða greip um sig skelfing meðal íbúa þar sem þeir flúðu skjálftann út á götu, segir í frétt BBC....
12.11.2017 - 23:40

Minnst 61 látinn eftir fellibyl í Víetnam

Minnst 61 lét lífið þegar fellibylurinn Damrey gekk yfir suðurhluta Víetnam um nýliðna helgi og yfir 20 er enn saknað. Flest fórust í flóðum og aurskriðum af völdum úrhellisins sem fylgdi storminum, auk þess sem nokkrir fórust þegar bátum undan...
07.11.2017 - 05:21
Erlent · Hamfarir · Asía · Víetnam · Veður

Íbúum Púertó Ríkó fækkar um 14% næstu tvö árin

Reiknað er með að íbúum á Púertó Ríkó fækki um 14 prósent á næstu tveimur árum og þeir verði orðnir 2,9 milljónir í árslok 2019. Ástæðan er mun hraðari fólksfækkun en ella vegna fellibylsins Maríu og eyðileggingarinnar af hans völdum. Þetta er...
07.11.2017 - 04:08