Sannfærður um að veggjöld falli niður

Bæjarstjórinn á Akranesi segist sannfærður um að ekki verði innheimt veggjöld í Hvalfjarðargöng þegar ríkið tekur við þeim í sumar. Fulltrúar bæjarins funduðu með ráðherra um málið í gær.
06.01.2018 - 12:23

Vetrarþjónusta á vegum aukin strax

Fjármagn til vetrarþjónustu á vegum verður aukið um sjötíu og fimm milljónir króna á þessu ári. Samgönguráðherra segir þetta hafa fengist með endurskoðun á reglum um vetrarþjónustu. Mest verður viðbótin á veginum fyrir austan Vík.
05.01.2018 - 12:26

Mestu hópuppsagnir frá 2011

Fleira fólk missti vinnuna í hópuppsögnum í fyrra en gerst hafði á einu ári síðan 2011. Nær tveir af hverjum fimm sem sagt var upp í hópuppsögnum í fyrra störfuðu í fiskvinnslu.

Gjaldtöku hætt í Hvalfjarðargöngum í sumar

Hætt verður að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöngum í lok sumars, að sögn stjórnarformanns Spalar. Það sé í takt við það sem samið var um áður en framkvæmdir hófust fyrir bráðum tuttugu árum.
04.01.2018 - 12:28

Svavar Garðarsson er Vestlendingur ársins

Svavar Garðarsson, íbúi í Búðardal, er Vestlendingur ársins 2017 en útnefninguna hlýtur hann fyrir að betrumbæta nærumhverfi sitt og fyrir að þyrma lífum selskópa úr Húsdýragarðinum. Héraðsfréttablaðið Skessuhorn stóð fyrir valinu.
03.01.2018 - 16:31

Enn lengist fjarvera ferjunnar Baldurs

Ljóst er að ferjan Baldur verður lengur frá en áætlað var í fyrstu. Nú er áætlað að ferjan hefji siglingar í um 20. janúar en siglingar ferjunnar hafa legið niðri frá því að bilun kom upp í vél skipsins. Framkvæmdastjóri fiskvinnslu og útgerðar á...
03.01.2018 - 15:52

Veltan jókst um 20 prósent á landsbyggðinni

Hlutfallsleg aukning veltu fasteignaviðskipta var þrefalt meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu árið 2017. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að framboðsskortur á höfuðborgarsvæðinu hafi ýtt upp verðinu í nágrannasveitarfélögum. 
02.01.2018 - 15:34

Margir vildu styrkja án þess að kaupa flugelda

Björgunarsveitarmenn í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi seldu enga flugelda fyrir áramótin. Það er gert til að minnka álag á mannskapnum svo hann væri tilbúinn í útkall, en að kom einmitt til þess á Gamlársdag. Ritari sveitarinnar segir þetta...
02.01.2018 - 15:18

Sprengja sílóin líklega aftur á næstunni

Verið er að meta næstu skref við niðurrif á fjórum sílóum við Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Ekki tókst að sprengja þau niður 30. desember síðastliðinn og féllu þau til hliðar en ekki til jarðar.
02.01.2018 - 15:05

Mistókst að sprengja niður síló á Akranesi

Ekki tókst að sprengja niður fjögur samliggjandi síló á lóð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í dag, eins og til stóð. Bæjarstjóri segist ekki hafa vitað af þessum áformum í dag.
30.12.2017 - 19:22

Giftusamleg björgun við Skoreyjar

Björgun fjölskyldunnar sem strandaði á farþegabát við Skoreyjar á miðvikudag gekk fljótt og vel fyrir sig, að sögn þeirra sem komu fyrst á vettvang. Um borð var sjö manna bresk fjölskylda, kona með þrjú börn sín, tvö tengdabörn og kornabarn, auk...
30.12.2017 - 13:21

Báturinn farinn að leka þegar hjálp barst

Sex fullorðnir og lítið barn voru flutt til aðhlynningar á heilsugæslunni í Stykkishólmi eftir að farþegabátur steytti á skeri austan við Stykkishólm í dag. Báturinn var farinn að leka þegar hjálp barst. 
27.12.2017 - 18:30

Fá aðhlynningu í Stykkishólmi

Allir farþegar bátsins, sem strandaði austan við Skoreyjar á Breiðafirði á þriðja tímanum í dag, eru komnir á heilsugæslustöðina í Stykkishólmi til aðhlynningar.
27.12.2017 - 16:20

Farþegabátur strandaði austan við Stykkishólm

Farþegabátur með níu manns um borð strandaði á skeri við Skoreyjar á Breiðafirði eftir hádegi í dag, um þrjá kílómetra austan við Stykkishólm. Einn slasaðist við strandið.
27.12.2017 - 15:24

Vilja Þjóðgarðastofnun á Hvanneyri

Sveitarstjórn Borgarbyggðar leggur til að fyrirhuguð Þjóðgarðastofnun verði á Hvanneyri. Hvanneyri sé landfræðilega vel staðsett og stofnunin hefði faglegan og samfélagslegan styrk af sínu nánasta umhverfi á Hvanneyri.
25.12.2017 - 12:13