Snorri Sturluson tileinkar sér nýja tækni

„Við erum að nota tækni sem hefur verið notuð í iðnaði, til að stýra vélmennum í vöruskemmum, meðal annars, og tengja hana við hljóðleiðsögn,“ segir Leifur Björn Björnsson hjá fyrirtækinu Locatify. Tæknin sem þróuð hefur verið hjá Locatify hefur...
23.11.2017 - 08:00

Ferjan Baldur verður frá í fleiri vikur

Ferðir Baldurs yfir Breiðafjörð falla niður næstu þrjár til fjórar vikur vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Sæferða segir óþægilegt að geta ekki boðið upp á þjónustu Baldurs en ekki er ljóst hvað veldur biluninni.
21.11.2017 - 18:07

Þrjá tíma að komast á heiðina í óveðrinu

Björgunarsveitamenn komu fólki á þremur fólksbílum til bjargar eftir að bílar festust á Holtavörðuheiði í nótt. Sjö flutningabílar festust efst á heiðinni og kemst þar enginn framhjá fyrr en búið er að moka heiðina. Mikið óveður geisaði á heiðinni í...
21.11.2017 - 08:42

Ekki útlit fyrir alvarleg meiðsli

Ekki leit út fyrir að farþegar rútunnar sem valt á Snæfellsnesi í gær hefðu slasast mjög alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi um stöðuna á vettvangi slyssins. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan fólksins í dag.
20.11.2017 - 11:36

Ferðir Baldurs falla niður vegna bilunar

Bilun kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær og hafa ferðir verið felldar niður á meðan viðgerð stendur. Viðgerð hófst í gærkvöldi og hefur staðið í alla nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum þá eru sérfræðingar nú komnir á staðinn og er verið...
20.11.2017 - 11:25

Víða snjókoma og él

Útlit er fyrir vaxandi norðan- og norðaustanátt í dag með snjókomu eða éljum en legst af verður þó þurrt og bjart sunnantil. Seint í kvöld og í nótt verður vindstyrkurinn kominn í fimmtán til 23 metra á sekúndu norðan- og vestantil en hægara verður...
20.11.2017 - 06:30

Þrír fluttir með þyrlu og sjö með sjúkrabíl

Þrír farþegar úr rútu sem fór á hliðina á sunnanverðu Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í Reykjavík. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Verið er að flytja sjö...
19.11.2017 - 21:39

Rútuslys við Lýsuhól

Rútuslys varð á sjötta tímanum við afleggjarann við Kálfárvelli, skammt frá Lýsuhól á sunnanverðu Snæfellsnesi. Minnst fimm eru slasaðir eftir að rútan fór á hliðina. Ekki er vitað hve mikið fólkið er slasað. Sjúkrabílar, tækjabílar, lögregla,...
19.11.2017 - 17:49

Stefnt að því að lífeyrissjóðir fái sitt

Stefnt verður að því að lífeyrissjóðirnir fái til baka þá fjárfestingu sem lögð var í sólarkísilverksmiðju Silicor materials, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir að verið sé að skoða leiðir til að tryggja það, verði ekkert af verksmiðjunni.
15.11.2017 - 12:31

Rannsaka 130 rjúpur og borða restina

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur látið veiða 2.285 rjúpur síðustu tólf haust til þess að greina heilbrigði rjúpnastofnsins í aðdraganda veiðitímabila. 100 fuglar eru krufðir á ári hverju og 30 fara í geymslu, en restin er étin. Vistfræðingur hjá...
13.11.2017 - 15:16

Ekki kosið um sameiningu á Snæfellsnesi í bráð

Ekkert verður af íbúakosningum um sameiningu þriggja sveitarfélaga á Snæfellnesi fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Þetta er niðurstaða samstarfsnefndar um mögulega sameiningu.

Samgöngustofa vill herða reglur við hafnir

Samgöngustofa hyggst beita sér fyrir því að öryggisreglur við hafnir verði endurskoðaðar. Fulltrúar Hafnasambandsins hafa verið boðaðir á fund vegna málsins.
08.11.2017 - 15:36

„Þessi atvik hafa átt sér stað of oft”

Formaður Hafnasambands Íslands segir að endurskoða eigi öryggisvarnir og verklag við hafnargarða þar sem umferð er mikil. Slys á þeim stöðum séu of algeng. Rannsókn lögreglu á banaslysi á Árskógssandi á föstudag stendur enn yfir.
08.11.2017 - 11:33

Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi 11 ár í bígerð

Ekki hefur verið tryggt fjármagn til að reisa þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul en miðstöðin hefur verið í bígerð frá því að boðað var til hönnunarsamkeppni um húsið árið 2006.
08.11.2017 - 18:52

Fok og fólk á ferð í óveðrinu í gær

„Það var svo mikil úrkoma ég hef varla séð annað eins,“ segir formaður björgunarsveitar í Borgarnesi sem sneri fólki við undir Hafnarfjalli í óveðrinu í gær. Þar náði vindhviða 65 metrum á sekúndu. Í Borgarnesi fauk hluti af nýbyggingu af stað og...
06.11.2017 - 12:26