Vesturverk gagnrýnir skýrslu um raforkuöryggi

Forsvarsmenn Vesturverks, sem undirbýr Hvalárvirkjun, segja Hvalárvirkjun bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum og gagnrýna framsetningu á niðurstöðum skýrslu um afhendingaröryggi á Vestfjörðum, sem að Landvernd kynnti í gær.
11.01.2018 - 17:39

Landsnet: Takmörk fylgi jarðstrengjum

Hugmyndir um að skipta út tæplega 200 kílómetrum af loftlínum fyrir jarðstrengi, til að auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum, eru óraunhæfar að mati starfsmanns Landsnets. Orkubússtjóri telur að það sé lykilatriði fyrir afhendingaröryggi að...
11.01.2018 - 13:19

Jarðstrengir bæti raforkuöryggið tífalt

Meira en tífalda má raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að leggja línur í jörð. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu sem Landvernd lét vinna. Samkvæmt skýrslunni er Hvalárvirkjun ekki talin bæta raforkuöryggi Vestfirðinga að ráði.
10.01.2018 - 18:21

Umhverfisráðherra sækir Vestfirði heim

Umhverfisráðherra hélt í dag til Vestfjarða til fundar við sveitarstjórnarfólk, forsvarsmenn samtaka, fyrirtækja og stofnana. Ráðherra segir að aldrei sé of oft rætt við heimamenn og bindur vonir við að geta sjálfur dregið lærdóm af ferðinni.
10.01.2018 - 14:42

Ekkert skólahald í Árneshreppi

Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi hefur ekki verið starfræktur frá áramótum en þá voru engir grunnskólanemendur eftir í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir að Árneshreppur hafi löngum verið fámennur hreppur þá hefur það ekki gerst áður að skólanum hafi...
09.01.2018 - 16:45

Mótvægisaðgerðir gætu rýmkað fyrir laxeldi

Ef mótvægisaðgerðir draga úr líkum á erfðablöndun eldislaxa og villtra stofna gæti áhættumat Hafrannsóknastofnunar rýmkað fyrir meira laxeldi, þetta segir sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun. Stofnunin skoðar nú mögulegar mótvægisaðgerðir...
09.01.2018 - 15:35

Sjóða horn í gæludýrafóður í Hnífsdal

Vinnsla á gæludýrafóðri úr lambshornum hófst í Hnífsdal fyrir skömmu. Þar eru lambshorn soðin, þeim pakkað og send til Bandaríkjanna. Áform eru um að sjóða 3500 horn á dag þegar fram í sækir. 
09.01.2018 - 14:00

Töldu sig fylgja reglum um akstursþjónustu

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð segir að það sé forgangsmál að ríkisvaldið setji skýrar reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Sveitarfélagið taldi sig fylgja reglum um aksturþjónustu en umboðsmaður Alþingis segir að það hafi brotið lög.
09.01.2018 - 12:42

Akstur: Fá úrræði fyrir fólk með fötlun

Vesturbyggð var óheimilt að takmarka akstursþjónustu við fatlaða konu við tiltekina félagsmiðstöð í bænum. Þetta er mat Umboðsmanns Alþingis, sem telur að málsmeðferð sveitarfélagsins og úrskurðarnefndar velferðarmála hafi farið í bága við lög. Hann...
08.01.2018 - 20:21

Telja veglínu um Teigsskóg í trássi við lög

Fjórtán athugasemdir og umsagnir bárust við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna veglínu um Gufudalssveit, jafnan kennd við Teigsskóg. Lega jarðganga undir Hjallaháls og að kostnaður ráði leiðarvali veglínu um Teigsskóg er meðal...
08.01.2018 - 15:04

Undirbúa móttöku yfir 20 flóttamanna við Djúp

Áætlað er að um 60 flóttamenn frá Írak, Sýrlandi og Úganda komi til landsins um miðjan febrúar. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, á Ísafirði, segir nóg pláss fyrir fleiri og vill að Íslendingar taki við fleirum sem eru á flótta.
07.01.2018 - 16:00

Búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð

Snjómokstur er hafinn á vegum á Vestfjörðum þar sem illfært og ófært var í morgun. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, sem var lokaður í nótt og í morgun vegna snjóflóðahættu.
07.01.2018 - 13:30

Bílstjórar hvíla sig í Skötufirði

Nokkrir vörubílstjórar hvíla nú lúin bein í bílum sínum í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Þeir komast ekki lengra vegna ófærðar.
07.01.2018 - 12:42

Ófært eða þungfært víðast á Vestfjörðum

Aðstæður á vegum virðast varhugaverðar víðast hvar um landið, samkvæmt yfirliti Vegagerðarinnar um færð og aðstæður. Víða er hálka, snjóþekja eða éljagangur. Á Vestfjörðum er ófært eða þungfært á flestum leiðum. Þar verður athugað með mokstur um...
07.01.2018 - 09:55

Lenti aftan á bíl sem var fastur í skafli

Ökumenn tveggja bíla lentu í vandræðum í Ísafjarðardjúpi í nótt. Sá fyrri festi bíl sinn í skafli um klukkan hálf eitt í nótt. Hann þurfti frá að hverfa án þess að ná að losa bílinn. Rúmum þremur klukkustundum síðar átti ökumaður vöruflutningabíls...
07.01.2018 - 08:05