53 þúsund laxar drápust í Tálknafirði

53 þúsund laxar drápust þegar þeir voru fluttir úr laskaðri sjókví Arnarlax í Tálknafirði. Fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun segir fiskinn drepast vegna álags og stress sem fylgir flutningunum á viðkvæmum tíma.
24.02.2018 - 13:00

Beltagrafa notuð til að bjarga báti í Hólmavík

Báturinn Fönix losnaði frá bryggju í Hólmavík í nótt. Björgunarsveitin Dagrenning var kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Þá höfðu landfestar slitnað og bátinn rak í höfninni.
24.02.2018 - 13:07

Áfram með mál sjókvía Arnarlax til skoðunar

Matvælastofnun segir ekki hafið yfir allan vafa hvort fiskur hafi sloppið úr eldiskví í Arnarfirði. Stofnunin telji það þó ólíklegt. Vegna veðurs hafa eftirlitsmenn stofnunarinnar ekki enn kannað skemmdir á sjókvíum Arnarlax, nú 12 dögum eftir...
23.02.2018 - 20:00

Kisa afbrýðisöm vegna hrafnsins á heimilinu

„Það er svo spurning hvort hann fer nokkurn tíma,“ segir Ísfirðingur sem hefur tekið að sér hrafn. Krummi fær að verja löngum stundum í eldhúsinu, þótt hann þyki ekki mjög þrifalegur.
23.02.2018 - 14:00

Vill skýra stefnu í kennslu tvítyngdra barna

Stefanía Helga Ásmundsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungavíkur vill skýra stefnu frá Menntamálastofnun þegar kemur að kennslu og málefnum barna með íslensku sem annað móðurmál. 12 nemendur af 16 sem hefja grunnskólagöngu í Bolungarvík næsta haust...
22.02.2018 - 11:13

MAST telur ólíklegt að lax hafi sloppið

Matvælastofnun telur ólíklegt að lax hafi sloppið úr sjókvíum Arnarlax sem urðu fyrir skemmdum í Tálknafirði og Arnarfirði þann 11. febrúar. Þá er það álit stofnunarinnar að Arnarlax hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Þetta...
22.02.2018 - 09:42

Arnarlax kallar eftir úttekt á laskaðri sjókví

Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hefur kallað eftir úttekt óháðrar stofnunar á atviki þegar sjókví varð fyrir skemmdum fyrr í mánuðinum. Fyrirtækið segir engan lax hafa sloppið. Formaður Landssambands Fiskeldisstöðva segir að þrátt fyrir fréttir af...
20.02.2018 - 17:05

Krefjast stjórnsýsluúttektar á eftirliti MAST

Landssamband veiðifélaga hefur óskað eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gerð verði stjórnsýsluúttekt á eftirliti þeirra stofnana sem lögum samkvæmt hafa eftirlit með sjókvíaeldi. Sambandið sendi ráðherranum bréf þess efnis í dag...
20.02.2018 - 16:18

Þorri fiskeldis fjarri opinberu eftirliti

Engir opinberir eftirlitsmenn með fiskeldi eru starfandi þar sem um helmingur landsframleiðslunnar er. Matvælastofnun sér um eftirlit á búnaði fiskeldisfyrirtækja og hefur ekki enn skoðað eldiskvíar Arnarlax sem urðu fyrir skemmdum í Tálknafirði og...
20.02.2018 - 13:10

Óvíst hvort Súðavíkurgöng verði á næstu áætlun

Ekki er ljóst hvort jarðgöng á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar, Súðavíkurgöng, verði á samgönguáætlun sem gildir frá árinu 2019 til 2030. Þetta kom fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn...
19.02.2018 - 21:21

Töldu ekki skylt að tilkynna Umhverfisstofnun

Forsvarsmenn Arnarlax mátu óhappið í síðustu viku sem svo að ekki bæri að tilkynna Umhverfisstofnun um það, heldur aðeins Fiskistofu og Matvælastofnun, þar sem ekki hafi verið grunur um að fiskur hefði sloppið.
19.02.2018 - 17:35

Umhverfisstofnun lítur málið alvarlegum augum

Umhverfisstofnun lítur það alvarlegum augum að óhapp hjá Arnarlaxi í síðustu viku hafi ekki verið tilkynnt til stofnunarinnar, sem er eftirlitsaðili með starfseminni. Þetta segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.
19.02.2018 - 16:06

Eldiskví frá Arnarlaxi sökk

Eldiskví frá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi, með um 500 til 600 tonn af eldislaxi, sökk í Tálknafirði á dögunum. Stundin greinir frá málinu. Þar segir að talsverð afföll hafi orðið á laxinum og hefur Stundin eftir Jónasi Snæbjörnssyni yfirmanni hjá...
19.02.2018 - 12:41

Tekur fimm tíma að komast á körfuboltaæfingu

Það getur tekið fimm klukkustundir fyrir leikmenn Vestramanna að komast á körfuboltaæfingu en það eru leikmenn 10. flokks drengja í körfubolta hjá Skallagrími í Borgarnesi og Vestra á norðanverðum Vestfjörðum. Þeir hafa tekið sig saman og spila...
19.02.2018 - 09:06

Færð víða farin að spillast

Færð er farin að spillast víða á suðvestanverðu landinu. Ófært er á Krýsuvíkurvegi, Mosfellsheiði og þungfært á Þingvallavegi. Skömmu fyrir klukkan sjö varð umferðaróhapp við Reynisfjall sem olli töfum á umferð á þeim slóðum. Mjög hvasst er við Vík...
18.02.2018 - 18:56