Ísafjarðarbær vann fyrstu viðureign vetrarins

Lið Ísafjarðarbæjar fagnaði sigri í fyrstu viðureign vetrarins í Útsvari. Liðið atti kappi við fulltrúa Flóahrepps og hafði betur, 62-33. Lið Flóahrepps tók í kvöld þátt í keppninni í fyrsta skipti. Þau voru þó ekki ein um að heyja frumraun sína í...
15.09.2017 - 22:26

Dýrafjarðargöng: „Nýtt upphaf fyrir Vestfirði“

Fyrsta sprengja Dýrafjarðarganga var sprengd í Arnfarfirði í dag. Fjöldi manns var viðstaddur sprenginguna; íbúar, þingmenn, ráðherra, embættismenn og verkamenn og fleiri.
14.09.2017 - 22:58

Byrjað að sprengja fyrir Dýrafjarðargöngum

Byrjað var að sprengja fyrir Dýrafjarðargöngum í Arnarfirði síðdegis í dag en unnið hefur verið að undirbúningi frá því fyrr í sumar. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, fékk það verk að sprengja fyrstu sprengjuna.
14.09.2017 - 17:43

Vestfirðir: Engir geðlæknar en brýn þörf

Það verður að bregðast við ástandinu segir sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Ísafjarðarbæ en enginn geðlæknisþjónusta er fyrir vestan en hún segir ríkja neyðarástand í geðheilbriðisþjónustu. Hún segist daglega finna fyrir brýnni þörf fyrir þjónustunni...
12.09.2017 - 14:01

Skoðar mál vegar um Teigsskóg með þingmönnum

Nokkrir þingmenn úr norðvesturkjördæmi hafa kallað eftir því að lög verði sett til að flýta fyrir vegagerð um Teigsskóg. Samgönguráðherra segist ætla að skoða málið með þingmönnunum, málið sé einstakt og ýmislegt styðji slíka málsmeðferð.
11.09.2017 - 18:26

Fyrsta sprenging Dýrafjarðarganga á fimmtudag

Fyrsta sprenging Dýrafjarðarganga verður á fimmtudaginn 14. september. Unnið hefur verið að undirbúningi gangagerðarinnar frá því fyrr í sumar. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, kemur til með að sprengja fyrstu...
11.09.2017 - 13:11

Djúpið draumur fyrir sjóstangaveiðimenn

Sjóstangaveiði fyrir vestan hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Tugir báta sigla daglega til veiða. Framkvæmdastjóri sjóstangaveiðifyrirtækis segir Ísafjarðardjúp vera draumi líkast fyrir veiðimenn.
10.09.2017 - 15:49

Bæjarstjóri biðst ekki afsökunar á ummælum

Gísli Halldór Halldórsson segir að krafa nefndarmanna um opinbera afsökunarbeiðni, vegna ummæla hans á bæjarstjórnarfundi, hafi komið sér á óvart. Orð bæjarstjóra hafi ekki beinst sérstaklega gegn nefndarmönnunum þremur.
07.09.2017 - 16:55

Hægt að byggja upp umhverfisvænna laxeldi

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar telur að ekki líði á löngu þar til hægt verður að ala skaðminni lax en er nú notaður í eldi við Íslandsstrendur. Hann segir að Íslendingar séu í lúxusstöðu til að byggja upp laxeldi á umhverfisvænan hátt.
07.09.2017 - 14:57

„Ærumeiðandi“ og „óboðleg“ ummæli bæjarstjóra

Fulltrúar Landssambands veiðifélaga og Landssambands fiskeldisstöðva, sem sátu í starfshópi sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi, fara fram á opinbera afsökunarbeiðni Ísafjarðarbæjar vegna ummæla Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra...
07.09.2017 - 12:58

Vilja skýra framtíðarsýn fyrir Vestfirði

„Við viljum fá skýr svör um hvernig stjórnvöld sjá fyrir sér framtíð Vestfjarða“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Hann segir að viðsnúningur í atvinnulífi á Bíldudal hafi vakið vonir hjá íbúum við Ísafjarðardjúp.
07.09.2017 - 05:58

Herþotur fari ekki yfir hljóðhraða yfir landi

Brugðist verður við kvörtunum undan hávaða frá herþotum í dag með því að sjá til þess að þær fari hér eftir ekki yfir hljóðhraða yfir landi, nema brýna nauðsyn beri til. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Þar...
06.09.2017 - 17:42

Birkifetinn skæðastur fyrir vestan

Lirfa birkifetans hefur lagt undir sig berjalyng á Vesturlandi og Vestfjörðum í sumar. Edda Oddsdóttir, forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktarinnar á Mógilsá, segir að birkifetinn virðist hafa verið skæðastur í fjörðum fyrir vestan, í Arnarfirði...
06.09.2017 - 16:05

Rúður nötruðu þegar herþota flaug yfir

Íbúar á Ströndum og á sunnanverðum Vestfjörðum hafa í morgun heyrt miklar drunur úr lofti. Hljóðin koma frá F-15C orrustuþotum bandarískrar flugsveitar sem er hér á landi við loftrýmisgæslu. Íbúi á Hólmavík segir að rúður hjá sér hafi nötrað þegar...
06.09.2017 - 13:44

Boða borgarafund um málefni Vestfirðinga

Fólk þarf að vera samstíga og bera eld í brjósti, segir formaður fjórðungssambands Vestfirðinga. Boðað hefur verið til borgarafundar á Ísafirði í lok mánaðar vegna raforkumála, samgangna og laxeldis á Vestfjörðum.
06.09.2017 - 12:54