Versnandi veður og vegir lokast

Vonskuveður er nú víða um land, aðallega á fjallvegum, með tilheyrandi ófærð. Verst er staðan á Austur- og Suðausturlandi og þar hafa björgunarsveitir verið í aðgerðum í nótt og í morgun. Það spáir versnandi veðri þegar líður á daginn.
23.11.2017 - 13:35

Áfram fylgst með snjóflóðahættu víða um land

Óvissustigi vegna snjóflóða hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum á ný, en því var aflétt síðdegis í gær. Súðavíkurhlíð hefur jafnframt verið lokað á ný eftir að snjóflóð féll á veginn í morgun. Búast má við snjóflóðahættu á Norðurlandi...
22.11.2017 - 12:55

Vegagerðarmenn við öllu búnir

Þokkaleg vetrarfærð er nú um mestallt land - síst þó á Vestfjörðum. Vegagerðarmenn eru við öllu búnir því spáin er ekki góð. Nóttin var róleg hjá björgunarsveitum og hafa engin útköll borist frá því í gærkvöld.
22.11.2017 - 12:17

„Ég er ekki vanur svona snjó”

Vonskuveður var á mestöllu landinu í gær með snjókomu og hvassviðri. Vegum var víða lokað og lentu ökumenn í hremmingum á fjallvegum. Veður er enn víða slæmt. Spænskum fjölskylduföður var nokkuð brugðið í gær þegar Víkurskarðið tók á móti honum og...
22.11.2017 - 10:35

Vesturbyggð vill meiri vetrarþjónustu

Bæjarráð Vesturbyggðar krefst þess að snjómokstur og hálkuvörn verði aukin verulega á meðan Breiðafjarðarferjan Baldur er biluð. Þá vill bæjarráðið að vetrarþjónusta  miðist við að vegir verði opnir að minnsta kosti til miðnættis næstu vikur,...
22.11.2017 - 10:09

Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs

Veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðs. Vegurinn í var lokaður síðustu nótt vegna snjóflóðahættu en opnaður aftur seinni partinn í gær. Hann var opinn í nótt og í morgun en lokað á ný eftir að snjóflóð féll á veginn rétt fyrir...
22.11.2017 - 09:41

Ferjan Baldur verður frá í fleiri vikur

Ferðir Baldurs yfir Breiðafjörð falla niður næstu þrjár til fjórar vikur vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Sæferða segir óþægilegt að geta ekki boðið upp á þjónustu Baldurs en ekki er ljóst hvað veldur biluninni.
21.11.2017 - 18:07

Nýtt sjúkrahótel bót fyrir fólk utan af landi

Með nýju sjúkrahóteli Landspítalans er ætlunin að bæta húsnæðismál fólks utan af landi. Þeirra sem þurfa að sækja þjónustu, til að mynda fæðingarþjónustu, sem ekki er að fá í heimabyggð. 
21.11.2017 - 16:04

Flateyrarvegi lokað vegna snjóflóða

Vegagerðin hefur lokað Flateyrarvegi vegna snjóflóða. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður. Einnig leiðin um Víkurskarð og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.
21.11.2017 - 14:51

Vegir lokaðir og ökumenn í vanda á fjallvegum

Leiðindaveður er nú víða um land og ófærð á norðanverðu landinu. Ökumenn lentu í vandræðum í nótt og björgunarsveitarfólk á Vestfjörðum og Norðurlandi hafa aðstoðað ökumenn í morgun. Vegirnir um Súðavíkurhlíð, til Siglufjarðar, um Víkurskarð og...
21.11.2017 - 12:38

Tvær flugferðir frestuðust

Flug hefur að mestu gengið eftir áætlun í morgun þrátt fyrir óveður á norðvestanverðu landinu sem færist yfir landið. Flugi frá Reykjavík til Ísafjarðar sem átti að hefjast klukkan níu hefur þó verið frestað og verður staðan tekin í hádeginu. Sömu...
21.11.2017 - 11:24

Óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum

Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að þá sé fylgst sérstaklega með snjóflóðahættu í í byggð. Ekki er talin snjóflóðahætta í...
21.11.2017 - 10:04

Ferðir Baldurs falla niður vegna bilunar

Bilun kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær og hafa ferðir verið felldar niður á meðan viðgerð stendur. Viðgerð hófst í gærkvöldi og hefur staðið í alla nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Sæferðum þá eru sérfræðingar nú komnir á staðinn og er verið...
20.11.2017 - 11:25

Ákærðir fyrir brot í friðlandi Hornstranda

Embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum hefur ákært þrjá menn fyrir að hafa brotið gegn lögum um náttúruvernd og um friðland á Hornströndum þegar þeir héldu í friðalandið 28. maí í fyrra og dvöldu um viku tíma án þess að tilkynna það til...
20.11.2017 - 10:47

Víða snjókoma og él

Útlit er fyrir vaxandi norðan- og norðaustanátt í dag með snjókomu eða éljum en legst af verður þó þurrt og bjart sunnantil. Seint í kvöld og í nótt verður vindstyrkurinn kominn í fimmtán til 23 metra á sekúndu norðan- og vestantil en hægara verður...
20.11.2017 - 06:30