Af hverju eru gamlir karlar með stór eyru?

Getur köttur verið í föstu og fljótandi formi og af hverju eru gamlir karlar með stór eyru? Rannsóknir fræðimanna á þessum og fleiri fyrirbrigðum voru verðlaunaðar í vikunni þegar Nóbelsverðlaun fyrir gagnslausar rannsóknir voru veitt.
17.09.2017 - 12:24

Vígahnöttur vakti athygli á kvöldhimninum

„Þetta kann að vera vígahnöttur sem er óvenjubjart stjörnuhrap, bjartari en reikistjarnan Venus,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og fyrrverandi formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um fyrirbæri sem þónokkuð...
12.09.2017 - 23:28

Cassini leiðangri lýkur á föstudag

Etir tvo áratugi í geimnum er komið að leiðarlokum hjá Cassini-Huygens geimfarinu sem NASA skaut á loft árið 1997, í samvinnu við Evrópsku geimferðastofnunina ESA og Ítölsku geimferðastofnunina ASI. Lýkur þar með samnefndum leiðangri sem alið hefur...
12.09.2017 - 15:49

Spánverjar sekta Facebook

Spænska gagnaverndarstofan AEPD hefur sektað Facebook um 1,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 150 milljóna króna, fyrir að koma ekki í veg fyrir að auglýsendur fengju aðgang að upplýsingum um notendur vefjarins. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir...
11.09.2017 - 12:14

Burtu með pottana og upp með prentarann

Nú þarf ekki lengur að rífa fram potta og pönnur til að elda mat því hægt er að prenta mat. Með matarþrívíddarprenturum má draga úr matarsóun og nýta hráefni sem hingað til hefur farið á haugana. Sérfræðingar hjá Matís ohf. þróa núna matvöru sem...
08.09.2017 - 18:11

Hulin veröld dýra og plantna undir jöklinum

Hugsanlegt er að hulin veröld smádýra og plantna leynist í hlýjum hellum undir Suðurskautsísnum. Ef rétt reynist er ekki ólíklegt að þar finnist töluvert af áður óþekktum tegundum. Vísindamenn Ástralíuháskóla upplýstu þetta í morgun. Íshellarnir eru...

Gatið verður kannað í næsta mæliflugi

Gatið í gegnum Vatnajökul, sem Ómar Ragnarsson myndaði 1. september, verður athugað nánar í næsta mæliflugi vísindamanna. Myndir Ómars af sigkötlunum tveimur í sunnanverðri brún öskjunnar sýna í fyrsta sinn bergið undir jökulhettunni. Hún hefur...
07.09.2017 - 11:44

Borun í Surtsey lokið - holan 354 metra djúp

Borun í Surtsey lauk klukkan hálf ellefu í morgun en þá var holan orðin 354 metra djúp. Á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands kemur fram að gangurinn á seinni holunni hafi verið ævintýralegur og að meðaltali hafi náðst um sextíu...
04.09.2017 - 23:36

Markmið nást í Surtsey

Markmið stærstu rannsóknar í Surtsey frá upphafi hafa náðst þrátt fyrir mótbyr í upphafi, segir annar stjórnandi verkefnisins. Borholur ná nú niður á gamla sjávarbotninn og nýtast við rannsóknir í framtíðinni. Skrínukostur hefur breyst því...
03.09.2017 - 12:17

Metgeimfari lenti í nótt

Meðal þriggja geimfara sem lentu með Soyuz geimflauginni í Kasakstan á öðrum tímanum í nótt verður hin bandaríska Peggy Whitson. Á ferðum sínum í kringum hnöttinn í Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, hefur hún slegið fjölda meta.
03.09.2017 - 01:29

Bylgjur vekja von um líf á öðrum hnöttum

Stjörnufræðingar hafa engar útskýringar á reiðum höndum á útvarpsbylgjum sem berast frá dvergvetrarbraut órafjarri jörðinni. Merkin voru numin af búnaði sem settur var upp til að leita vitiborins lífs í geimnum.
02.09.2017 - 03:14

Margbrotið samspil sársauka

Það upplifa allir sársauka einhvern tímann í lífinu, mismikinn að vísu og á mismunandi hátt, hann getur verið líkamlegur en hann getur líka verið andlegur. Á ráðstefnu sem haldin er um helgina við Háskóla Íslands eru ólík svið lögð saman,...

Borun 192 metra djúprar holu í Surtsey lokið

Búið er að bora niður á 192 metra dýpi í Surtsey. Á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands segir að á þessu dýpi sé búið að bora gegnum gosmyndun Surtseyjar og sennilega niður í undirlag hennar og er borun holunnar því lokið en önnur hola...
26.08.2017 - 14:37

Eyjan hvarf áður en Danir náðu að skoða hana

Viðamikil rannsókn stendur yfir á því að mæla landgrunnið við Ísland. Það er um 700.000 ferkílómetrar. Ármann Höskuldsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands segir að verkið taki 10-15 ár. Víða vantar örnefni og segir Ármann að þau verði búin til...
25.08.2017 - 17:04

„Tákn um að við séum að gera eitthvað rétt“

Viktor Aðalsteinsson var á dögunum valinn á árlegan lista MIT háskólans í Boston yfir framúrskarandi unga frumkvöðla. Viktor hannar búnað sem greinir áhrif krabbameinsmeðferða á sjúklinga. Hann þekkir sjúkdóminn af eigin raun vegna veikinda móður...
25.08.2017 - 16:30