Stormur og rigning í fyrramálið

Veðurstofan varar við stormi á Suðausturlandi í fyrramálið. Meðalvindur í Öræfum getur farið í 25 metra á sekúndu og vindur í hviðum gæti farið nærri 40 metrum á sekúndu. Talsverð rigning verður austantil á landinu og á köflum mikil rigning á...
19.09.2017 - 23:07

Annasamt hjá björgunarsveitum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á nokkrum stöðum á landinu vegna slysa síðustu klukkustundir. Sveitir frá Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd voru kallaðar út að ganga tvö vegna manns sem féll í bratta ofan...
16.09.2017 - 15:38

Ísafjarðarbær vann fyrstu viðureign vetrarins

Lið Ísafjarðarbæjar fagnaði sigri í fyrstu viðureign vetrarins í Útsvari. Liðið atti kappi við fulltrúa Flóahrepps og hafði betur, 62-33. Lið Flóahrepps tók í kvöld þátt í keppninni í fyrsta skipti. Þau voru þó ekki ein um að heyja frumraun sína í...
15.09.2017 - 22:26

Húsbyggingum hrint af stað á Hornafirði

Húsnæðisskortur á Höfn í Hornafirði hefur gert fólki erfitt fyrir að flytja á staðinn. Sveitarfélagið greip til sinna ráða og hefur nú tekist að hrinda af stað byggingu á litlum fjölbýlishúsum.
14.09.2017 - 21:55

Lögreglan lokaði leyfislausum gististað

Lögreglan á Suðurlandi þurfti að vísa tveimur næturgestum út af gististað á Suðurströndinni þar sem staðurinn hafði hvorki tilskilin leyfi né hafði sótt um þau. Sá sem rak gististaðinn var ekki á staðnum þegar lögreglan kom á vettvang heldur var...
13.09.2017 - 09:56

Fréttu af takmörkunum skipsins í fjölmiðlum

Ferjan Röst sem á að leysa Herjólf af hólmi þegar hann fer í slipp síðar í mánuðinum hefur ekki heimild til að sigla í Þorlákshöfn ef ekki reynist unnt að lenda í Landeyjahöfn. Þetta gengur þvert á það sem stefnt var að þegar samningar hófust um...
12.09.2017 - 17:16

Björgunarsveitir leituðu konu og fundu

Björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu leituðu í gærkvöld og nótt að konu sem hvarf frá sumarbústað á Suðurlandi fyrir hádegi í gær. Hún fannst um fjögurleytið í nótt, heil á húfi. Félagar konunnar leituðu eftir aðstoð lögreglu í...
10.09.2017 - 06:23

Herþotur fari ekki yfir hljóðhraða yfir landi

Brugðist verður við kvörtunum undan hávaða frá herþotum í dag með því að sjá til þess að þær fari hér eftir ekki yfir hljóðhraða yfir landi, nema brýna nauðsyn beri til. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Þar...
06.09.2017 - 17:42

Mörg þúsund eldisbleikjur sluppu

Þúsundir eldisfiska sluppu í Hæðarlæk í Skaftárhreppi í síðustu viku úr eldisstöðinni Tungulaxi. Starfsmenn Fiskistofu hafa náð um fimmþúsund eldisbleikjum úr ánni, en talið er að meira sé eftir. Hæðarlækur rennur í Tungulæk, þekkta sjóbirtingsá.
06.09.2017 - 12:58

Fordæmalaus fjölgun í Árborg

Fjölgun íbúa í Árborg síðastliðið ár er fordæmalaus. Vífill Karlsson hagfræðingur segir að það geti verið erfitt að vaxa svo hratt og hætta á að einstakir bæjarhlutar á suðvesturhorninu verði of einsleitir.
04.09.2017 - 19:45

Ekki lengur ekið yfir lengstu brú landsins

Ekki er lengur ekið yfir lengstu brú landsins eftir að brú yfir Morsá leysti hana af hólmi. Farvegur Skeiðarár hafði breyst og viðhald var orðið tímabært og því var ákveðið að byggja nýja, mun styttri brú ofan við gömlu Skeiðarárbrúna.
04.09.2017 - 16:23

Komu saman í mark eftir hundrað kílómetra

Elísabet Margeirsdóttir og Birgir Sævarsson fögnuðu sigri í hundrað kílómetra vegalengd Hengils ofurhlaupsins sem fram fór í fyrrinótt og í gær. Þau voru sextán klukkutíma og 42 mínútur að hlaupa kílómetrana hundrað við erfiðar aðstæður.
03.09.2017 - 10:07

Hundrað kílóa steinar hrundu niður við fossinn

Lögreglan á Suðurlandi lokaði í dag gönguleiðinni bak við Seljalandsfoss vegna grjóthruns úr berginu skammt frá fossinum. Veruleg hætta er talin hafa skapast af grjóthruninu. Steinar sem voru um og yfir hundrað kíló féllu úr berginu skammt frá...
02.09.2017 - 18:55

Eldur í Hótel Selfossi í kvöld

Mikill viðbúnaður var hjá Brunavörnum Árnessýslu við Hótel Selfoss í kvöld þegar eldur kviknaði í kamínubúnaði á veitingastað hótelsins. Vísir.is greindi fyrst frá þessu.
02.09.2017 - 00:40

Skiptar skoðanir um nýjan miðbæ á Selfossi

Það eru skiptar skoðanir um tillögur að nýjum miðbæ á Selfossi. Bæjarbúar hafa áhyggjur af því að þrengt sé of mikið að opnum svæðum. Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar segir mikilvægt að auka aðdráttarafl Selfoss, sér í lagi þegar...
31.08.2017 - 20:13