Umferðartafir við Ölfusárbrú

Umferðartafir urðu í morgun við Ölfusárbrú við Selfoss vegna vegarframkvæmda. Fólki var vísað út af þjóðvegi eitt og bent á að fara hjáleið til að komast leiðar sinnar. Stefnt er að því að opna þjóðveg eitt um níu leytið.
26.07.2017 - 07:58

Aðstoðuðu konu sem slasaðist á göngu

Björgunarsveitarmenn komu konu til aðstoðar þegar hún hrasaði og slasaðist við göngu í Bláhnjúk við Landmannalaugar í dag. Konan gat ekki gengið af sjálfsdáðum eftir slysið og því fóru björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landmannalaugum á vettvang...
22.07.2017 - 15:19

Hrasaði á Bláhnjúk

Kona slasaðist á göngu í Bláhnjúk við Landmannalaugar í dag og eru björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landmannalaugum komnir konunni til aðstoðar. Konan hrasaði og getur ekki gengið af sjálfsdáðum. Konan hrasaði í þónokkrum bratta og...
22.07.2017 - 13:32

Notuðu dróna við leit í Hvítá

Fimm hópar björgunarsveitarfólks leituðu í dag mannsins sem féll í Gullfoss í fyrradag. Drónar gegndu lykilhlutverki við leitina í dag en bátar með björgunarsveitarmönnum voru til taks ef á þyrfti að halda. Leitin bar ekki árangur í dag en...
21.07.2017 - 18:18

Bagalegt að vegurinn sé í svo slæmu standi

Þungar rútur eiga ekki að keyra um vegkaflann þar sem rúta valt á hliðina í gær, sem þó er hluti af hinum svokallaða Gullhring og vinsæl ferðamannaleið. Þetta segir forstöðumaður framkvæmdasviðs hjá Vegagerðinni. Hann segir bagalegt að vegurinn sé...
20.07.2017 - 12:52

Ekki leitað af sama þunga og í gær

Leit er hafin að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í gær. Björgunarsveitarmenn eru flestir komnir að fossinum og leita meðfram ánni í dag. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að það verði meðal annars leitað með drónum í...
20.07.2017 - 10:41

Engin vitni að brunanum á Stokkseyri

Aðfaranótt sunnudags gjöreyðilagðist íbúðarhús í eldi á Stokkseyri. Engin vitni hafa gefið sig fram með upplýsingar um eldsvoðann þrátt fyrir óskir lögreglunnar á Suðurlandi. Kona sem var inni í húsinu, þegar eldurinn kviknaði, liggur enn á spítala...
20.07.2017 - 10:06

Óska upplýsinga um mannaferðir á Stokkseyri

Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir upplýsingum um mögulegar mannaferðir á Stokkseyri aðfaranótt sunnudags, þegar íbúðarhús gjöreyðilagðist í eldi. Kona liggur á spítala með brunasár eftir eldsvoðann. Til stendur að fjarlægja rústir hússins í dag.
19.07.2017 - 12:21

Fært í Þórsmörk á breyttum jeppum

Ekki þurfti að kalla út björgunarsveitir vegna veðurs á Suðurlandi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fauk vinnupallur á Selfossi í rokinu og var það eina tjónið sem tilkynnt var. Búið er að opna veginn um Fjallabaksleið nyrðri...
19.07.2017 - 11:21

Vatnsborð í ám hækkað um tæpa tvo metra

Það hefur vaxið töluvert í ám á sunnan- og vestanverðu landinu eftir rigningu gærdagsins, mest í ám kringum Mýrdalsjökul og í Borgarfirði. Vatnsborð hækkaði mest í Hólmsá við Hrífunes, austan Mýrdalsjökuls, fór úr 75 sentimetrum yfir 250 sentimetra...
19.07.2017 - 09:53

Húsið gjörónýtt eftir eldsvoða á Stokkseyri

Kona var flutt á slysadeild með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í húsinu hennar á Stokkseyri í nótt, en hún komst út úr húsinu af sjálfsdáðum. Húsið er gjörónýtt, en það var aldelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Þegar slökkvilið Árnessýslu frá...
16.07.2017 - 12:20

Geysileg saurmengun í Ölfusá

200 þúsund saurkólígerlar mældust í hverjum 100 millilítrum við holræsi í Ölfusá í maí. Það er tvöhundruðfalt meiri saurmengun en umhverfismörk fyrir yfirborðsvatn við holræsi. Ekki er hægt að byrja á skólphreinsistöð á Selfossi fyrr en í fyrsta...

Stórt berghlaup í Litlahöfða að Fjallabaki

Stórt berghlaup hefur orðið í fjallinu Litlahöfða, skammt sunnan við Dómadalsleið í Friðlandi að Fjallabaki. Göngufólk varð þess vart um helgina. Sjónarvottur segir að mörghundruð þúsund rúmmetrar séu að skríða þarna fram. Stórhættulegt sé að ganga...
12.07.2017 - 12:47

Herjólfur aftur í slipp um miðjan september

„Þetta er að verða sorgarsaga,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum en Vegagerðin hefur tilkynnt bænum að Herjólfur þurfi aftur að fara í slipp eftir miðjan september vegna óvæntra skemmda sem komu í ljós þegar skipið var í slipp í...
12.07.2017 - 09:57

Tíu frönskum skátum bjargað úr Skaftá

Hópur franskra skáta sem lenti í hremmingum í Skaftá í kvöld er kominn á þurrt land, heilu og höldnu, fyrir tilstuðlan björgunarsveitarmanna Landsbjargar á Suður- og Suðausturlandi og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tíu manna hópur franskra skáta á...
12.07.2017 - 01:13