„Allur mars er eftir”

Enn er gefin út gul viðvörun fyrir landið vegna storms og óveðurs á landinu í dag. Veðrið verður verst á Suðvesturhorninu og hviður geta farið upp í 45 metra á sekúndu. Þetta verður þó að öllum líkindum síðasti stormurinn í bili, en veðurfræðingur...
23.02.2018 - 11:09

Klakastífla í rúmar tvær vikur í Hvítá

Klakastíflan sem myndaðist við Hvítá í Árnessýslu fyrir rúmum tveimur vikum er enn á sama stað. Hún er þó ekki lengur að valda þeim flóðum sem hún olli fyrst, þar sem áin nær að renna undir stífluna.
22.02.2018 - 14:53

Óvissa um ferðir nýrrar ferju í Landeyjahöfn

Óvissa er um hvernig nýrri Vestmannaeyjaferju gengur að sigla inn í Landeyjahöfn, þó að hún hafi verið smíðuð með það í huga að það gengi betur en hjá núverandi ferju. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra á íbúafundi um...
22.02.2018 - 12:12

Skólinn farinn úr viðsjárverðri stöðu í plús

Algjör viðsnúningur hefur orðið í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands síðustu ár. Þetta má lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um stöðu skólans sem birt var í dag. Ríkisendurskoðun hefur á síðustu árum skilað Alþingi tveimur skýrslum þar...
21.02.2018 - 12:16

Miðstöð í Landmannalaugum í umhverfismat

Bygging á þjónustumiðstöð í Landmannalaugum er háð umhverfismati því hún getur haft umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Áætlað er að heildaruppbygging verði um 2.000 fermetrar fyrir utan palla og stíga.
20.02.2018 - 23:56

Lögregla: Bráðahættuástand í íshelli

Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og fólk í hálendisferðum, til þess að kynna sér hættu sem geti skapast af brennisteinsmengun í íshelli í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli. Hættulegar aðstæður geti skapast hratt og þá...
20.02.2018 - 14:37

Færð víða farin að spillast

Færð er farin að spillast víða á suðvestanverðu landinu. Ófært er á Krýsuvíkurvegi, Mosfellsheiði og þungfært á Þingvallavegi. Skömmu fyrir klukkan sjö varð umferðaróhapp við Reynisfjall sem olli töfum á umferð á þeim slóðum. Mjög hvasst er við Vík...
18.02.2018 - 18:56

Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu

Fyrstu verkefni björgunarsveitarfólks í dag, vegna óveðurs, eru hafin. Fyrstu hópar fóru á vakt á lokunarstöðum um fjögurleytið og eru reiðubúnar að loka vegum ef Vegagerðin telur að þörf sé á því. Á fimmta tímanum fór björgunarsveitarfólk svo til...
18.02.2018 - 17:58

Óvissustigi lýst yfir á þremur vegum

Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum vegna óveðursins sem Veðurstofan hefur boðað. Veður er tekið að versna á þessum slóðum með auknum skafrenningi. Búist er við snjókomu fljótlega og áframhaldandi...
18.02.2018 - 15:32

Leggja línurnar fyrir brothættar byggðir

Þrjú byggðarlög bættust í hóp Brothættra byggða, verkefnis Byggðastofnunar, á haustmánuðum. Íbúar vinna nú að því að leggja línur fyrir sín byggðarlög en eru komnir mislangt af stað.
14.02.2018 - 14:01

Bílar og þök fjúka í nágrenni við Höfn

Að minnsta kosti sex bílar, þar af einn flutningabíll með tengivagni, hafa fokið útaf veginum vestan við Höfn í Hornafirði í dag. Þá hafa þök fokið af húsum í hvassviðrinu.
13.02.2018 - 11:05

Funda með vegamálastjóra vegna Hellisheiðar

Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og var ekki opnuð aftur fyrr en í morgun, nítján klukkustundum síðar. Þessi langa lokun hefur víða sætt gagnrýni. Hellisheiði hefur verið lokað 12 sinnum frá áramótum. Veginum var lokað...
12.02.2018 - 20:07

Búið að farga nautgripunum á Eystri-Grund

Í lok síðustu viku voru 110 nautgripir færðir af bænum Eystri-Grund við Stokkseyri til aflífunar og förgunar að fyrirskipun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Nautgripirnir á bænum höfðu haft aðgang að óvörðum og götuðum sekkjum af kjötmjöli...
12.02.2018 - 15:51

Hellisheiðin opin

Búið er að ryðja og opna Hellisheiði og Þrengsli, en báðar leiðir voru lokaðar frá því um hádegisbil í gær fram á sjöunda tímann í morgun. Þá er búið að ryðja Reykjanesbraut og var hún opnuð fyrir umferð um þrjúleytið í nótt, eftir nokkurra...
12.02.2018 - 06:37

Reykjanesbraut lokuð

Reykjanesbraut er lokuð milli Straumsvíkur og Reykjanesbæjar. Von er á nokkrum flugvélum að utan í nótt, sem seinkaði vegna veðursins í dag og verið að huga að því, hvort og þá hvernig er hægt að greiða farþegum sem í þeim eru leiðina til...
12.02.2018 - 01:25