Víða truflanir á almenningssamgöngum

Talsverð röskun er á almenningssamgöngum víða um land vegna óveðurs. Strætó hefur þurft að fella niður ferðir og þá verður ekkert flogið til eða frá Ísafirði í dag. Annað innanlandsflug er á áætlun.
23.11.2017 - 14:43

Versnandi veður og vegir lokast

Vonskuveður er nú víða um land, aðallega á fjallvegum, með tilheyrandi ófærð. Verst er staðan á Austur- og Suðausturlandi og þar hafa björgunarsveitir verið í aðgerðum í nótt og í morgun. Það spáir versnandi veðri þegar líður á daginn.
23.11.2017 - 13:35

Vegagerðarmenn við öllu búnir

Þokkaleg vetrarfærð er nú um mestallt land - síst þó á Vestfjörðum. Vegagerðarmenn eru við öllu búnir því spáin er ekki góð. Nóttin var róleg hjá björgunarsveitum og hafa engin útköll borist frá því í gærkvöld.
22.11.2017 - 12:17

Ferðafólki komið til bjargar á Sólheimasandi

Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Á svæðinu er aftakaveður og mjög lélegt skyggni. Hópurinn var í...
21.11.2017 - 20:53

Segir þurfa að setja GPS-mæla á Öræfajökul

Setja þarf upp net GPS-mæla á Öræfajökul til að fá skýrari mynd af því hvort fjallið sé að búa sig undir eldgos. Þetta segir fagstjóri hjá Almannavörnum. Ekki sáust skýr merki um kvikugös í sýnum úr Kvíá og öðrum ám nærri jöklinum. Því má ætla að...

Stofnfundi umhverfissamtaka frestað

Til stendur að stofna sérstök umhverfissamtök á Hornafirði en þau munu beita sér fyrir umhverfisvænum lífsstíl, minni sóun, endurnýtingu og nýsköpun. Stofnfundurinn átti að vera í Nýheimum á Höfn í Hornafirði klukkan 20 í kvöld en vegna veðurs er...
21.11.2017 - 14:36

Verið að rannsaka tildrög slyssins

Verið er að rannsaka tildrög bílslyss við Biskupstungnabraut í gær. Ökumaður fólksbíls slasaðist alvarlega og þá voru tveir aðrir fluttir til aðhlynningar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi.
21.11.2017 - 14:25

Vegir lokaðir og ökumenn í vanda á fjallvegum

Leiðindaveður er nú víða um land og ófærð á norðanverðu landinu. Ökumenn lentu í vandræðum í nótt og björgunarsveitarfólk á Vestfjörðum og Norðurlandi hafa aðstoðað ökumenn í morgun. Vegirnir um Súðavíkurhlíð, til Siglufjarðar, um Víkurskarð og...
21.11.2017 - 12:38

Þrír slösuðust í árekstri á Biskupstungnabraut

Þrír slösuðust þar af einn alvarlega þegar sendibíll og fólksbíll lentu í árekstri á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar, neðan við Sogið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send af stað til að sækja fólkið. Umferð er hleypt með stýringu um...
20.11.2017 - 11:44

Langþráð hjúkrunarheimili á áætlun á Höfn

Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði fagnar því að loksins eigi að byggja hjúkrunarrými á staðnum en aldrað fólk á Hornafirði hefur þurft að verja ævikvöldinu við þröngan kost tvö saman á herbergi. Nýverið var 155...
19.11.2017 - 18:28

Samráð við þá sem þyrftu að yfirgefa allt sitt

Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn og formaður almannavarnarnefndar, segir að unnið verði með heimamönnum að útfærslu á rýmingaráætlun sem gripið yrði til ef til eldgoss kæmi úr Öræfajökli.

Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls

Óvissustig almannavarna vegna þeirra atburða sem orðið hafa og enn standa yfir í öskju Öræfajökuls hefur verið framlengt og litakóði jökulsins vegna flugumferðar verður áfram gulur. Þetta var ákveðið á fundi vísindafólks og starfsfólks almannavarna...

Brotnuðu illa en ekki í lífshættu

Konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi í fyrradag brotnuðu illa en eru ekki lífshættulega slasaðar, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.
18.11.2017 - 12:08

„Við erum ekkert ofsalega áhyggjufullir“

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að óvissustigi verði haldið að minnsta kosti þar til flugi vísindamanna yfir Öræfajökul lýkur. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi....

Gera nákvæmari mælingar á næstu dögum

Mælingar á rafleiðni í Kvíá í dag sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé óvenjuleg jarðhitavirkni undir Öræfajökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands en handvirkar mælingar voru gerðar á rafleiðni og gasmengun í ánni...
17.11.2017 - 16:41