Fordæma umgengni um sjávarauðlindina

Landssamband smábátaeigenda, LS, fordæmir í yfirlýsingu „þá dæmalausu umgengni um sjávarauðlindina“ sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik fyrr í vikunni. Sambandið hafi lýst yfir stuðningi við hugmyndir um breytingar á reglum um vigtun.
23.11.2017 - 13:40

Vigtunareftirlit uppsjávarafla vonlaust

Fiskistofustjóri segir nánast vonlaust að hafa eftirlit með vigtun uppsjávarafla. Sjómenn hafa lengi tortryggt vigtunaraðferðir. Árið 2015 auglýsti sjávarútvegsráðuneytið drög að frumvarpi um vigtun sjávarafla sem fól meðal annars í sér það að koma...
23.11.2017 - 10:46

Vill ekki breyta vegna nokkurra „drullusokka“

Vísbendingar eru um að fyrirtæki svindli við endurvigtun afla. Hugmyndir voru uppi árið 2015 um að breyta lögum um endurvigtun. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segi að ekki eigi að breyta kerfinu vegna nokkurra „drullusokka“...
23.11.2017 - 09:50

Guðmundur í Brimi ætlar að kæra brottkast

Brottkast á fiski, sem myndað var um borð í Kleifaberginu í fyrra verður kært til lögreglu á morgun. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi, sem gerir út Kleifabergið.

Myndband sýnir brottkast sumarið 2016

Myndband sem sýnir hvernig talsverðu magni af þorski er skipulega hent um borð í Kleifabergi RE, stangast á við yfirlýsingar forstjóra Brims og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sögðu brottkast heyra til fortíðinni. Myndbandið var tekið fyrir...
22.11.2017 - 19:00

SFÚ: Brottkast og svindl ólíðandi

Stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar, sjávarafurða. Brottkast og svindl sé ólíðandi.
22.11.2017 - 16:06

Byggðakvótinn eykst milli ára

Bæði almennur- og sértækur byggðakvóti aukast við úthlutun næsta fiskveiðiárs. Byggðakvóti fiskveiðiársins verður alls 14.261 tonn. Alls var byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga.
22.11.2017 - 14:28

„Hef aldrei gefið fyrirskipun um brottkast“

Guðmundur Kristjánsson, útgerðarstjóri Brims, segir að töluvert hafi dregið úr brottkasti eftir hugarfarsbreytingu um umgengni við auðlindina. Þá kveðst hann aldrei hafa gefið fyrirskipun um brottkast.
22.11.2017 - 12:46

Segir áhyggjur af brottkasti að mestu óþarfar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að áhyggjur af brottkasti á Íslandsmiðum séu að mestu óþarfar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Heiðrúnu í kjölfar umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kveik í...
22.11.2017 - 06:49

„Algjörlega ólíðandi umgengni um auðlindina“

Sjávarútvegsráðherra lítur brottkast útgerðanna alvarlegm augum og vill auka heimildir Fiskistofu til herða eftirlit og taka á málum. Tregða sé innan þingsins en ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá útgerðunum sjálfum.
21.11.2017 - 22:22

Lengri útgáfa viðtalsins við Fiskistofustjóra

Í Kveik í kvöld er fjallað um brottkast, svindl á ísprósentu og uppgjöf Fiskistofu gagnvart rannsóknum og eftirliti með brotum í sjávarútvegi. Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, er meðal viðmælenda í þættinum. Í viðtalinu viðurkennir hann að...
21.11.2017 - 20:20

Brottkast, ís-svindl og uppgjöf Fiskistofu

Frystitogarinn Kleifaberg er að koma inn til löndunar í Reykjavík snemma morguns í október eftir heimstím af Vestfjarðamiðum. Aflinn, 430 tonn úr sjó. Karfi, ufsi og þorskur, sem landað er flökuðum og frystum. Kleifaberg er elsti togarinn sem enn er...
21.11.2017 - 21:15

Myndbönd sýna ítrekað og mikið brottkast

Svona menn eiga ekki að hafa veiðileyfi, segir Fiskistofustjóri, um myndbönd sem sýna ítrekað og mikið brottkast um borð í íslenskum togara og sýnda verða í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld. Regluverk er þó þannig að auðvelt er að koma sér undan...
21.11.2017 - 19:00

Danir og Grænlendingar breyta kvótakerfi

Fulltrúar allra flokka á danska þinginu, Folketinget, náðu seint í gærkvöld samkomulagi um breytingar á danska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Á undanförnum árum hefur mjög stór hluti kvótans safnast á fárra hendur og smábátaútgerð hefur víða lagst af....
17.11.2017 - 13:44

Telja lax ekki hafa sloppið um gat á eldiskví

Rifa fannst á laxeldiskví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði í gær. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins telur engan lax hafa sloppið út þar sem gatið var á botni kvíarinnar. Hann segir slys alltaf geta orðið en að fyrirtækið taki þessu alvarlega.
16.11.2017 - 17:37