Keppast við að frysta loðnu fyrir Japansmarkað

Nú keppast útgerðir uppsjávarskipa og fiskvinnslur við að veiða hrognafulla loðnu og frysta fyrir Japansmarkað. Hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað er unnið upp úr þremur loðnuskipum þennan sólarhring.
21.02.2018 - 16:34

Starfsfólkið fylgir Frostfiski í bæinn

Fjörutíu störf hurfu úr sveitarfélaginu Ölfusi, þegar fiskvinnslan Frostfiskur hætti allri starfsemi í Þorlákshöfn og flutti hana til Hafnarfjarðar í byrjun mánaðar. Starfsfólkið ætlar að fylgja fyrirtækinu og keyra á milli.
14.02.2018 - 19:20

Vilja ekki afnema starfsleyfi til fiskeldis

Fiskeldisfyrirtæki þurfa ekki lengur starfsleyfi ef frumvarp til laga um fiskeldi verður samþykkt óbreytt. Umhverfisstofnun leggst gegn þessum breytingum. Forstjóri stofnunarinnar vill að gert verði áhættumat fyrir fiskeldi. 
14.02.2018 - 08:48

Örfirisey bilaði í Barentshafi

Aðalvél frystitogarans Örfiriseyjar RE bilaði í gærkvöld er skipið var að veiðum í norsku lögsögunni í Barentshafi. Í tilkynningu frá útgerðinni HB Granda kemur fram að skipið sé vélarvana, og samið var við norsku strandgæsluna um draga það til...
11.02.2018 - 13:29

Telja brýnt að breyta innheimtu veiðigjalda

Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir nauðsynlegt að breyta nú þegar innheimtu veiðigjalda. Þar verði að miða við aflaverðmæti í stað þess að greiða sama gjald af öllum veiddum fiski. Þetta valdi miklum erfiðleikum og veiðigjöldin hafi...
08.02.2018 - 12:09

Kínverjar við fiskvinnslu á Grænlandi

Útgerðarfélagið Royal Greenland, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Grænlandi, ætlar á yfirstandandi vertíð að ráða 27 kínverska verkamenn til að vinna í fiskvinnslustöðvum sínum.
08.02.2018 - 10:54

Gjöldin oft hærri en fiskverðið

Veiðigjöld eru þungur baggi á útgerð smábáta og sérstaklega þegar greitt er af verðminni tegundum. Útgerðarmaður í Eyjafirði segir að veiðigjöldin samsvari greiðslum fyrir laun eins sjómanns.
08.02.2018 - 08:15

Veiða ekki meira fyrr en verðmætin aukast

Loðnuveiði íslenskra skipa liggur niðri sem stendur og útgerðin heldur að sér höndum, á meðan ekki er gefinn út frekari loðnukvóti. Beðið er eftir því að verðmæti loðnunnar aukist, svo sem mest fáist úr því sem er óveitt.
07.02.2018 - 12:34

Skipuleggja frekari loðnuleit

Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar skipuleggja nú frekari loðnuleit á hafsvæðinu út af Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Óvíst er hvenær leiðangurinn hefst, en veðurútlit er ekki gott þessa stundina.
07.02.2018 - 10:11

56.000 eldislaxar sluppu í norskan sjó

56.000 eldislaxar sluppu úr kvíum sínum við bæinn Nærøy í Þrændalögum í Noregi. Fiskeldisfyrirtækið Marine Harvest var með 180.000 laxa í kvíum við Geitryggen nærri Nærøy. Meðalþyngd þeirra var tvö kíló, segir í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK....
07.02.2018 - 05:32

Viðbótarkvóti loðnu mikil vonbrigði

Nauðsynlegt er að setja meira fé í rannsóknir á loðnustofninum, að mati framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir að viðbótarkvótinn í loðnu sé mikil vonbrigði og ljóst að útgerðin hafi ekki unnið í lottói loðnumælinga.
03.02.2018 - 13:13

Vilja útlendinga úr færeyskri útgerð

Eftir að ný lög tóku gildi í Færeyjum um áramót er Íslendingum gefinn sjö ára frestur til að hætta í færeyskri útgerð. Með lögunum er tekið upp kvótakerfi með uppboðsleið og dregið úr erlendu eignarhaldi.
03.02.2018 - 11:20

Fiskiskipum fækkaði um 26 á milli ára

Fiskiskipum hér á landi fækkaði um 26 á milli áranna 2016 og 2017. 1.621 fiskiskip voru á skrá hjá Samgöngustofu í lok síðasta árs. Flest fiskiskipanna eru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum.
03.02.2018 - 10:12

77 þúsund tonn bætast við loðnukvótann

Hafrannsóknarstofnun leggur til að heildarkvótinn á loðnuveríðinni verði 285 þúsund tonn. Það þýðir að 77 þúsund tonn bætast við upphafskvóta þann sem gefinn var út í haust.
02.02.2018 - 17:33

Harma „pólitískt moldviðri” vegna boðsferðar

Nokkur fyrirtæki og einstaklingar á Norðurlandi segjast harma að búið sé til pólitískt moldviðri á hendur þeim oddvitum á Akureyri sem þáðu boð Samherja í utanlandsferð til Þýskalands. Lýst er yfir undrun vegna þeirra ásakana sem komið hafa fram á...
02.02.2018 - 09:34