Fasteignaverð á Akureyri hækkar mikið

Miklar breytingar hafa orðið á fasteignamarkaði á Akureyri síðustu mánuði og fasteignaverð hækkað um 22% milli ára. Verðið er þó enn um fjórðungi lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Söluverð íbúða á Akureyri dugir nú vel fyrir byggingakostnaði og því er...
17.01.2018 - 12:45

Einar ætlar í bæjarpólitík á Akureyri

Útlit er fyrir að nokkur ný andlit bætist í hóp bæjarfulltrúa á Akureyri eftir kosningar í vor. Bæjarstjórinn ætlar að hætta en formaður bæjarráðs gefur áfram kost á sér. Einar Brynjólfsson, fyrrverandi þingflokksformaður Pírata, ætlar í...
16.01.2018 - 17:00

Telur að betri búnaður hefði tryggt lendingu

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að fullnægjandi aðflugsbúnaður hefði auðveldað lendingu á Akureyrarflugvelli í gær. Flugvél þurfti frá að hverfa vegna veðurs og gæti atvikið dregið dilk á eftir sér. 
16.01.2018 - 12:13

Dalvíkingar hneykslaðir á Vegagerðinni

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar furðar sig á því að aukin vetrarþjónusta Vegagerðarinnar í Svarfaðardal muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Þetta kemur fram í bókun ráðsins af fundi þess í gær. Allir fimm nefndarmenn kvitta undir...
16.01.2018 - 07:14

Spá vaxandi snjóflóðahættu á morgun

Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Vestfjörðum en búið er að opna vegi. Snjóflóðaeftirlitsmaður segir brýnt að fólk fari varlega, lítið þurfi til að koma snjóflóðum af stað. 
15.01.2018 - 18:00

Dagsektir lagðar á nautgripabú

Nautgripabúi á Norðurlandi hefur verið gert að greiða 30 þúsund krónur á dag í sektir þar til bætt hefur verið úr aðbúnaði kúnna á búinu. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hefur ekki verið gripið til þvingana gagnvart þessu búi áður.
15.01.2018 - 15:39

„Eitt sorglegasta dæmi sem ég hef heyrt“

Formaður landssambands kúabænda gefur lítið fyrir skýringar Matvælastofnunar, á því hvers vegna bóndi hefur beðið í níu mánuði eftir slátrun nautgripa sinna. Hann segir sorglegt að stjórnsýslan geti haldið bændum í gíslingu. 
14.01.2018 - 18:25

Segir að varnarsigrar hafi unnist á Raufarhöfn

Sveitarfélagið Norðurþing hefur ákveðið að ráða í nýtt starf atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Raufarhöfn, nú þegar þróunarverkefni Byggðastofnunar þar er lokið. Sveitarstjórinn segir margt hafa áunnist, en Raufarhöfn sé áfram jaðarbyggð sem þurfi að...
13.01.2018 - 12:40

Akureyrarflugvöllur kominn að þolmörkum

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir líklegt að flugfélög hætti við að fljúga um Akureyrarflugvöll ef aðstaðan verður ekki bætt. Ferðamálaráðherra hyggst beita sér fyrir því að aðflugsbúnaður verði settur upp á vellinum. 
13.01.2018 - 11:56

185 farþegar komu frá Cardiff til Akureyrar

Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur hafið reglulegt millilandaflug til Akureyrar. Um 2400 breskir ferðamenn eru væntanlegir á næstu tveimur mánuðum. Ferðamálaráðherra segir þetta stóran áfanga fyrir íslenska ferðaþjónustu. 
12.01.2018 - 15:38

Miklir vatnavextir á Austur- og Suðausturlandi

Hvergi hafa orðið teljandi skemmdir í miklum vatnavöxtum á Austur- og Suðausturlandi í morgun. Starfsmenn Vegagerðar og sveitarfélaga hafa brugðist við þar sem þurft hefur að hreinsa ræsi og veita til vatni. Á annað hundrað manns gistu um borð í...
12.01.2018 - 13:10

Nýjungar hitta ekki endilega í mark

Vinsældir súrmatar fara síst dvínandi, segja matvælaframleiðendur sem búa sig undir komu þorra. Íslendingar eru íhaldssamir og nýjungar í matargerð hitta ekki endilega í mark. 
11.01.2018 - 19:33

Gera útivistarsvæði ofan Hrafnagils

Eyjafjarðarsveit keypti nýverið skóglendi ofan Hrafnagilshverfis í Eyjafirði. Til stendur að nýta svæðið betur til útivistar og ætlar sveitarfélagið að ráðast í framkvæmdir þar á næstunni. Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um nýtingu skógarins...
11.01.2018 - 14:54

Truflanir á útvarpsútsendingu í Skagafirði

Útvarpssendir í Hegranesi í Skagafirði er ekki keyrður á fullu afli þessa dagana sem getur valdið truflunum á útvarpsútsendingum. Unnið er að viðgerð og vonast er til að henni verði lokið í dag.
11.01.2018 - 10:44

Segir Fiskistofu hafa náð fyrri styrk

Fiskistofustjóri segir að stofnunin sé ekki veikari í dag en áður en hún var flutt til Akureyrar fyrir tveimur árum. Flutningurinn kostaði hátt í 200 milljónir króna.
11.01.2018 - 10:26