Ekki útilokað að maðurinn hafi misst meðvitund

Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu um orsakir banaslyssins á Árskógssandi í nóvember. Ekki er útilokað að ökumaðurinn hafi misst meðvitund áður en bifreiðin fór fram af bryggjunni.
23.02.2018 - 15:34

Ferðakostnaður íþyngjandi

Sá sem þarf að greiða fjórðung mánaðarlauna til að sækja læknisþjónustu sleppir því að fara, segir formaður Sjálfsbjargar á Húsavík. Hún segir að kerfið hafi ekkert lagast þau 24 ár sem hún hefur beitt sér fyrir lækkuðum ferðakostnaði.
23.02.2018 - 15:00

„Allur mars er eftir”

Enn er gefin út gul viðvörun fyrir landið vegna storms og óveðurs á landinu í dag. Veðrið verður verst á Suðvesturhorninu og hviður geta farið upp í 45 metra á sekúndu. Þetta verður þó að öllum líkindum síðasti stormurinn í bili, en veðurfræðingur...
23.02.2018 - 11:09

Skjálftahrinan við Grímsey heldur áfram

Skjálftahrinan sem staðið hefur yfir norður af Grímsey síðustu daga og vikur heldur áfram. Yfir eitt hundrað skjálftar hafa orðið á þessum slóðum í gærkvöld og nótt. Tveir stærstu skjálftarnir voru af stærðinni 2,8; annar þeirra varð rétt fyrir...
23.02.2018 - 06:23

Vill fara að taka ákvörðun um komugjöld

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að gæði og verð verði að haldast í hendur í ferðaþjónustunni, en það verði alltaf dýrt að koma til Íslands. Ef sett verði á komugjöld, eigi þau að fara í vernd og viðhald á...
22.02.2018 - 22:13

Langanesbyggð keypti „vandræðahús“ á Þórshöfn

Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur samþykkt að kaupa hús á Þórshöfn sem lengi hefur verið þyrnir í augum íbúa þar. Húsið stendur við Langanesveg 2 og hefur drabbast niður, enda staðið ónotað í tæp átta ár.
22.02.2018 - 15:21

Skjálftavirknin hugsanlega að færast til

Jarðeðlisfræðingur segir mögulegt að skjálftavirknin við Grímsey sé að færast yfir stærra svæði. Jarðskjálfti 3,7 að stærð varð í Öxarfirði í morgun, um fimmtán kílómetra frá Kópaskeri.
22.02.2018 - 12:34

Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 á Öxarfirði

Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 varð úti á Öxarfirði í morgun í 15 kílómetra fjarlægð frá Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi.
22.02.2018 - 10:13

Bjóða þolendum sálfræðitíma eftir skýrslutöku

Það er nauðsynlegt að þolendur kynferðisofbeldis fái sálfræðiaðstoð strax að lokinni skýrslutöku, segir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Embættið hefur hrint af stað tilraunaverkefnum til að mæta betur þörfum þolenda.
22.02.2018 - 08:20

Varla stætt við Akureyrarhöfn

Óveðrið sem gengur yfir landið lét sjá sig á Akureyri um klukkan 14 í dag. Sterkt sunnanrok skall á Eyjafirði með tilheyrandi öldugangi og var varla stætt á Eimskipsbryggjunni þegar fréttastofu bar að garði.
21.02.2018 - 15:25

Gluggarúða mölbrotnaði á leikskólalóðinni

Betur fór en á horfðist þegar opið fag úr glugga, í fjölbýlishúsi við Tröllaborgir á Akureyri, losnaði og skall niður á baklóð leikskóla á jarðhæð hússins. Engin börn voru nálægt þegar þetta gerðist.
21.02.2018 - 14:56

„Búið að vera alveg bálhvasst hérna“

Mjög hvasst er nú á Norðurlandi vestra og miklar hviður sem þar ríða yfir. Rúður brotnuðu í tveimur bílum á Blönduósi og í morgun þurfti að sinna fjúkandi veggklæðningu á Hvammstanga. Íbúar telja að það versta sé gengið yfir.
21.02.2018 - 12:54

Gagnrýni íbúa kallaði á viðbrögð

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar vill ekki byggja smáhýsi fyrir ógæfufólk í nýjasta íbúðahverfi bæjarins. Skipulagstillaga þess efnis er í formlegu ferli, en formaður bæjarráðs segir mikilvægt að bregðast við gagnrýni íbúa. 
21.02.2018 - 12:12

Klæðning losnaði af húsi á Hvammstanga

Félagar í björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga hafa þurft að aðstoða fólk í morgun. Þar er farið að hvessa mikið og er mjög byljótt að sögn heimamanna þar.
21.02.2018 - 11:47

Vilja ekki óreglufólk í Hagahverfi

Akureyringar eru ósáttir við að byggja eigi smáhýsi fyrir óreglufólk í nýjasta íbúðahverfi bæjarins. Formaður velferðarráðs segist skilja áhyggjur íbúa. Málið sé flókið og skiptar skoðanir um hvað er best að gera fyrir þennan hóp.
20.02.2018 - 19:30