Netverslun æ vinsælli verslunarmáti

Íslendingar keyptu 50 prósentum meira á netinu á sérstökum tilboðsdegi á laugardaginn var en þeir gerðu sama dag í fyrra. Ellefti nóvember ár hvert er orðinn að sérstökum netverslunardegi, svokallaður Singles day, sem gæti útlagst sem Staki dagurinn...
17.11.2017 - 15:34

American Airlines í fyrsta sinn til Íslands

Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti í dag að félagið ætli að hefja flug á milli Dallas í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvallar næsta sumar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem American...
14.11.2017 - 16:57

Aukin tilfelli listeriu og salmonellu í fólki

Á liðnu misseri hafa tilfelli af listeriu og salmonellu aukist í fólki. Uppruni sýkinganna er enn óljós og er unnið að því að rekja upprunann í samvinnu við sóttvarnalækni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin vill brýna...
14.11.2017 - 16:25

Telja neytendur spara milljarða á Costco

Innkoma Costco á eldsneytismarkaðinn hefur skilað verulegri verðlækkun til neytenda að mati Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÍB. Félagið hefur ráðist í samantekt á þróun bensínsverðs frá 1. janúar 2016 út október...
14.11.2017 - 15:08

ESB upprætir illgresiseitur

Tilkynnt var í morgun að leyfi til notkunar á umdeildu eitri til að drepa illgresi verði ekki endurnýjað í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Framleiðendur illgresiseyðisins glyphosate fá ekki framlengt söluleyfi sem rennur út í næstu viku þar sem...
09.11.2017 - 14:11

Fyrirtæki tengt mansalsmálinu í Vík gjaldþrota

Skiptum er lokið í þrotabú Vonta International og námu lýstar kröfur tæpum fimmtán milljónum. Engar eignir fundust í búinu. Þetta kom fram í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi. Þar segir enn fremur að fyrirtækið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í...
31.10.2017 - 14:52

Smjörskortur í Frakklandi

Franskir kokkar eru frægir fyrir að vera ósparir á smjörið og því ekki nema von að menn barmi sér þegar tómar smjörhillur blasa við í matvöruverslunum ekki síst vegna þess hve sólgnir Austurlandabúar og þá helst Kínverjar eru orðnir í smjör.
28.10.2017 - 15:38

Innkalla kjúkling vegna salmonellu

Grunur er um að kjúklingur frá Matfugli ehf. sé salmonellusmitaður. Fyrirtækið hefur því ákveðið að innkalla kjúkling en segir í tilkynningu að varan sé hættulaus fari neytendur eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga.
27.10.2017 - 11:37

Verksmiðja PCC tilbúin um miðjan desember

Nú er búið að ráða um níutíu prósent alls starfsfólks við kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið fær verksmiðjuna afhenta þrettánda desember, en hráefni til framleiðslunnar er þegar tekið að berast.
26.10.2017 - 21:05

Kapella þarf ekki að greiða erfðafjárskatt

Yfirskattanefnd hefur fellt úr gildi úrskurð sýslumanns um að kapellusjóður þurfi að greiða erfðafjárskatt af arfi upp á rúmar 2,5 milljónir sem henni hlotnaðist úr dánarbúi manns sem andaðist fyrir tveimur árum. Sýslumaður taldi kapellusjóðinn...
26.10.2017 - 19:35

Fjallabyggð kaupir geislatæki á 5 milljónir

Bæjarráð Fjallabyggðar ætlar að kaupa geislatæki til að setja upp við vatnstankinn í Brimnesdal. Fimm milljóna fjárveiting var sett í framkvæmdina, sem á að geisla vatnið í tankinum til að losna við E.Coli gerla.
26.10.2017 - 10:21

Hættulegar vörur oftast nær illa merktar

Vörur sem innihalda hættuleg efni, til að mynda alls kyns hreinsivörur, eru í flestum tilfellum illa merktar, samkvæmt nýrri úttekt Umhverfisstofnunar. Farið var í tólf matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Akureyri. Merkingum á...
26.10.2017 - 09:21

Ríkið með 120 milljarða í umfram eigið fé

Hlutur ríkissjóðs í umfram eigin fé Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka er um 120 milljarða króna, að því er fram kemur í minnisblaði Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan ítrekar í minnisblaðinu að það sé á forræði stjórna bankanna, en ekki...
25.10.2017 - 19:54

Fær ekki fyrirfram greidda leigu vegna bruna

Kærunefnd húsamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að leigusala beri ekki að endurgreiða leigjenda fyrirframgreidda leigu upp á 320 þúsund krónur. Leigjandinn rifti leigusamningi þegar kjallaraíbúð sem hann leigði varð óíbúðarhæf eftir bruna.
25.10.2017 - 16:21

Gagnrýnir skort á upplýsingum um mengun

Íbúar á Ólafsfirði þurfa líklega að sjóða neysluvatn sitt í nokkrar vikur til viðbótar. Íbúi gagnrýnir yfirvöld fyrir skort á upplýsingagjöf til almennings. Líklegast verður keypt geislatæki til að drepa bakteríurnar í vatninu. Bæjarráð hittist í...
24.10.2017 - 11:59