10 fórust í bílslysi við Acapulco

Tíu létu lífið og tvennt slasaðist í bílslysi í suðvesturhluta Mexíkós um helgina, ekki langt frá hinni vinsælu ferðamannaborg Acapulco í Guerrero-ríki. Tveir bílar og eitt mótorhjól lentu í árekstri á þjóðveginum skömmu fyrir miðnætti á föstudag að...
31.12.2017 - 07:21

50 tonn af jólaskinku til Venesúela

Stjórnvöld í Kólumbíu hafa heimilað útflutning á 50 tonnum af jólaskinku til Venesúela á fostudag og laugardag. Mikill skortur á þessum hefðbundna hátíðarmat hefur leitt til fjölmennra mótmæla í Venesúela síðustu daga. Maduro, forseti Venesúela,...
31.12.2017 - 01:55

Krefjast ógildingar úrslita

Stjórnarandstæðingar í Hondúras hafa lagt fram kröfu um að úrslit forsetakosninganna í landinu í síðasta mánuði verði úrskurðuð ógild. Þeir segja að brögðum hafi verið beitt til að tryggja endurkjör sitjandi forseta, Juans Orlandos Hernandez.
27.12.2017 - 16:36

Ekki færri morð í Kólumbíu í fjóra áratugi

Færri morð voru framin í Kólumbíu í ár en undanfarna fjóra áratugi, sé miðað við íbúafjölda hvers árs. Varnarmálaráðherrann Luis Carlos Villegas sagði í dag að rétt ríflega 11 þúsund morð hefðu verið framin í ár, um 23 á hverja 100 þúsund íbúa, sem...
26.12.2017 - 18:42

Fujimori biðst fyrirgefningar

Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, bað þjóð sína fyrirgefningar í dag. Þeirri ákvörðun núverandi forseta landsins um að náða Fujimori hefur verið harðlega mótmælt undanfarna daga.
26.12.2017 - 15:55

Sendiherra Venesúela óvelkominn til Kanada

Stjórnvöld í Kanada ráku í dag úr landi stjórnarerindreka í sendiráði Venesúela. Jafnframt var tilkynnt að sendiherra landsins fái ekki að snúa aftur til Kanada. Hann var kallaður heim á dögunum í mótmælaskyni við efnahagslegar refsiaðgerðir...
25.12.2017 - 21:02

Færri andstæðingum sleppt en var lofað

Innan við helmingi þeirra 80 fanga sem stjórnlagaþing Venesúela vildi láta lausa fyrir jól hefur verið sleppt. Talsmaður mannréttindasamtaka í landinu segir 36 hafa verið leysta úr haldi í gær.
25.12.2017 - 06:50

Gvatemala fetar í fótspor Bandaríkjanna

Forseti Gvatemala tilkynnti á Facebook í kvöld að ríkið hyggist færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem. Fetar hann þar í fótspor Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
25.12.2017 - 04:48

Sleppa 80 föngum fyrir jól

Stjórnlagaþingið á Venesúela samþykkti tillögu um að hleypa um 80 manns úr fangelsi fyrir jólin. Tillögunni hefur verið komið inn á borð til forsetans Nicolas Maduro. Fólkið er allt í fangelsi vegna aðildar sinnar að mótmælum gegn Maduro og stjórn...
24.12.2017 - 01:29

Ofbeldisfyllsta ár síðan mælingar hófust

Síðan mælingar hófust í Mexíkó hafa aldrei verið framin fleiri morð á einu ári en í ár. Fjöldi morða fyrstu ellefu mánuði ársins er þegar meiri en allt árið 2011 sem var það blóðugasta fyrir.

Forseti Perú sleppur við kæru

Átta atkvæði vantaði til þess að Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, yrði kærður fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að hafa þegið mútur frá brasilíska verktakafyrirtækinu Oderbrecht.
22.12.2017 - 07:03

Raul Castro hættir í apríl

Raul Castro, forseti Kúbu, lætur af embætti að loknum forsetakosningum í landinu í apríl. Þetta var samþykkt í atkvæðagreiðslu á þingi í dag.
21.12.2017 - 16:52

Yfir 100 myrtir vegna mannréttindabaráttu

Yfir eitt hundrað aðgerðarsinnar í þágu mannréttinda og bættra kjara verkalýðs voru myrtir í Kólumbíu á árinu. Flestir voru myrtir á landsvæðum þar sem fyrrverandi skæruliðahreyfingin FARC réið yfirráðum, að sögn Sameinuðu þjóðanna. 
21.12.2017 - 05:08

Vill vitna fyrir hönd fyrrverandi forseta

Fyrrverandi ríkisstjórn Argentínu undir forystu Cristinu Fernandez de Kirchner fór aldrei fram á það við alþjóðalögregluna Interpol að fella niður handtökuskipanir á hendur hópi Írana sem sakaður er um aðild að sprengjutilræða við miðstöð gyðinga í ...
20.12.2017 - 14:12

Tólf ferðamenn létust í rútuslysi í Mexíkó

Minnst tólf eru látnir og fjöldi slasaður eftir að rúta með erlenda ferðamenn innanborð valt á þjóðvegi í Mexíkó í dag. Farþegarnir voru á leið að Maya-minjum í austurhluta Mexíkó þegar slysið varð.
20.12.2017 - 03:18