Hyggjast sniðganga forsetakosningar

Bandalag stjórnarandstöðuflokka í Venesúela ætlar ekki að taka þátt í forsetakosningunum í apríl. Hið eina sem getur breytt þeirri afstöðu er að tryggt verði að þær verði frjálsar og lýðræðislegar. Talsmaður bandalagsins greindi frá þessu á fundi...
22.02.2018 - 07:22

Að minnsta kosti 35 létust í rútuslysi í Perú

Að minnsta kosti 35 létust og 20 slösuðust í rútuslysi í Perú í morgun. Rútan fór út af fjallvegi í suðurhluta Arequipa-héraðs og steyptist 80 metra niður fjallshlíð. Lögregla segir 45 farþega hafa verið skráða í rútuna. Tala látinna og slasaðra er...
21.02.2018 - 18:03

Horfnir Ítalir sáust síðast með lögreglu

Mexíkönsk yfirvöld rannsaka hvarf þriggja ítalskra karlmanna í Jalisco-héraði í vesturhluta Mexíkó. Ekkert hefur spurst til mannanna síðan á gamlárskvöld. 
20.02.2018 - 06:33

Náðun Fujimoris nær ekki til nýrra ákæra

Dómstóll í Perú úrskurðaði að fyrrverandi forsetinn Alberto Fujimori verði að mæta fyrir dóm til að svara fyrir morðið á sex bændum. Telur dómstóllinn að náðun hans vegna annars glæps eigi ekki við í þessu máli.
20.02.2018 - 01:23

Glæpaforingi myrtur í Brasilíu

Leiðtogi einnar valdamestu glæpaklíku Brasilíu var myrtur á dögunum ásamt öðrum klíkufélaga sínum. AFP fréttastofan greinir frá þessu í gær. Glæpagengið stundaði umfangsmikil kókaínviðskipti.
19.02.2018 - 03:41

Þrettán fórust þegar þyrla ráðherra hrapaði

Þrettán fórust þegar þyrla með innanríkisráðherra Mexíkó og ríkisstjórann í Oaxaca hrapaði á leið á jarðskjálftaslóðir í Mexíkó. Jarðskjálftinn var öflugur, 7,2 að stærð, en olli litlum skemmdum. Alfonso Navarrete, innanríkisráðherra Mexíkó, og...
17.02.2018 - 16:34

Herinn tekur við löggæslu í Rio de Janeiro

Brasilíski herinn er tekinn við stjórn löggæslu í Rio de Janeiro vegna vaxandi ofbeldis glæpagengja í fylkinu. Fylkisstjóri Rio de Janeiro kallaði eftir aðstoð stjórnvalda eftir að kjötkveðjuhátíðin fór fram í skugga ofbeldisverka.
17.02.2018 - 05:09

Sat inni í 11 ár fyrir andvana fæðingu

Hin 34 ára gamla Teodora del Carmen Vasquez var leyst úr haldi í El Salvador í gær eftir að hafa setið í fangelsi í 11 ár. Hún var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð eftir að hafa fætt andvana barn.
16.02.2018 - 04:44

Skæruliðaleiðtogi handtekinn í Kólumbíu

Yfirvöld í Kólumbíu handtóku leiðtoga ELN skæruliðahreyfingarinnar í dag. Hann er grunaður um að hafa skipulagt tvær árásir á lögreglu, þar sem sjö létust og tugir særðust.
16.02.2018 - 01:57

Mæður gefa börn sín af ást

Ástandið í Venesúela fer versnandi frá degi til dags. Foreldrar grípa í auknum mæli til þeirra örþrifaráða að senda börn sín á munaðarleysingjahæli eða skilja þau eftir á opinberum stöðum, þar sem þeir geta ekki brauðfætt þau. Fólk gerir þetta af...
15.02.2018 - 18:40

Yfir 20 dáin á kjötkveðjuhátíð í Bólivíu

Fjöldi banaslysa hefur varpað skugga á hátíðahöld í Bólivíu um helgina. 21 hefur látið lífið og 72 slasast í og nærri borginni Oruro, þar sem kjötkveðjuhátíð stendur nú sem hæst. Bólivísk yfirvöld greindu frá þessu á sunnudag.
12.02.2018 - 04:47

Sex létust í sprengingu í Bólivíu

Sex létust og tugir slösuðust í mikilli sprengingu í næsta nágrenni við kjötkveðjuhátíðahöld í borginni Oruro í Bólivíu í gærkvöld. Minnst tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengingin varð í næstu, samsíða götu við þá, þar sem sjálf hátíðahöldin...
11.02.2018 - 07:45

Höfuðpaur illræmds glæpagengis handtekinn

Einn illræmdasti glæpaforingi Mexíkós var handtekinn í Mexíkóborg á fimmtudag. José María Guízar Valencia, sem einnig gengur undir viðurnefninu El Z43, er höfuðpaur Los Zetas-glæpagengisins og eftirlýstur fyrir fjölmarga alvarlega glæpi í Mexíkó og...

Háttsettir lögregluforingjar ákærðir í Mexíkó

Yfirvöld í Veracruz-ríki í Mexíkó ákærðu í gær tvo fyrrverandi yfirlögreglustjóra og fleiri háttsetta lögregluforingja í ríkinu fyrir að koma á fót og stjórna dauðasveit, sem rændi og að öllum líkindum banaði að minnsta kosti 15 manns. Alls voru 20...

Tóku 3,3 tonn af kókaíni og 21 fanga

Lögregla í fimm Mið- og Suður-Ameríkulöndum lagði hald á 3,3 tonn af kókaíni og handtók 21 mann í víðtækri, samræmdri lögregluaðgerð í gær. Meirihluti kókaínsins átti að fara á markað í Mið-Ameríku og í Bandaríkjunum, að sögn kólumbískra...