Námu hljóð líkt sprengingu

Argentínski flotinn segir að greinst hafi hljóð sem líkst hafi sprengingu við leitina á argentínska kafbátnum sem hvarf í síðustu viku með 44 innanborðs.
23.11.2017 - 16:14

Mið-Ameríka hættulegust konum

Konur í Mið-Ameríku og í Karíbahafinu eru í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þriðjungur kvenna um allan heim hefur orðið fyrir ofbeldi segir í skýrslunni.
23.11.2017 - 04:43

Heyrðu hugsanlega í horfnum kafbát

Argentínski sjóherinn greindi hljóð í Suður-Atlantshafi, nokkrum klukkustundum eftir að þeir greindu síðast merki frá kafbáti sem hvarf með 44 skipverja innanborðs. Talsmaður hersins vildi ekki hafa uppi neinar getgátur um hvort hljóðið gæti hafa...
23.11.2017 - 02:13

Ekkert heyrst frá kafbátnum í sex daga

Ekkert hefur heyrst frá argentínska kafbátnum, sem leitað er að í Suður-Atlantshafi, í sex daga. Hljóð sem talin voru hafa borist í gær frá áhöfn skipsins, komu ekki frá bátnum. 
21.11.2017 - 18:51

Senda 59.000 Haíta aftur heim

Um 59.000 Haítar, sem notið hafa sérstakrar verndar og haft dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum í skjóli þess síðan einhver mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar reið yfir Haítí árið 2010 þurfa að búa sig undir að yfirgefa Bandaríkin eftir hálft...

Hljóðin ekki frá týnda kafbátnum

Hljóð sem talin voru berast frá horfna, argentínska kafbátnum San Juan á mánudag eru nær örugglega ekki frá kafbátnum eftir allt saman, ekki frekar en strjálar og óljósar sendingar í gegnum gervihnött, sem á laugardag voru taldar berast frá...
21.11.2017 - 01:33

Námu hljóð frá týnda kafbátnum

Skipherra argentínska kafbátsins, sem er saknað á Atlantshafi, tilkynnti um vélarbilun í síðustu skilaboðunum sem honum tókst að senda. Talið er að hljóðsjár leitarskipa hafi numið hljóð frá kafbátnum í dag.
20.11.2017 - 21:50

Neyðarmerki voru ekki frá kafbátnum

Neyðarmerki sem fjarskiptatæki argentínska sjóhersins námu um nýliðna helgi komu ekki frá kafbátnum, sem saknað hefur verið frá því á miðvikudaginn var. Talsmaður hersins greindi frá þessu í dag. Báturinn var þá á Suður-Atlantshafi, um 430 kílómetra...
20.11.2017 - 16:44

Hægrisveifla í Chile

Milljarðamæringurinn og fyrrverandi forsetinn Sebastian Piñera fékk flest atkvæði í forsetakosningunum sem fram fóru í Chile í gær, sunnudag. Piñera uppskar tæplega 37 prósent atkvæða en sá sem næstur honum kom, þingmaðurinn og fyrrum...
20.11.2017 - 03:43

Námu boð úr neyðarsendi kafbátsins

Fjarskiptastöðvar Bandaríkjaflota námu í dag neyðarsendingar frá argentínska kafbátnum ARA San Juan. Eru þetta fyrstu merkin sem numin hafa verið síðan báturinn hvarf snemma á miðvikudag, með 44 manna áhöfn um borð. Enrique Balbi, talsmaður...
19.11.2017 - 01:33

Leitað að kafbáti með 44 innanborðs

Víðtæk leit stendur nú yfir að kafbát úr argentíska sjóhernum sem ekkert hefur spurst til í þrjá daga. Fjörutíu og fjórir eru um borð í kafbátnum sem var á leið í flotastöð í suðurhluta Argentínu.
18.11.2017 - 16:32

Sjö borgarar féllu í lögregluárás á Haítí

Lögregla á Haítí hefur viðurkennt að minnst sjö óbreyttir borgarar hafi fallið í viðamiklum lögregluaðgerðum sem beindust gegn glæpagengjum í einu af fátækrahverfum höfuðborgarinnar Port-au-Prince. Í rauðabítið síðasta mánudag réðust sveitir...

Foringi Los Zetas handtekinn

Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið foringja glæpaklíku sem kallast Los Zetas og er talinn hafa fyrirskipa morð á 72 farandverkamönnum frá Mið- og Suður-Ameríkuríkjum sem var rænt á leið til Bandaríkjanna og síðan skotnir þegar þeir neituðu að vinna...
15.11.2017 - 13:41

Enn lækkar lánshæfismat Venesúela

Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfismat Venesúela enn frekar. Landið var komið í ruslflokk að mati sérfræðinga fyrirtækisins, en var í dag úrskurðað í flokk, sem kallaður er selective default eða valkvætt greiðslufall....
14.11.2017 - 14:19

Friðarsamningur raskar valdajafnvægi

Átök um yfirráðasvæði hafa aukist í Kólumbíu eftir að skæruliðasamtökin FARC voru leyst upp og skæruliðunum veitt borgaraleg réttindi. Fólki hefur verið gert að flýja heimili sín og ungmennum hafa verið færð vopn í valdabaráttunni.
09.11.2017 - 06:21