Hitinn fer í 25 stig

Hiti verður víða 13 til 25 stig í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar. Hlýjast verður inn til landsins en heldur svalara eystra.
26.07.2017 - 08:33

Neyðarboð frá bandarískri skútu við Ísland

Óttast er að bandarísk skúta sé í vandræðum djúpt suðvestur af landinu skammt utan við íslensku lögsögumörkin Um klukkan hálffjögur í nótt bárust stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð úr neyðarsendi.
26.07.2017 - 08:06

Umferðartafir við Ölfusárbrú

Umferðartafir urðu í morgun við Ölfusárbrú við Selfoss vegna vegarframkvæmda. Fólki var vísað út af þjóðvegi eitt og bent á að fara hjáleið til að komast leiðar sinnar. Stefnt er að því að opna þjóðveg eitt um níu leytið.
26.07.2017 - 07:58

Franskir rannsakendur skoða þyrluslysið

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur skipað fulltrúa við rannsóknina á brotlendingu þyrlu Ólafs Ólafssonar athafnamanns, sem brotlenti með fimm farþega á Hengilssvæðinu í maí í fyrra. Málið er enn í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa...
25.07.2017 - 23:26

Höfða kannski mál gegn konunni sem fékk kalsár

Konan sem fékk alvarlegt kalsár eftir fitufrystingu krafðist rúmlega tveggja milljóna króna í bætur. Fyrirtækið, sem framkvæmdi fitufrystinguna, íhugar að höfða málsókn á hendur konunni. Hún beri sjálf ábyrgð á áverkanum sem hún hlaut eftir...
25.07.2017 - 22:10

Hitamet féll í dag - nærri 28 gráður

Hitamet sumarsins féll í dag þegar nærri 28 gráður mældust í Fnjóskadal. Á Végeirsstöðum í Fnjóskadal var hitinn 27,7 gráður um klukkan fjögur í dag. Síðast var jafn heitt á landinu 9. ágúst 2012 á Eskifirði. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem...
25.07.2017 - 20:13

Jökulsárlón friðlýst: Óttast ekki málsókn

Um 189 ferkílómetra svæði, þar á meðal Jökulsárlón, var í dag friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Umhverfisráðherra óttast ekki málsókn á hendur ríkinu vegna kaupa á jörðinni Felli. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, undirritaði...
25.07.2017 - 19:05

Vill þúsundir íbúða til lausnar húsnæðisvanda

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ætlar að leiða framboðslista flokksins í borginni í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Hún vill leysa húsnæðisvanda borgarinnar með því að setja þúsundir íbúða inn á markaðinn. Flokkurinn mun berjast fyrir...
25.07.2017 - 17:41

Makrílvertíðin hafin fyrir alvöru

Útlit er fyrir að makrílvertíðin sé hafin fyrir alvöru eftir að hafa farið rólega af stað. Skipstjóri á Beiti frá Neskaupstað segir makrílinn líta vel út og sé fallegur miðað við árferði.
25.07.2017 - 17:30

Nýtt fjármögnunarkerfi á að stytta biðlista

Nýtt fjármögnunarkerfi Landspítalans, sem byggir að stærstum hluta á umfangi þjónustu og framleiðni, tekur gildi að fullu á næsta ári. Innleiðing kerfisins hefur gengið hægt, en forstjóri Sjúkratrygginga segir að kerfið eigi að stytta biðlista...
18.07.2017 - 11:14

Telja best að leggja línu á vatnsverndarsvæði

Víðtækar ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir hugsanlega olíumengun við lagningu Lyklafellslínu í gegnum vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk segir Ólafur Árnason fagstjóri hjá verkfræðistofunni Eflu sem gerði áhættumat fyrir verkefnið....
24.07.2017 - 19:25

Telur að borgin hefði átt að bíða með söluna

Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, telur að Reykjavíkurborg hafi orðið af 200 milljónum króna með því að selja fasteignir á Laugavegi og Skólavörðustíg árið 2014. Bíða hefði átt með söluna til að selja þær fyrir hærra verð. Fulltrúar...
25.07.2017 - 14:51

Slökkviliðsmenn í fullum skrúða í heitu jóga

„Reykköfun er dálítið tæknilegt fyrirbæri í raun og veru. Maður þarf í miklum átökum samt sem áður að stjórna því hversu mikið af lofti maður notar,“ segir Hörður Halldórsson slökkviliðsmaður en hann og félagar hans úr Slökkviliði Akureyrar skelltu...
25.07.2017 - 14:22

Munu skoða að herða eftirlit með fitufrystingu

Settur landlæknir segir embættið taka ábendingar formanns lýtalæknafélagsins, um aukið eftirlit með fitufrystingaraðgerðum, alvarlega. Eitt versta kalsárstilfelli eftir fitufrystingu, sem sést hefur í heiminum, kom upp hér á landi á síðasta ári.
25.07.2017 - 12:37

Hvöttu til sunds á hættulegum stað

Á Facebook-síðu ferðaskrifstofunnar Guide to Iceland er myndband af manneskju að synda í Brimkatli á Reykjanesi. Við ketilinn eru viðvörunarskilti þar sem varað er við sundi. Forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir birtingu myndbandsins mjög...
25.07.2017 - 11:12