Farþegi í Herjólfi tekinn með kannabis

Farþegi í Herjólfi var handtekinn síðdegis í gær. Í fórum hans fundust um 100 grömm af kannabisefnum. Farþeginn var á leið til Vestmannaeyja. Lögreglan í Vestmannaeyjum naut liðsinnis fíkniefnahundsins Rökkva, sem er í eigu embættisins.
24.02.2018 - 16:45

Listi Miðflokksins í Reykjavík tilkynntur

Stjórn Miðflokksins kynnti í dag hvaða frambjóðendur verða í efstu sætum á lista flokksins í borgarstjórnarkosningum í vor. Áður hafði verið tilkynnt að Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks, yrði oddviti flokksins í Reykjavík.

Þrír á spítala eftir bílslys við Hamraborg

Þrír voru fluttir á spítala um klukkan þrjú síðdegis í dag eftir að bíl var ekið á ljósastaur á afrein sem liggur af Hafnarfjarðarvegi til norðurs upp í Hamraborg í Kópavogi. Að sögn varðstjóra slökkviliðs virðist sem áreksturinn hafi verið nokkuð...
24.02.2018 - 15:36

Stálu skrautlegu safni af kynlífshjálpartækjum

Grímuklæddir þjófar brutust í vikunni inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu við Kleppsveg í Reykjavík og höfðu á brott með sér hjálpartæki og sleipiefni fyrir marga tugi þúsunda. Svo virðist sem þeir hafi valið gripina af kostgæfni. „Þetta...
24.02.2018 - 15:26

Átakanlegt að koma að skepnunum í djúpu vatni

Mikið vatn flæddi inn í hesthús hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborgum við Rauðhóla í nótt. Bergljót Rist, eigandi hestaleigunnar, segir að það hafi verið átakanlegt að koma að hestunum standandi í djúpu vatni upp að kviði. Kindur voru...
24.02.2018 - 14:37

53 þúsund laxar drápust í Tálknafirði

53 þúsund laxar drápust þegar þeir voru fluttir úr laskaðri sjókví Arnarlax í Tálknafirði. Fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun segir fiskinn drepast vegna álags og stress sem fylgir flutningunum á viðkvæmum tíma.
24.02.2018 - 13:00

Beltagrafa notuð til að bjarga báti í Hólmavík

Báturinn Fönix losnaði frá bryggju í Hólmavík í nótt. Björgunarsveitin Dagrenning var kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Þá höfðu landfestar slitnað og bátinn rak í höfninni.
24.02.2018 - 13:07

Segir ekkert hafa verið hæft í ásökunum

Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að íslensk yfirvöld hefðu tæplega tekið ákvörðun um að bjóða fram starfskrafta hans á alþjóðavettvangi ef eitthvað hefði verið hæft í ásökunum tveggja barnaverndarnefnda á...
24.02.2018 - 12:54

Segir framboð Þórdísar engu breyta

Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmis, ígrundar framboð til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við fréttastofu segir Haraldur að framboð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sé alls ekki óvænt en...
24.02.2018 - 12:07

Listi Samfylkingar í Reykjavík samþykktur

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann. Hann varð efstur í flokksvali sem var haldið fyrr í mánuðinum.

Gefur ekki kost á sér en býst við framboðsslag

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að sækjast eftir kjöri í embættið á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Hún greindi frá þessu í Vikulokunum á Rás 1 nú í morgun en sagðist þó búast við að Þórdís...
24.02.2018 - 11:32

Skúrir breytast í él

Í dag dregur smám saman úr vindi og úrkomu, auk þess sem kólnar og við það breytast skúrirnar um landið sunnan- og vestanvert í él, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Í nótt lægir svo og styttir upp. Á morgun á að hvessa af suðaustri og...
24.02.2018 - 09:08

RÚV og Stundin með flestar tilnefningar

RÚV hlýtur fjórar tilnefningar til Blaðamannaverðlauna ársins 2017 og Stundin þrjár. Morgunblaðið hlýtur tvær tilnefningar og Fréttablaðið, Stöð 2/365 og Kjarninn eina hver. Tvær tilnefningar eru fyrir umfjöllun um uppreist æru og þá er tilnefnt...
24.02.2018 - 08:50

Þórdís býður sig fram til varaformennsku

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar, ferðamála og nýsköpunar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi í næsta mánuði. Hún greinir frá þessu í pistli sem hún skrifar í sunnudagsblað...
24.02.2018 - 08:13

Metfjöldi útkalla og tugum dýra bjargað

Um 30 kindum og 15 hrossum var bjargað úr umflotnum gripahúsum nærri Reykjavík í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti yfir 100 útköllum vegna vatnsveðursins í gær og nótt. Yfirmenn hjá slökkviliðinu, sem fréttastofa náði tali af, muna ekki...
24.02.2018 - 06:44