Varað við vatnavöxtum vegna úrhellis

Útlit er fyrir að úrkoma geti mælst allt að 40 til 60 millimetrar nokkuð víða á Suðausturlandi og Austfjörðum í dag og að megnið af þessu vatni falli til jarðar fyrir hádegi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands um...
20.09.2017 - 07:01

Grunaðir um að hafa siglt undir áhrifum

Tveir menn voru teknir af lögreglu í gærkvöld í Snarfarahöfn í Reykjavík grunaðir um að hafa siglt báti undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Skip, bátar og kafarar björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu höfðu verið kölluð út um tíu leytið í...
20.09.2017 - 06:52

Stormur og rigning í fyrramálið

Veðurstofan varar við stormi á Suðausturlandi í fyrramálið. Meðalvindur í Öræfum getur farið í 25 metra á sekúndu og vindur í hviðum gæti farið nærri 40 metrum á sekúndu. Talsverð rigning verður austantil á landinu og á köflum mikil rigning á...
19.09.2017 - 23:07

Leggja til stórfellda fækkun sveitarfélaga

Fækka ætti sveitarfélögum og festa lágmarksíbúafjölda þeirra í lög. Þetta eru niðurstöður starfshóps um eflingu sveitarstjórnastigsins. 40 sveitarfélög uppfylla ekki þá lágmarksstærð sem lögð er til.
19.09.2017 - 22:47

Aðgerðir vegna sauðfjárbænda ná ekki í gegn

Sauðfjárbændur telja ljóst að tillögur landbúnaðarráðherra til að taka á vanda þeirra nái ekki fram að ganga fyrir kosningar. Þetta kom fram á aukafundi Landssamtaka sauðfjárbænda í dag. Landbúnaðarráðherra segir tillögur þeirra um inngrip á markaði...
19.09.2017 - 22:34

Flestir hlynntir stjórnarslitum og kosningum

Nærri tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir stjórnarslitum og enn fleiri því að þing hafi verið rofið og boðað til kosninga. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi.
19.09.2017 - 22:00

Finnur styrk í umræðu um kynferðisbrot

Thelma Ásdísardóttir segist upplifa kraft og styrk í því að nú sé talað en ekki þagað um kynferðisbrot gegn börnum. Slíkt ofbeldi þrífist í þögn og í skúmaskotum. Kynjafræðingur segir að nú séu brotaþolar kannski að fá uppreist æru.
19.09.2017 - 19:48

Lögreglan lýsir eftir Guðmundi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Guðmundur er grannvaxinn, um 180 sm á hæð, með grá augu og axlarsítt hár (oftast í tagli). Hann er klæddur í...
19.09.2017 - 19:44

Erfitt fyrir stéttarfélög að sannreyna gögn

Stéttarfélög hafa ekki næga heimild til þess að uppfylla lögbundna skyldu sína þegar kemur að eftirliti með vinnumansali. Þetta segir formaður Einingar Iðju. Erfitt sé að sannreyna hvort launagögn sem lögð eru inn sýni raunveruleg kjör starfsmanna...
19.09.2017 - 18:56

Illa undir kosningar búnir fjárhagslega

Framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka hafa minnkað að núvirði um helming frá árinu 2008. Fjárhagslega eru flokkarnir illa undir það búnir að heyja kosningabaráttu og ljóst er að Alþingiskosningar nú munu bitna á framlögum til...
19.09.2017 - 18:42

Búið að finna bilunina á heitavatnsæðinni

Búið er að finna bilun á heitavatnsæð sem varð til þess að heitt vatn kom upp á mótum Kaplaskjólsvegar og Viðimels. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir enn fremur að búið sé að einangra æðina og að sú aðgerð hafi ekki áhrif á...
19.09.2017 - 18:33

Óttast að þingstörfin verði að sirkus

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segist óttast að þingstörf núna í aðdraganda kosninga verði einhvers konar sirkus en ekki málefnaleg afgreiðsla mála. Þetta segir hann í kjölfar þess að Brynjar Níelsson var settur af sem...
19.09.2017 - 18:12

„Í raun og veru var ég rekinn“

Brynjar Níelsson segir að hallarbylting í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi ekki endilega komið á óvart. Honum þyki þó lítill bragur á því hvernig staðið var að málum. Stjórnarandstæðingar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tóku í morgun...
19.09.2017 - 18:02

Fá upplýsingar úr síma vegna frelsissviptingar

Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um síma manns sem er grunaður um líkamsárás, frelsissviptingu, rán og hótanir á grundvelli úrskurðs Héraðsdóms Norðurlands eystra þrátt fyrir að maðurinn hefði lýst yfir kæru til Hæstaréttar við réttarhaldið.

Borgarfulltrúum fjölgar í 23

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum í 23 á næsta kjörtímabili. Lögum samkvæmt verða borgarfulltrúar að vera á bilinu 23 til 31 eftir næstu kosningar. Fulltrúar meirihlutaflokkanna og Framsóknar og flugvallarvina...
19.09.2017 - 16:42