Tvær stúlkur slösuðust á vespu

Bifreið og vespa rákust saman við Valahjalla í Kópavogi um klukkan hálf átta í kvöld. Tvær stúlkur sátu vespuna þegar óhappið varð og voru fluttar með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans.

Allt listaverkasafn Iðnó auglýst til sölu

Allt málverka- og listmunasafn Iðnó var auglýst til sölu um helgina. Þar er meðal annars að finna verk eftir marga af meisturum íslenskrar myndlistarsögu. Margrét Rósa Einarsdóttir, sem hefur rekið Iðnó síðastliðin sextán ár, segir þetta gert vegna...
23.07.2017 - 15:00

Féll fimm metra til jarðar

Maður var fluttur á slysadeild um klukkan tvö í nótt með áverka á höfði. Hann hafði fallið eina fimm metra í Grafarholti í Reykjavík Lögregla rannsakar tildrög slyssins.
23.07.2017 - 08:05

Nýskreyttum strætisvagni fagnað

KÞBAVD-vagninn, sem sigraði í hönnunarkeppni Strætó í byrjun mánaðarins, var afhjúpaður í dag með pompi og prakt. Hönnunarkeppnin stóð yfir í rúman mánuð á vefsíðunni meistaraverk.is og var vefurinn heimsóttur meira en 300.000 sinnum. 1.700 tillögur...
21.07.2017 - 18:39

Fyrsta verðlækkun á fjölbýli í tvö ár

Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði milli mánaða í júní. Þetta er í fyrsta lækkunin milli mánaða í tvö ár eða síðan í júní 2015. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að í upphafi árs hafi verið varað við hækkun á húsnæðisverði vegna...
19.07.2017 - 16:35

Segir markvissar aðgerðir í gangi gegn mengun

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að bæjarfélagið hafi staðið fyrir mjög markvissum aðgerðum til að minnka mengun í Varmá, sem rennur í gegnum bæinn. Líklega verði þó seint eða aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir mengunarslys.
17.07.2017 - 22:04

Sex heimilisofbeldismál tilkynnt lögreglu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sex tilkynningar um heimilisofbeldi í gærkvöldi og nótt. Áverkar þolenda eru misalvarlegir, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar kemur fram að gerendur hafi í þremur tilfellum verið handteknir og...

Handtekinn fyrir kynferðisbrot á skemmtistað

Karlmaður var handtekinn á skemmtistað í miðborginni í nótt, grunaður um kynferðisbrot gagnvart konu á staðnum. Dyraverðir höfðu afskipti af manninum og hugðust koma honum út af staðnum en hann brást hinn versti við og réðist gegn þeim. Lögregla kom...

Jarðskjálfti við Kleifarvatn

Jarðskjálfti, 3,1 að stærð, varð við suðurenda Kleifarvatns laust fyrir miðnætti í kvöld. Fáir, mun minni skjálftar fylgdu í kjölfarið, en nú er allt með kyrrum kjörum. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði og á Suðurnesjum, og dæmi eru um að fólk hafi...
15.07.2017 - 00:29

Tvö handtekin vegna heimilisofbeldis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í tvígang kölluð út vegna heimilisofbeldis í nótt. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af deginum var tilkynnt um heimilisofbeldi í austurhluta Reykjavíkur. Var ölvaður maður handtekinn á staðnum og færður í...

„Fáum glæsilegar byggingar þarna“

Mikill kostnaður við að kaupa hús og byggingarrétt við Laugaveg fjögur og sex hafði áhrif á hversu mikið var leyft að byggja á reitnum, segir fulltrúi Pírata í umhverfis- og skipulagsráði. Fagurfræðin hafi þó ekki vikið fyrir þeim sjónarmiðum.
11.07.2017 - 12:58

Tafir á umferð vegna malbikunarframkvæmda

Búast má við einhverjum umferðartöfum í norðurátt á Kringlumýrarbraut í Reykjavík í dag vegna malbikunar og einnig á Sæbraut til vesturs frá Katrínartúni að Faxagötu. Malbika á báðar akreinar, en unnið er á annarri í einu og því má búast við að...
11.07.2017 - 09:12

Minjaverndarlög hefðu getað breytt byggingum

Byggingarnar á Laugavegi 4-6 í Reykjavík hefðu líklega ekki endað svona ef minjaverndarlög, sem tóku gildi fyrir fjórum árum, hefðu gilt þegar skipulag reitsinsvar unnið. Þetta er mat sviðsstjóra hjá Minjastofnun. Of mikið sé byggt á reitnum og...
10.07.2017 - 19:47

„Ábyrgðin er hjá borginni“

Pétur H. Ármannsson sviðsstjóri hjá Minjastofnun gagnrýnir að heimilað hafi verið að reisa byggingarnar við Laugaveg 4 og 6. Hann segir að ekki hafi verið tekið tillit til þess hvað umhverfið þoli.

Annríki hjá lögreglu í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna heimilisofbeldis og líkamsárása í nótt. Rétt fyrir klukkan tvö var maður handtekinn í Mosfellsbæ grunaður um heimilisofbeldi. Hann var færður í fangageymslu lögreglu á meðan málið er rannsakað.