Lögregla ræðst af hörku í flóttamannabúðir

Lögreglan í Papúa Nýju-Gíneu réðist til atlögu inn í flóttamannabúðir Ástrala á eyjunni Manus í nótt. Áströlsk yfirvöld og flóttamenn sem haldið er í búðunum segja aðgerðir lögreglunnar þær harkalegustu til þessa.
23.11.2017 - 01:53

Öflug jarðskjálftahrina skekur Nýju Kaledóníu

Öflugur jarðskjálfti, 7,0 að stærð, varð undan austurströnd Nýju Kaledóníu á vestanverðu Kyrrahafi laust fyrir ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun á Nýju Kaledóníu og Vanúatú, en engar fregnir hafa borist af slíkum...
20.11.2017 - 01:18

Ástralir samþykkja hjónabönd samkynhneigðra

Ástralir samþykktu í dag í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfa hjónabönd samkynhneiðra með lögum. Niðurstaðan er þó ekki bindandi og því þarf ástralska þingið að festa hana í lög til að samkynja hjónabönd verði sannarlega leyfileg. Á þinginu eru skoðanir...
14.11.2017 - 23:48

Flytja flóttamenn á brott með valdi

Flóttamenn sem enn eru inni í lokuðum flóttamannabúðum á Manus-eyju við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið varaðir við því að þeir verði fluttir þaðan með valdi um helgina verði þeir ekki farnir. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Ástralir halda fjölda...
09.11.2017 - 06:36

Tvöfalt ríkisfang stjórnmálamanna veldur óróa

Hverrar þjóðar er ég? Við þeirri spurningu er ekki alltaf einfalt svar og stjórnmál í Ástralíu hafa verið í uppnámi vegna þessarar hennar. Í stjórnarskrá landsins er ákvæði um að fólk sem eru á nokkurn hátt bundið erlendu ríki eða á rétt á því að...
08.11.2017 - 07:58

Verða að sanna ríkisfang sitt

Ástralskir stjórnmálamenn verða að sanna að þeir hafi ekki annað ríkisfang samkvæmt tillögum sem Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, kynnti í morgun. Þar er kveðið á um að fulltrúum beggja deilda þingsins veri gert skylt að leggja fram...
06.11.2017 - 09:31

Kjósa um frelsi frá Frökkum

Íbúar Nýju Kaledóníu munu halda þjóðaratkvæðagreiðslu um heimastjórn á næsta ári. Um þetta sömdu leiðtogar þessa Kyrrahafseyjaklasa við stjórnvöld í París í gær, en eyjarnar lúta franskri stjórn í dag. Fastlega er reiknað með að meirihluti...
04.11.2017 - 07:31

Bannað að klífa Uluru frá október 2019

Þau sem hafa látið sig dreyma um að klífa hinn goðsagnakennda stapa Uluru í óbyggðum Ástralíu ættu að fara að huga að undirbúningi suðurferðar - eða, sem væri frumbyggjum Ástralíu meira að skapi, láta alla slíka drauma lönd og leið. Stjórn...
01.11.2017 - 07:04

Flóttamannabúðum Ástrala í Manus lokað

Flóttamenn sem Ástralir halda í flóttamannabúðum í Papúa Nýju-Gíneu hafa höfðað mál vegna yfirvofandi lokunar búðanna. Dómstóll í Papúa Nýju-Gíneu segir flóttamannabúðirnar stangast á við stjórnarskrá landsins.
31.10.2017 - 04:57

Ástralska stjórnin í uppnámi

Óvissa er um framtíð áströlsku ríkisstjórnarinnar eftir að æðsti dómstóll Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að Barnaby Joyce, varaforsætisráðherra landsins, yrði að segja af sér embætti vegna ákvæðis í stjórnarskrá sem meinar fólki með tvöfalt...
27.10.2017 - 08:16

Stjórnarkreppu lokið á Nýja Sjálandi

Jacinda Ardern, leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi, verður næsti forsætisráðherra landsins. Þetta varð ljóst þegar Winston Peters, formaður flokksins Nýja Sjáland í öndvegi, NZF, lýsti yfir stuðningi við hana. Þar með er endi bundinn á...
19.10.2017 - 07:57

Nýja Sjáland: Línur skýrast eftir helgi

Enn er ekki ljóst hvort það verður Þjóðarflokkurinn eða Verkamannaflokkurinn sem myndar stjórn á Nýja Sjálandi en flokkurinn Nýja Sjáland í öndvegi hefur það i höndum sér hvor það verður.
13.10.2017 - 09:43

Gögnum stolið frá Ástralíuher

Viðkvæmum gögnum um F-35 herþotur og P-8 njósnaflugvélar ástralska hersins var stolið úr tölvum undirverktaka í varnarmálaráðuneyti Ástralíu. AFP fréttastofan hefur eftir yfirvöldum að brotist hafi verið inn í tölvurnar með búnaði sem kínverskir...
12.10.2017 - 06:34

Ósend skilaboð gilda sem erfðaskrá

Ósend skilaboð úr síma látins manns geta talist lögleg sem erfðaskrá. Þetta kemur fram í úrskurði dómstóla í Ástralíu. Í skilaboðunum ánafnar maðurinn bróður sínum heimili sínu og lífeyri.
11.10.2017 - 06:14

60 prósent búin að kjósa í Ástralíu

Nærri 60 prósent kjósenda í Ástralíu hefur greitt atkvæði í umdeildri póstkosningu sem snýst um það hvort leyfa eigi samkynja hjónabönd í landinu. Atkvæðagreiðslan hófst 12.september og lýkur 8.nóvember. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða gerðar...
03.10.2017 - 09:48