Segir af sér vegna kynferðislegrar áreitni

Barnaby Joyce, aðstoðar-forsætisráðherra Ástralíu, hyggst segja af sér embætti og gerast almennur þingmaður vegna ásakana um að hann hafi beitt konur kynferðislegu ofbeldi. Þá hefur verið upplýst að hann hafi átt í ástarsambandi við fyrrverandi...
23.02.2018 - 08:24

Þúsund veðurtepptir á Nýja-Sjálandi

Allt að eitt þúsund ferðamenn eru veðurtepptir við Golden Bay á Suðurey á Nýja-Sjálandi vegna leifa frá fellibylnum Gitu. Hann hefur látið til sín taka á Suður-Kyrrahafi að undanförnu. Skriða lokar vegi þannig að yfirvöld kanna þá möguleika að senda...
21.02.2018 - 07:42

Mikið tjón á Tonga eftir fellibylinn Gita

Öflugasti fellibylur sem skollið hefur á eyríkið Tonga olli miiklu tjóni á mannvirkjum þegar hann fór þar yfir aðfaranótt þriðjudags, en engar tilkynningar hafa borist yfirvöldum um manntjón. Í höfuðborginni Nuku'alofa rifnuðu þök af húsum,...
13.02.2018 - 01:41
Erlent · Hamfarir · Eyjaálfa · Tonga · Veður

Feikiöflugur fellibylur nálgast Tonga

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Tonga vegna fellibylsins Gita, sem nálgast þetta litla eyríki óðfluga og eflist enn á ferð sinni yfir hafið frá Samóaeyjum, þar sem hann olli töluverðum usla á föstudag. Starfandi forsætisráðherra...
12.02.2018 - 01:41

Framleiddu barnaklám í sirkusskóla

Sjö voru ákærðir, þar af fjórar konur, fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar á ungum drengjum í sirkusskóla í Ástralíu. Meðal ákæruliða er framleiðsla á barnaklámi. Börnin eru öll undir átta ára aldri.
06.02.2018 - 01:55

Leyniskjöl leyndust í nytjamarkaði

Hundruð leyniskjala ástralskra stjórnvalda var að finna í læstum hirslum sem seldar voru á nytjamarkaði það í landi. Ástralska ríkissjónvarpið ABC greindi frá þessu í morgun, en fréttastofa þeirra hefur birt fjölda frétta að undanförnu út frá efni...
31.01.2018 - 06:13

Ástralar vilja selja meira af vopnum

Áströlsk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ástralía verði á meðal tíu umsvifamestu hergagnaframleiðenda og -útflytjenda heims innan tíu ára. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessum áformum í gær og sagði að vopna- og...
29.01.2018 - 06:58

Leita áfram að skipbrotsfólki á Kyrrahafi

Leit að farþegum og áhöfn lítillar ferju sem hvarf á Kyrrahafi fyrir hálfri annarri viku heldur áfram. Áhöfn leitarvélar nýsjálenska flughersins fann sjö farþega á lífi í björgunarbát í gær og var þeim bjargað um borð í fiskiskip sem var á veiðum...
29.01.2018 - 04:25

Katrín óskar ófrískum kollega til hamingju

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, heillaóskir á Twitter í kvöld. Ardern tilkynnti á dögunum að hún og eiginmaður hennar ættu von á barni og hafa tíðindin tröllriðið nýsjálensku samfélagi....
28.01.2018 - 19:42

7 ferjufarþegar fundust á reki í björgunarbát

Sjö farþegar af ferju sem hvarf á Kyrrahafi fyrir tíu dögum fundust á lífi í björgunarbát í morgun. Leitarmenn í flugvél nýsjálenska flughersins komu auga á björgunarbátinn þar sem hann var á reki á hafsvæðinu við Kiribati-eyjaklasann. Talsmaður...
28.01.2018 - 03:59

Ferja hvarf á Kyrrahafi með 50 manns um borð

Lítil farþegaferja með um 50 manns innanborðs hvarf þegar hún var á siglingu milli tveggja eyja á miðju Kyrrahafi fyrir rúmri viku. Nýsjálenska blaðið New Zealand Herald greinir frá þessu. Ferjan, sem er 17,5 metra löng tvíbytna, lagði af stað frá...
27.01.2018 - 00:28

Eldgos á Papúa Nýju-Gíneu

Um 1.500 íbúar eldfjallaeyjar við norðurströnd Papúa Nýju-Gíneu neyddust til að flýja heimili sín vegna vaxandi gosvirkni í eldfjalli á eyjunni Kadovar, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum. Eldfjallið, sem lengi hefur legið í dvala, byrjaði að...
15.01.2018 - 04:17

Sex fórust í flugslysi í Ástralíu

Sex fórust þegar sjóflugvél af gerðinni DHC-2 Beaver hrapaði og sökk í ána Hawkesbury um 50 kílómetra norður af Sydney í Ástralíu í morgun.
31.12.2017 - 09:28

Ástralskar orrustuþotur á heimleið

Ástralskar orrustuþotur eru á heimleið frá Austurlöndum nær eftir þriggja ára þátttöku í hernaðinum gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu.

Tveir menn í haldi í Melbourne

Fjórtán eru sárir, nokkrir þeirra alvarlega, eftir að bifreið var ekið með ráðnum hug á gangandi vegfarendur í Melbourne í Ástralíu í morgun. Lögregla segir engar vísbendingar hafa komið fram sem tengi ökumanninn við hryðjuverkastarfsemi. 
21.12.2017 - 12:27