Tveir skotnir til bana í Zurich

Tveir menn voru skotnir til bana við útibú UBS-bankans í Zurich nú á þriðja tímanum. Fjölmennt lið lögreglu er á vettvangi. Sjónarvottar segja að fjórum til fimm skotum hafi verið hleypt af. Á myndum af vettvangi sjást tvö lík og skammbyssa skammt...
23.02.2018 - 14:47

Mun færri ESB-borgarar flytja til Bretlands

Nær helmingi færri borgarar Evrópusambandsríkja fluttu til Bretlands á tólf mánaða tímabili frá september 2016 til september 2017 en tólf mánuðina þar á undan. Þetta kemur fram í tölum bresku hagstofunnar, Office for National Statistics. 90.000...
23.02.2018 - 05:13

Tölvupóstur Grænlandsstjórnar flæðir á ný

Bandaríski tölvurisinn Microsoft hefur nú opnað á tölvupóstsendingar grænlensku stjórnsýslunnar til grænlenskra notenda Microsoft-tölvupóstkerfisins, eftir mánaðarlangt þref. Lokað var fyrir allar póstsendingar frá stjórnsýslunni í janúar, eftir að...
23.02.2018 - 01:53

Lögreglumaður dó þegar boltabullur slógust

Lögreglumaður í Bilbaó á Spáni lést af völdum hjartaáfalls sem hann fékk þegar hörð átök brutust út milli stuðningsmanna Atletico Bilbaó og Spartak frá Moskvu, en seinni leikur liðanna í Evrópudeildinni fór fram í Bilbaó í kvöld. Lögregla í Bilbaó...
23.02.2018 - 01:16

Vopnaðs manns leitað í Brussel

Lögreglumenn hafa girt af hluta úthverfis í Brussel, að sögn belgískra fjölmiðla vegna þess að talið er að vopnaður maður hafi sést þar á ferð. Lögregluþyrla sveimar yfir hverfinu. Íbúarnir hafa verið beðnir um að halda sig innan dyra.
22.02.2018 - 13:46

Særðist í skotbardaga í Kaupmannahöfn

Einn var fluttur særður á sjúkrahús eftir að menn skiptust á skotum í norðvesturhluta Kaupmannahafnar í gærkvöld. Hann var ekki talinn vera í lífshættu.
22.02.2018 - 08:17

Sprengja við sendiráð BNA í Svartfjallalandi

Óþekktur maður gerði atlögu að sendiráði Bandaríkjanna í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands í nótt. Maðurinn lét til skarar skríða laust eftir miðnætti að staðartíma. Hann mun hafa kastað einhverju, sem að líkindum var handsprengja, að...
22.02.2018 - 06:12

Grænlensk stjórnsýsla glímir við Microsoft

Grænlenska stjórnsýslan hefur ekki getað sent um fimmtungi Grænlendinga tölvupóst um mánaðarskeið vegna tölvuvíruss sem komst í tölvukerfi hennar í janúar og upprættur var skömmu síðar. Þegar vírusinn uppgötvaðist lokuðu allar helstu...
22.02.2018 - 05:29

Þúsundir sögðu sig úr dönsku þjóðkirkjunni

Rúmlega fimmtán þúsund Danir sögðu sig úr þjóðkirkjunni í fyrra. Árið þar á undan voru þeir enn fleiri eða tæplega 25 þúsund, að því er kemur fram í frétt frá dönsku hagstofunni. Eftir sem áður eru þrír af hverjum fjórum Dönum skráðir í söfnuði...
21.02.2018 - 11:59

Húsleit vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Sænska lögreglan fór í húsleit á nokkrum stöðum í Stokkhólmi og nágrenni snemma í morgun. Á vef embættisins segir að aðgerðirnar hafi beinst gegn skipulögðum glæpasamtökum ásamt rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. Á vef Aftonbladet kemur fram...
21.02.2018 - 09:34

Breska risnuhneykslið

Eftir fjögurra ára rimmu ætlaði breska þingið loksins að veita upplýsingar um risnugreiðslu þingmanna. En áður en að því kom var upplýsingunum lekið. Þarna leyndist ýmis ósómi: merkilega margir þingmenn þöndu til hins ítrasta heimildir til að rukka...
20.02.2018 - 21:01

Áform stjórnvalda valda úlfaþyt meðal bænda

Frönsk stjórnvöld vilja að stofn villtra úlfa í landinu verði að minnsta kosti 500 dýr að fimm árum liðnum. Talið er að um 360 úlfar séu í landinu nú. Franskir bændur eru verulega ósáttir við ákvörðun stjórnvalda.
20.02.2018 - 07:00

Umdeild auglýsing hvetur Rússa á kjörstað

Miðaldra rússneskur karlmaður segir eiginkonu sinni að það taki því ekki fyrir hana að stilla vekjaraklukkuna á kjördag. Það verði hvort eð er einhver kosinn þó hún mæti ekki á kjörstað. Draumfarir mannsins, sem innihalda kynþáttafordóma og...
20.02.2018 - 05:39

Orban líkti innflytjendum við inflúensu

Ungverjaland er eina vígið sem eftir stendur gegn Íslamsvæðingu Evrópu, að sögn Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Hann segist hafa barist fyrir því að halda í ungversk gildi þrátt fyrir hótanir frá stjórnvöldum í Brussel, Berlín og...
19.02.2018 - 06:30

Fimm konur myrtar í Rússlandi

Fimm konur voru skotnar til bana í hryðjuverkaárás á kirkju rússneksa rétttrúnaðarsafnaðarins í Dagestan í Rússlandi í gær. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast bera ábyrgð á árásinni. Að sögn yfirvalda var árásarmaðurinn...
19.02.2018 - 06:10