Óveður og ófærð í Svíþjóð og Noregi

Óveður geisar í Norður-Noregi og Norður-Svíþjóð. Öllum lestarferðum milli Kiruna í Svíþjóð og Narvik í Noregi hefur verið aflýst.
23.11.2017 - 14:02

Tyrklandsforseti hyggst fara til Grikklands

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar til Grikklands á næstu dögum og verður það í fyrsta skipti í 65 ár sem tyrkneskur forseti kemur þangað.
23.11.2017 - 13:52

Babis verður forsætisráðherra

Milos Zeman, forseti Tékklands, ætlar að skipa auðkýfinginn Andrej Babis, leiðtoga ANO-flokksins, í embætti forsætisráðherra 6. desember og leggja blessun sína yfir ríkisstjórn undir hans forystu 15. desember. Tékkneska sjónvarpið greindi frá þessu...
23.11.2017 - 11:50

Ættingjar kæra rannsókn lögreglu

Fjölskylda Daphne Caruana Galizia, maltnesku blaðakonunnar sem myrt var 16. október, hefur kært lögreglurannsóknina á morðinu.
23.11.2017 - 10:49

Hvetur Serba til að horfa til framtíðar

Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hvatti í dag Serba til að líta til framtíðar í tilefni þess að serbneski stríðsglæpamaðurinn Ratko Mladic, fyrrum æðsti foringi hers Bosníu-Serba, var dæmdur í ævilangt fangelsi í Haag. 
22.11.2017 - 15:26

Flóttamenn í hættu á grískum eyjum

Tuttugu alþjóðleg hjálpar- og mannréttindasamtök segja brýnt að flytja flóttafólk og hælisleitendur frá grísku eyjunum Lesbos, Samos og Kíos áður en vetur gengur í garð.
22.11.2017 - 13:56

Jafnaðarmenn sækja á í Danmörku

Þegar talin höfðu verið atkvæði í rúmlega 1.200 sveitarfélögum af 1.387 í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum í Danmörku í kvöld leit út fyrir að Jafnaðarmenn hefðu sótt á á landsvísu, en fylgið minnkað hjá Venstre og Danska þjóðarflokknum.
21.11.2017 - 23:46

Máttur auglýsingaspjaldanna er mikill

Þrátt fyrir alla tækni nútímans notast frambjóðendur í bæja- og sveitastjórnakosningunum, sem fram fóru í Danmörku í dag, við gamlar aðferðir til að auglýsa sig. Sagt er að sá siður að hengja upp auglýsingaspjöld úti um allar trissur sé hvergi...
21.11.2017 - 22:15

Fellst á að boða kosningar í Sýrlandi

Vladimir Putin, forseti Rússlands, greindi Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag frá viðræðum sínum við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Í þeim bar það helst til tíðinda að Assad er því meðmæltur að efnt verði til þing- og forsetakosninga í landinu,...
21.11.2017 - 18:37

Mældu geislavirkni nálægt kjarnorkuveri

Rússneskir veðurfræðingar hafa mælt gríðarmikla geislavirkni nærri Mayak-kjarnorkuverinu í sunnanverðum Úralfjöllum. Geislavirka efnið Ru-106 hefur þar mælst 986 sinnum yfir viðmiðunarmörkum. Rosatom-kjarnorkufyrirtækið sem endurvinnur...
21.11.2017 - 16:43

Handleggur fannst í Køge-flóa

Danska lögreglan tilkynnti nú síðdegis að handleggur hefði fundist í Køge-flóa sunnan Kaupmannahafnar. Segir í tilkynningu lögreglunnar að hún gangi út frá að fundurinn tengist hvarfi sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Hún hvarf 10. ágúst eftir að hafa...
21.11.2017 - 15:59

Fundu dagbækur Lennons í Þýskalandi

Þýska lögreglan handtók í dag mann á sextugsaldri í Berlín, grunaðan um að hafa átt í viðskiptum með ýmsa gripi sem höfðu verið í eigu Bítilsins Johns Lennons. Þar á meðal eru nokkrar dagbækur hans. Hlutunum var stolið í íbúð Yoko Ono, ekkju Lennons...
20.11.2017 - 22:17

Frekar kosningar en minnihlutastjórn

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur að það sé betri kostur að efna til þingkosninga að nýju en að stýra landinu með ótraustan minnihluta á bak við sig. Þetta kom fram í viðtali þýska ríkisútvarpsins ARD við hana í dag. Merkel sagðist þar efast...
20.11.2017 - 21:08

Mikill áhugi á kosningunum í Katalóníu

Yfir átta af hverjum tíu Katalóníumönnum á kosningaaldri ætla að greiða atkvæði þegar kosið verður til þings í héraðinu í næsta mánuði. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem birt var í dag í spænska dagblaðinu ABC.
20.11.2017 - 20:06

Menningarviðburðir hinsegin fólks bannaðir

Borgaryfirvöld í Ankara lögðu á laugardag blátt bann við öllum hinsegin menningarviðburðum í höfuðborginni um óákveðinn tíma. Yfirlýst markmið bannsins er að viðhalda allsherjarreglu og koma í veg fyrir ofbeldisverk. Allsherjarbannið var tilkynnt í...
20.11.2017 - 02:13