Rússar gagnrýna nýjar refsiaðgerðir

Ráðamenn i Moskvu gagnrýna nýjar refsiaðgerðir sem samþykktar voru í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gærkvöld. Fulltrúadeildin samþykkti þá með yfirgnæfandi meirihluta nýjar og hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. 
26.07.2017 - 08:09

Forsætisráðherra Spánar bar vitni

Hópur mótmælenda safnaðist í morgun saman utan við dómshús í grennd við Madríd á Spáni, þegar Mariano Rajoy forsætisráðherra mætti þangað til að bera vitni í spillingarmáli. Það snýst um fjármálaspillingu sem flokkur hans Lýðflokkurinn var flæktur í...
26.07.2017 - 08:08

10.000 flúðu skógarelda í nótt

Um 10.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Suður-Frakklandi í nótt, vegna mikilla skógarelda sem þar brenna. Ástandið verið hvað verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Í nótt blossaði svo upp...
26.07.2017 - 06:28

Miklir skógareldar í Suður-Evrópu

Enn brenna miklir skógareldar í Suður-Frakklandi. Eldar loga einnig víða á Ítalíu og í Portúgal. Í Frakklandi er ástandið einna verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Yfir 2.000 slökkviliðsmenn berjast...
26.07.2017 - 05:35

Strokukvígur sneru aftur eftir 20 daga flandur

Tólf sænskar kvígur struku að heiman í byrjun þessa mánaðar. Þær hafa verið að tínast heim síðan, ein af annarri, og aðfaranótt þriðjudags skiluðu síðustu fjórar strokukvígurnar sér aftur í heimahagana, eftir 20 daga flökkulíf. „Við rákum þær í...
26.07.2017 - 03:03

S-Evrópa að skrælna, N-Evrópa á floti

Veðrið á meginlandi Evrópu skiptist mjög í tvö horn þessa dagana. Miklir og viðvarandi þurrkar hafa hrellt þjóðir í suðurhluta álfunnar, en öllu rigningarsamara hefur verið víða í Norður-Evrópu. Ítalía og Þýskaland eru ágæt dæmi um þetta. Á Ítalíu...
26.07.2017 - 01:57

Betlarar dæmdir í fangelsi í Danmörku

Þrír menn voru í dag dæmdir í tveggja vikna fangelsi fyrir betl á götum Kaupmannahafnar. Mennirnir mættu ekki fyrir dóminn og enginn húsgangsmaður hefur enn verið hnepptur í varðhald fyrir slíkar sakir í Danmörku. Fjórir hafa samt fengið...
25.07.2017 - 18:44

Eurovision 2018 verður í Lissabon

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður í Lissabon næsta vor. Þetta var tilkynnt rétt í þessu. Verður það í 63. sinn sem keppnin er haldin. Portúgal bar sigur úr býtum í Kænugarði í ár með laginu Amar Pelos Dois en þar til nú...
25.07.2017 - 17:30

Skógareldar breiða úr sér í Frakklandi

Hundruð slökkviliðsmanna berjast við að ráða niðurlögum mikilla skógarelda í suðurhluta Frakklands. Á eyjunni Korsíku breiðir eldurinn sig yfir 900 hektara landsvæði. Íbúar nærri Biguglia á norðausturströnd eyjunnar hafa orðið að flýja heimili sín...
25.07.2017 - 01:26

Vinsælla að deila bíl í Danmörku

Æ fleiri kjósa frekar að deila bíl en að eiga bíl í Danmörku. Það sem byrjaði sem tíska í höfuðborginni er að verða nokkuð útbreiddur siður víðar um landið. Um þetta er fjallað á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Fyrirtæki á borð við Let's Go og...
24.07.2017 - 23:20

AGS segir bjart útlit í efnahag heimsins

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur í heiminum verði 3,5% í ár. Þetta kemur fram í nýbirtri spá sjóðsins.Helstu tíðindi í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru að útlit í efnahagsmálum heimsins er bjart. Maurice Obstfeld,...

Danski pósturinn í djúpum vanda

Halli á rekstri danska póstsins eykst verulega samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Mjög róttækra aðgerða er þörf til að koma rekstrinum á réttan kjöl og forráðamenn póstsins hafa farið fram á 40 milljarða íslenskra króna til að ráðast í...
22.07.2017 - 12:51

Grikkir farnir að sjá ljósið

Grikkir eru farnir að sjá ljós eftir tímabil mikils niðurskurðar. Þetta sagði Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri Evrópusambandsins, í útvarpsviðtali í morgun.
24.07.2017 - 10:49

Tjón í vatnavöxtum í Sogni og Firðafylki

Mikið tjón hefur orðið í vatnavöxtum í Norðurfirði í Sogni og Firðafylki í Noregi. Þar hefur verið úrhelli síðan í gærkvöld.
24.07.2017 - 10:16

Pólland: Forseti beitir neitunarvaldi

Andrzej Duda, forseti Póllands, ætlar að beita neitunarvaldi gegn lagafrumvörpum sem miða að breytingum á dómskerfi landsins. Hann sagðist í yfirlýsingu í morgun ætla að senda þau aftur til neðri deildar þingsins til umfjöllunar.
24.07.2017 - 09:01