Her og lögregla sinnir olíudreifingu

Hundruð her- og lögreglumanna voru sendir til að sinna olíudreifingu á Sri Lanka í morgun eftir að starfsmenn í tveimur helstu dreifingastöðum landsins lögðu niður vinnu til að mótmæla áformum stjórnvalda um að selja hluti í þeim til fyrirtækja á...
26.07.2017 - 08:18

Rússar gagnrýna nýjar refsiaðgerðir

Ráðamenn i Moskvu gagnrýna nýjar refsiaðgerðir sem samþykktar voru í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gærkvöld. Fulltrúadeildin samþykkti þá með yfirgnæfandi meirihluta nýjar og hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. 
26.07.2017 - 08:09

Forsætisráðherra Spánar bar vitni

Hópur mótmælenda safnaðist í morgun saman utan við dómshús í grennd við Madríd á Spáni, þegar Mariano Rajoy forsætisráðherra mætti þangað til að bera vitni í spillingarmáli. Það snýst um fjármálaspillingu sem flokkur hans Lýðflokkurinn var flæktur í...
26.07.2017 - 08:08

Neyðarboð frá bandarískri skútu við Ísland

Óttast er að bandarísk skúta sé í vandræðum djúpt suðvestur af landinu skammt utan við íslensku lögsögumörkin Um klukkan hálffjögur í nótt bárust stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð úr neyðarsendi.
26.07.2017 - 08:06

Hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin

Norður-Kóreumenn hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin sjáist þess nokkur merki að reynt verði að koma Kim Jong-un, einræðisherra landsins, frá völdum. Ríkisfréttastofa landsins, KCNA, hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins í Pyongyang að...
26.07.2017 - 07:39

10.000 flúðu skógarelda í nótt

Um 10.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Suður-Frakklandi í nótt, vegna mikilla skógarelda sem þar brenna. Ástandið verið hvað verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Í nótt blossaði svo upp...
26.07.2017 - 06:28

Netáskorun sögð hvetja til sjálfsvíga

Netáskorun sem kennd er við bláhveli er talin hvetja ungt fólk til að svipta sig lífi. Víða um heim leikur grunur á að Blue Whale tölvuleikurinn hafi átt þátt í dauða ungmenna. Sá sem hratt áskoruninni af stað segist stoltur af sköpunarverki sínu
26.07.2017 - 06:00

Miklir skógareldar í Suður-Evrópu

Enn brenna miklir skógareldar í Suður-Frakklandi. Eldar loga einnig víða á Ítalíu og í Portúgal. Í Frakklandi er ástandið einna verst á Korsíku, þar sem 1.800 hektarar skóglendis hafa orðið eldi að bráð í sumar. Yfir 2.000 slökkviliðsmenn berjast...
26.07.2017 - 05:35

43 Egyptar dæmdir í lífstíðarfangelsi

Egypskur dómstóll dæmdi í gær 43 í lífstíðarfangelsi fyrir ofbeldisbrot í tengslum við mótmælaaðgerðir árið 2011, nokkrum mánuðum eftir að Hosni Mubarak, þáverandi forseta, var steypt af stóli. Allir voru sakborningarnir ákærðir fyrir uppþot,...
26.07.2017 - 05:29

Kardínáli neitar sök í kynferðisbrotamáli

George Pell, kardínáli og fjármálastjóri Páfagarðs, neitar allri sök í kynferðisbrotamáli sem sótt er gegn honum í heimalandi hans, Ástralíu. Pell, sem er einn nánasti samstarfsmaður og ráðgjafi Frans páfa I., flaug til Ástralíu fyrr í þessum mánuði...
26.07.2017 - 03:57

Strokukvígur sneru aftur eftir 20 daga flandur

Tólf sænskar kvígur struku að heiman í byrjun þessa mánaðar. Þær hafa verið að tínast heim síðan, ein af annarri, og aðfaranótt þriðjudags skiluðu síðustu fjórar strokukvígurnar sér aftur í heimahagana, eftir 20 daga flökkulíf. „Við rákum þær í...
26.07.2017 - 03:03

S-Evrópa að skrælna, N-Evrópa á floti

Veðrið á meginlandi Evrópu skiptist mjög í tvö horn þessa dagana. Miklir og viðvarandi þurrkar hafa hrellt þjóðir í suðurhluta álfunnar, en öllu rigningarsamara hefur verið víða í Norður-Evrópu. Ítalía og Þýskaland eru ágæt dæmi um þetta. Á Ítalíu...
26.07.2017 - 01:57

Samþykkja hertar aðgerðir gegn Rússum

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að setja nýjar og hertar viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi, Íran og Norður Kóreu. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í henni eru nefndir sérstaklega rússneskir embættismenn...
25.07.2017 - 22:40

Réttað um örlög Charlies

Dómstólar í Bretlandi rétta nú um það hvort hag Charlies Gards, tæplega eins árs bresks drengs sem er í dái og getur ekki andað, sé best borgið á líknardeild. Charlie greindist með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm þegar hann var um átta vikna gamall og...
25.07.2017 - 22:03

Naumur meirihluti um heilbrigðisfrumvarp

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld með eins atkvæðis mun að hleypa áfram frumvarpi sem miðar að því að afnema lög um heilbrigðistryggingar sem Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, setti árið 2010.
25.07.2017 - 20:47