Tíundu hverri konu í Frakklandi nauðgað

Tíundu hverri konu í Frakklandi hefur verið nauðgað að minnsta kosti einu sinni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á vegum Jean Jaures stofnunarinnar. Niðurstöðurnar voru birtar í gær. Algengast er að konur hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af...
24.02.2018 - 18:26

„Kemur í ljós hvort Rússar hafa samvisku“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna átti að koma saman klukkan fimm til að greiða atkvæði um tillögu Svía og Kúveita um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi, til að hleypa hjálparsamtökum inn til Austur-Ghouta og annarra svæða sem eru umsetin hersveitum...
24.02.2018 - 17:59

Lögregla biður 21.500 menn að mæta í DNA-próf

Lögreglan í Limburg-héraði í Hollandi hefur beðið ríflega tuttugu þúsund karlmenn að mæta til að gefa DNA-sýni sem vonast er til að gagnist í leitinni að morðingja 11 ára drengs sem fannst látinn fyrir tuttugu árum. Lífsýnin eru tekin á sex stöðum í...
24.02.2018 - 17:17

Tyrkir fordæma fjöldamorð í Ghouta

Tyrkir krefjast þess að endi verði bundinn á blóðbaðið í Austur Ghouta í Sýrlandi. Talsmaður Erdogans Tyrklandsforseta segir að Sýrlandsstjórn sé að fremja fjöldamorð á svæðinu sem alþjóðasamfélagið verði að stöðva. Atkvæðagreiðslu um tillögu Svía...
24.02.2018 - 14:30

Drukkinn íþróttamaður stal bíl á ÓL

Kanadískur íþróttamaður hefur verið kærður fyrir að stela bíl á aðfaranótt laugardags í Peyongchang í Suður-Kóreu þar sem Vetrarólympíuleikarnir fara fram. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem íþróttamenn komast í fréttirnar fyrir að stela...
24.02.2018 - 13:15

Fasistar áberandi í ítölsku kosningunum

Fasistar eru áberandi fyrir þingkosningarnar á Ítalíu 4. mars og ótti við innflytjendur. Fimm stjörnu hreyfingin popúlíska verður stærsti flokkurinn en hægri bandalag Silvio Berlusconi verður fjölmennast á þingi. Lýðræðisflokkurinn sem er við...
24.02.2018 - 08:24

Þrjár sprengjuárásir í Rakhine

Þrjár sprengjur sprungu á þremur stöðum í Sittwe, höfuðborg Rakhine-héraðs í Mjanmar aðfaranótt laugardags. Ein þeirra sprakk við heimili háttsetts embættismanns í héraðsstjórinni, önnur utan við skrifstofu í miðborginni og sú þriðja við þjóðveginn...
24.02.2018 - 07:50

Þrír fórust í þremur árásum í Afganistan

Minnst þrír fórust og á annan tug særðust í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum í Afganistan í morgun, auk árásarmannanna sjálfra. Einn þeirra sprengdi sig í loft upp nærri sendiráðahverfinu í Kabúl í mestu morgunumferðinni og varð minnst einum að bana...
24.02.2018 - 07:45

Gates játar samsæri og Manafort sekkur æ dýpra

Paul Manafort, fyrrverandi ráðgjafi og kosningastjóri Donalds Trumps, hefur verið ákærður fyrir sigla undir fölsku flaggi og greiða erlendum stjórnmálamönnum fúlgur fjár fyrir að ganga erinda fyrrverandi Úkraínuforseta í Bandaríkjunum. Ákæran kemur...

Átján féllu í sprengjuárás í Mogadishu

Minnst 18 manns týndu lífi og yfir 20 særðust þegar tvær bílsprengjur voru sprengdar í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu á föstudag. Svo virðist sem um tvöfalda sjálfsmorðsprengjuárás hafi verið að ræða; annar árásarmannanna sprengdi sig og bifreið sína...
24.02.2018 - 02:50

Vopnuð lögregla við hvern skóla í Flórída

Vopnaður lögreglumaður mun standa vörð við hvern einasta almenningsskóla í Flórídaríki héðan í frá. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tilkynnti þetta á föstudag. Jafnframt verður aldurstakmark til byssukaupa hækkað úr 18 árum í 21 í Flórída. Þessu...
24.02.2018 - 01:34

Atkvæðagreiðslu um vopnahlé enn frestað

Atkvæðagreiðslu um tillögu Svía og Kúveita um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi, sem fara átti fram á föstudag, hefur verið frestað til morguns, laugardags. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman vegna Sýrlandsstríðsins á föstudag. Þar var tillaga Svía...
24.02.2018 - 00:36

Flytja sendiráðið til Jerúsalem í maí

Bandaríkjastjórn greindi frá því síðdegis að sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael verði flutt frá Tel Avív til Jerúsalem í maí, ári fyrr en búist var við.
23.02.2018 - 19:40

Refsa fyrirtækjum sem hunsa viðskiptaþvinganir

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnir í dag refsiaðgerðir gegn 56 vöruskipta- og flutningafyrirtækjum. Þau eru sökuð um að aðstoða yfirvöld í Norður-Kóreu við að koma sér undan þeim viðskiptaþvingunum sem samþykktar voru í Öryggisráði...
23.02.2018 - 18:08

Páfuglar ekki velkomnir um borð í flugvélar

Fjölmörg flugfélög hafa í gegnum tíðina leyft farþegum að taka með sér um borð svokölluð huggunar gæludýr, dýr sem hjálpa farþegum sem glíma við kvíða og flughræðslu til að mynda. Reglur hafa þó verið hertar víða þar sem reglulega kemur upp grunur...
23.02.2018 - 17:33