Hyggst aðstoða við rannsókn á afskiptum Rússa

Fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta virðist á leið í hóp þeirra sem veita sérstökum saksóknara aðstoð í rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Lögmenn hans hafa tilkynnt lögmönnum Bandaríkjaforseta að þeir...
24.11.2017 - 01:32

Robinho dæmdur í níu ára fangelsi

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Robinho, sem gerði garðinn frægan hjá Real Madrid, Manchester City og AC Milan, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir kynferðisbrot sem átti sér stað 2013.
23.11.2017 - 18:35

Hlýnun jarðar gæti aukið eldvirkni á Íslandi

Vísindamenn við Háskólann í Leeds telja líklegt að eldvirkni á Íslandi aukist vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar. Þetta er niðurstaða rannsóknar þar sem tíðni eldgosa á Íslandi var borin saman við sögulega jökulþekju á landinu.
23.11.2017 - 18:35

Óvissa um framtíð Pútins

Vladimir Pútin hefur verið allsráðandi í Rússlandi frá aldamótum og flestir gera ráð fyrir að hann hann bjóði sig fram til forseta í vor. Rússar reikna með því, stjórnarandstaðan er þess fullviss og meðreiðarsveinar hans eru sannfærðir. Sjálfur er...
22.11.2017 - 10:17

Simbabve: Þörf á róttækum efnahagsaðgerðum

Nýir valdhafar í Simbabve verða að grípa til róttækra efnahagsaðgerða og bæta skuldastöðu landsins til að eiga möguleika á nýju lánsfé til að rétta við efnahaginn. Þetta segir erindreki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í málefnum Simbabve.
23.11.2017 - 16:26

Námu hljóð líkt sprengingu

Argentínski flotinn segir að greinst hafi hljóð sem líkst hafi sprengingu við leitina á argentínska kafbátnum sem hvarf í síðustu viku með 44 innanborðs.
23.11.2017 - 16:14

Sjóræningar teknir undan austurströnd Afríku

Sex sómalískir sjóræningjar voru í dag fluttir til Seychelles-eyja, en samkvæmt samningi við Evrópusambandið verður hægt að sækja þá þar til saka. Þetta er í fyrsta skipti sem sjóræningjar eru fluttir þangað síðan 2014.
23.11.2017 - 14:50

Óveður og ófærð í Svíþjóð og Noregi

Óveður geisar í Norður-Noregi og Norður-Svíþjóð. Öllum lestarferðum milli Kiruna í Svíþjóð og Narvik í Noregi hefur verið aflýst.
23.11.2017 - 14:02

Tyrklandsforseti hyggst fara til Grikklands

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar til Grikklands á næstu dögum og verður það í fyrsta skipti í 65 ár sem tyrkneskur forseti kemur þangað.
23.11.2017 - 13:52

Læknir beitti íþróttakonur ofbeldi

Larry Nassar, fyrrverandi læknir landsliðs Bandaríkjanna í frjálsum íþróttum, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðislega áreitni og kynferðislegar árásir á 125 íþróttakonur.
23.11.2017 - 12:51

Rohingjar fá að snúa aftur heim

Samkomulag hefur tekist um að Rohingjar sem flúið hafa Mjanmar til Bangladess fái að snúa heim. Gert er ráð fyrir að flutningar fólksins hefjist innan tveggja mánaða. Hundruð þúsunda Rohingja dvelja í flóttamannabúðum í Bangladess.
23.11.2017 - 12:31

Babis verður forsætisráðherra

Milos Zeman, forseti Tékklands, ætlar að skipa auðkýfinginn Andrej Babis, leiðtoga ANO-flokksins, í embætti forsætisráðherra 6. desember og leggja blessun sína yfir ríkisstjórn undir hans forystu 15. desember. Tékkneska sjónvarpið greindi frá þessu...
23.11.2017 - 11:50

Sótt að vígamönnum við sýrlensku landamærin

Íraksher og vopnaðar sveitir síta hófu í morgun enn eina sókn gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og er markmiðið að hrekja þá burt í eitt skipti fyrir öll.
23.11.2017 - 11:45

Mugabe tryggð friðhelgi og vernd

Í samningum sem leiddu til afsagnar Roberts Mugabes, forseta Simbabve, var honum tryggð friðhelgi og vernd. Fréttastofan Reuters kvaðst í morgun hafa þetta eftir embættismönnum tengdum samningaviðræðum við Mugabes. 
23.11.2017 - 11:35

Ættingjar kæra rannsókn lögreglu

Fjölskylda Daphne Caruana Galizia, maltnesku blaðakonunnar sem myrt var 16. október, hefur kært lögreglurannsóknina á morðinu.
23.11.2017 - 10:49