Rannsóknarskipin farin til loðnurannsókna

Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar héldu af stað til loðnurannsókna í morgun. Sviðsstjóri uppsjávarlífríkis segir að aukið fé til vöktunar á loðnustofninum þýði að óvenju langur tími gefist nú til að rannsaka og leita að loðnu.
16.01.2018 - 13:18

Ferðaþjónustan komin yfir táningsaldurinn

Færri ferðamenn komu til landsins síðustu mánuði síðasta árs en spáð hafði verið og þeir eyddu minna fé en væntingar voru um. Þetta er niðurstaða Greiningardeildar Arionbanka af tölum um ferðamannafjölda og kortaneyslu síðustu þrjá mánuði síðasta...
16.01.2018 - 11:56

Af hverju er svona dýrt að búa á Íslandi?

Húsnæðisskortur og sterk króna eru helstu ástæður þess að verðlag á Íslandi er hærra en víðast hvar annars staðar. Þetta má að miklu leyti rekja til aukins straums ferðamanna hingað til lands, sem er þó mjög jákvæður, segir Ólafur Margeirsson,...
16.01.2018 - 10:18

Carillion gjaldþrota, þúsundir missa vinnuna

Breska verktakafyrirtækið Carillion lýsti sig gjaldþrota í dag. 43 þúsund starfsmenn hafa unnið hjá fyrirtækinu víða um heim, þar af tæplega tuttugu þúsund í Bretlandi. Philip Green, stjórnarformaður fyrirtækisins, segist harma að aðgerðir til að...
15.01.2018 - 13:49

Walmart hækkar lágmarkslaun

Bandaríska verslanakeðjan Walmart tilkynnti í dag að lágmarkslaun í fyrirtækinu verði hækkuð upp í ellefu dollara á klukkustund, það er jafnvirði rúmlega ellefu hundruð króna.
11.01.2018 - 23:18

Toyota og Mazda framleiða bíla í Alabama

Japönsku bílaframleiðendurnir Toyota og Mazda tilkynntu í dag um byggingu sameiginlegara bílaverksmiðju í Huntsville, Alabama í Bandaríkjunum. AFP segir að gert sé ráð fyrir að fjögur þúsund manns komi til með að starfa í verksmiðjunni. Þar verða...
10.01.2018 - 22:22

Skoða hvaða sátt gæti náðst á vinnumarkaði

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og vinnumarkaðarins þinguðu í dag um stöðuna á vinnumarkaði. Ljóst er að áhrif úrskurða Kjararáðs vega þar þungt.
10.01.2018 - 19:39

Leyfa KS að eignast annað flutningafyrirtæki

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að heimila kaup flutningsfyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki á Fitjum-vörumiðlun í Reykjanesbæ. Eftirlitið tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort samningar sem félögin tvö hafa gert við Eimskip og...
10.01.2018 - 16:58

Fundalota stjórnvalda og vinnumarkaðar

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag, en stjórnvöld hafa sagt að eitt af stærstu verkefnum ríkisstjórnarinnar sé hvernig hægt verði að ná sátt á vinnumarkaði.
10.01.2018 - 12:25

Kínverjar kaupa 184 Airbus þotur

Kínverjar hafa pantað 184 Airbus A320 farþegaþotur fyrir 13 kínversk flugfélög. Kaupsamningurinn hljóðar upp á að minnast kosti 18 milljarða dollara, en hver Airbus A320 farþegaþota kostar á bilinu 99 til 108,4 milljóna dollara.
10.01.2018 - 08:03
Erlent · Asía · Kína · Viðskipti

Bjarni gefur lítið fyrir gagnrýni ASÍ

Skoðað verður hvort tilefni sé til að endurskoða fyrirkomulag persónuafsláttar á þessu kjörtímabili. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hann gefur þó lítið fyrir gagnrýni ASÍ á skattbreytingar sem urðu um áramótin.
09.01.2018 - 21:56

Kjaradeila flugmanna „á viðkvæmu stigi“

Kjaradeila flugmanna hjá Icelandair er á viðkvæmu stigi. Þetta segja bæði ríkissáttasemjari og forsvarsmenn samninganefndar flugmanna. Fyrsti fundur í deilunni síðan í nóvember var í dag. Annar fundur hefur ekki verið boðaður.
09.01.2018 - 18:00

Skoða þarf skattlagningu á Bitcoin-gröft

Þingmaður Pírata segir áhyggjuefni að stórir erlendir aðilar nýti ódýra íslenska orku í að grafa eftir Bitcoin-rafeyri og græða milljarða án þess að skilja nokkuð eftir í landinu. Nauðsynlegt sé að ræða hvort skattleggja skuli starfsemina.
08.01.2018 - 21:50

ASÍ: Hátekjufólk fær meira en lágtekjufólk

Alþýðusamband Íslands segir að við skattbreytingar um áramót hafi ráðstöfunartekjur hátekjufólks aukist um 78 þúsund krónur en lág- og millitekjufólks um tæpar tólf þúsund krónur. Aukningin til handa hátekjufólki sé því sexfalt meiri en lág- og...
08.01.2018 - 12:19

Andlát: Sigríður Hrólfsdóttir

Sigríður Hrólfsdóttir, stjórnarformaður Símans, er látin fimmtug að aldri. Í tilkynningu frá Símanum segir að hún hafi orðið bráðkvödd þegar hún var erlendis með fjölskyldu sinni. Sigríður var stjórnarformaður Símans frá júlí 2013 þegar hún tók sæti...
08.01.2018 - 07:08