Stormur og rigning í fyrramálið

Veðurstofan varar við stormi á Suðausturlandi í fyrramálið. Meðalvindur í Öræfum getur farið í 25 metra á sekúndu og vindur í hviðum gæti farið nærri 40 metrum á sekúndu. Talsverð rigning verður austantil á landinu og á köflum mikil rigning á...
19.09.2017 - 23:07

Eldurinn kom upp í geymslu í húsinu

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að eldur, sem kviknaði á sveitabæ á Héraði í síðustu viku, kom upp í geymslu í húsinu. Maður fórst í brunanum en kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur enn ekki gefið út hver hann var. Yfirgnæfandi líkur eru...
18.09.2017 - 13:38

Skemmdir unnar á kirkjunni í Loðmundarfirði

Fólk sem kom í Klyppstaðarkirkju í Loðmundarfirði um helgina sá að þar höfðu nýlega verið unnar skemmdir. Innri hurð kirkjunnar hafði verið spörkuð upp og brotin og farið um kirkjuna á forugum skóm. Maður sem hefur litið til með kirkjunni hvetur...
18.09.2017 - 13:10

Sprengdu dufl hlaðið TNT í Fáskrúðsfirði

Landhelgisgæslan var með talsverðan viðbúnað í Fáskrúðsfirði gærkvöld eftir að Ljósafell SU 70 fékk tundurdufl í trollið. Gæslan sendi 3 menn úr sprengjusveitinni austur með þyrlu og lenti hún við Fögrueyri um klukkan hálf þrjú í nótt.
18.09.2017 - 12:52

Umhverfis landið með handafli

Þeir sem aka eftir þjóðvegi eitt þessa dagana kunna að mæta heldur óvenjulegum ferðalangi. Spænskur maður í hjólastól réðst í það verkefni að hjóla hringinn í kringum landið nær eingöngu með handafli.
18.09.2017 - 09:31

Maður fórst í eldsvoða á Héraði

Maður fórst í eldsvoða á sveitabæ á Fljótsdalshéraði í gær. Slökkvilið var kallað að bænum rétt fyrir hádegi. Íbúðarhúsið var þá alelda og fannst maðurinn þar látinn.
15.09.2017 - 11:51

Húsbyggingum hrint af stað á Hornafirði

Húsnæðisskortur á Höfn í Hornafirði hefur gert fólki erfitt fyrir að flytja á staðinn. Sveitarfélagið greip til sinna ráða og hefur nú tekist að hrinda af stað byggingu á litlum fjölbýlishúsum.
14.09.2017 - 21:55

Báru eld að klæðningu Egilsbúðar

Skemmdarvargar sem úðuðu lakki á Egilsbúð í Neskaupstað aðfararnótt þriðjudags virðast hafa lagt eld að lakkinu meðan það var enn blautt og eldfimt. Ummerki hafa fundist um að eldur hafi logað utan á járnklæðningu á húsinu.
14.09.2017 - 12:59

Lagnir nýtast ekki vegna óvissu um göng

RARIK ætlar að afleggja kyndistöð á Seyðisfirði og koma upp rafknúinni kyndingu eða varmadælum í hverju húsi. Dreifikerfi bæjarins fyrir heitt vatn stendur þá ónotað og verður ónothæft á skömmum tíma. Kerfið hefði geta nýst ef heitt vatn fengist frá...
14.09.2017 - 12:51

Málningu úðað á Egilsbúð

Skemmdarverk hefur verið unnið á Egilsbúð í Neskaupstað en málningu hefur verið úðað á veggi hússins. Sjónarvottur segir að úðað hafi verið á þrjár hliðar, meðal annars á nýja klæðningu. Viðkomandi virðist hafa farið upp á þak hússins til þess arna.
12.09.2017 - 18:13

Nálgunarbann í eineltismáli gegn barni stendur

Hæstiréttur staðfesti í gær nálgunarbann sem karlmanni á fimmtugsaldri hefur verið gert að sæta vegna áreitis og eineltis hans í garð þrettán ára drengs á Breiðdalsvík. Foreldrar drengsins segja manninn hafa lagt son þeirra í einelti í rúm tvö ár,...
12.09.2017 - 12:19

Litrík gata á Seyðisfirði slær í gegn

Lítil prýði var orðin að ónýtum og mölbrotnum gangstéttarhellum í miðbæ Seyðisfjarðar en á einni kvöldstund tókst heimamönnum að breyta vandamáli í tækifæri. Nú er gatan orðin aðdráttarafl fyrir myndaóða ferðamenn og viðskiptin blómstra.
11.09.2017 - 10:04

Rokka til styrktar geðheilbrigði á Austurlandi

Ungir hljóðfæraleikarar á Austurlandi hafa staðið í stórræðum síðustu mánuði. Þeir fengu til liðs við sig tvo af kraftmestu söngvurum landsins og efna til rokktónleika í kvöld. Markmiðið er að safna fé til að hjálpa ungu fólki að losna við kvíða.
09.09.2017 - 19:08

Sökkva sér í vinnu utan búsins til að lifa af

Ungir sauðfjárbændur þurfa margir að sökkva sér í vinnu utan búsins til að brúa bilið vegna verðfalls og offramleiðslu. Bóndi í Skriðdal segir að á sama tíma og fækka eigi fé vegna offramleiðslu vilji ungir bændur stækka búin til að þau verði...
07.09.2017 - 19:56

578 ljós sett upp í Norðfjarðargöngum

Það er farið að birta til í Norðfjarðjargöngum en þar eru rafvirkjar eru farnir að kveikja á ljósum. Alls verða 578 ljós sett upp í göngunum en fimmtungur þeirra eru sérstök dagsbirtuljós til að aðlaga sjón ökumanna.
06.09.2017 - 16:17