Tyrklandsforseti hyggst fara til Grikklands

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar til Grikklands á næstu dögum og verður það í fyrsta skipti í 65 ár sem tyrkneskur forseti kemur þangað.
23.11.2017 - 13:52

Rohingjar fá að snúa aftur heim

Samkomulag hefur tekist um að Rohingjar sem flúið hafa Mjanmar til Bangladess fái að snúa heim. Gert er ráð fyrir að flutningar fólksins hefjist innan tveggja mánaða. Hundruð þúsunda Rohingja dvelja í flóttamannabúðum í Bangladess.
23.11.2017 - 12:31

Sótt að vígamönnum við sýrlensku landamærin

Íraksher og vopnaðar sveitir síta hófu í morgun enn eina sókn gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og er markmiðið að hrekja þá burt í eitt skipti fyrir öll.
23.11.2017 - 11:45

Vilja afnema lágmarks giftingaaldur stúlkna

Frumvarp um giftingaraldur stúlkna sem liggur fyrir írakska þinginu hefur vakið mikla reiði andstæðinga þess. Segja sumir að verði frumvarpið að lögum jafngildi það leyfi til þess að nauðga börnum.
23.11.2017 - 06:28
Erlent · Asía · Írak

Fordæmir þjóðernishreinsanir í Mjanmar

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi í dag framferði hersins í Mjanmar gegn Rohingjum í Rakhine-héraði í vesturhluta landsins. Hann sagði ljóst af gögnum að þjóðernishreinsanir væru stundaðar gegn Rohingjum í Rakhine-héraði í...
22.11.2017 - 14:29

Forsetar ræða stöðu mála í Sýrlandi

Forsetar Rússlands, Tyrklands og Írans koma saman í dag til að reyna að blása nýju lífi í viðræður stríðandi fylkinga í Sýrlandi. Fulltrúar helstu fylkinga stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi komu saman til fundar í Ríad í Sádi-Arabíu í dag til að ræða...
22.11.2017 - 12:57

Enn ein fjöldagröf finnst í Sinjar

Enn ein fjöldagröf hefur fundist í Sinjar í norðurhluta Íraks. Írakskir embættismenn greindu frá þessu í morgun og sögðu að gröfin hefði fundist á nærri bænum Qathanya.
22.11.2017 - 12:18

Þriggja saknað eftir flugslys

Þriggja er saknað eftir að bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn suðaustur af japönsku eynni Okinawa í morgun. Átta hefur verið bjargað, en ellefu voru í vélinni.
22.11.2017 - 11:42

Hariri frestar afsögn

Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons, sagðist í morgun hafa orðið við beiðni Michels Aouns, forseta landsins, um að fresta yfirlýstri afsögn til að gefa færi á viðræðum um málið. 
22.11.2017 - 10:43

Æsilegur flótti hermanns til Suður-Kóreu

Myndband af flótta norður-kóresks hermanns yfir landamærin til Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum sýnir æsilegan eltingarleik. Fjöldi hermanna elti manninn að landamærunum og skaut á eftir honum. Einn hermannanna fór inn á hlutlaust svæði á milli...
22.11.2017 - 05:49

Saad Hariri er kominn heim

Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, kom til síns heima í kvöld, þremur vikum eftir að hann tilkynnti óvænt afsögn sína. Hann var þá staddur í Sádi-Arabíu. Búist er við að hann taki þátt í hátíðarhöldum á morgun, á þjóðhátíðardegi...
21.11.2017 - 23:15

18 handteknir vegna mannskæðs eldsvoða í Kína

19 manneskjum að fjörtjóni á laugardagskvöld. Eldurinn kom upp á jarðhæð þriggja hæða fjölbýlishúss í bænum Xinjian í útjaðri höfuðborgarinnar. Frumrannsókn á vettvangi bendir til þess að eldurinn hafi komið upp í 5.000 fermetra kæligeymslu, sem...
21.11.2017 - 02:36

Menningarviðburðir hinsegin fólks bannaðir

Borgaryfirvöld í Ankara lögðu á laugardag blátt bann við öllum hinsegin menningarviðburðum í höfuðborginni um óákveðinn tíma. Yfirlýst markmið bannsins er að viðhalda allsherjarreglu og koma í veg fyrir ofbeldisverk. Allsherjarbannið var tilkynnt í...
20.11.2017 - 02:13

Arababandalagið fordæmir Íran

Aðildarríki Arababandalagsins sendu í dag frá sér sameiginlega, hvassyrta ályktun þar sem Íranar og bandamenn þeirra í Hezbollah-hreyfingunni í Líbanon eru harðlega gagnrýndir. Ályktunin var lögð fram og samþykkt á sérstökum aukafundi...
19.11.2017 - 23:42

Maraþon í mengunarþoku í Delhí

Um þrjátíu og fimm þúsund hlauparar hlaupa hálf-maraþon í Delhí, höfuðborg Indlands í dag þrátt fyrir að læknar hafi viljað fresta hlaupinu vegna mengunarskýs sem liggur yfir borginni. Svo rammt hefur kveðið þar að loftmengun undanfarið að skólar...
19.11.2017 - 11:17