Þrjár sprengjuárásir í Rakhine

Þrjár sprengjur sprungu á þremur stöðum í Sittwe, höfuðborg Rakhine-héraðs í Mjanmar aðfaranótt laugardags. Ein þeirra sprakk við heimili háttsetts embættismanns í héraðsstjórinni, önnur utan við skrifstofu í miðborginni og sú þriðja við þjóðveginn...
24.02.2018 - 07:50

Þrír fórust í þremur árásum í Afganistan

Minnst þrír fórust og á annan tug særðust í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum í Afganistan í morgun, auk árásarmannanna sjálfra. Einn þeirra sprengdi sig í loft upp nærri sendiráðahverfinu í Kabúl í mestu morgunumferðinni og varð minnst einum að bana...
24.02.2018 - 07:45

Atkvæðagreiðslu um vopnahlé enn frestað

Atkvæðagreiðslu um tillögu Svía og Kúveita um 30 daga vopnahlé í Sýrlandi, sem fara átti fram á föstudag, hefur verið frestað til morguns, laugardags. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman vegna Sýrlandsstríðsins á föstudag. Þar var tillaga Svía...
24.02.2018 - 00:36

Refsa fyrirtækjum sem hunsa viðskiptaþvinganir

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnir í dag refsiaðgerðir gegn 56 vöruskipta- og flutningafyrirtækjum. Þau eru sökuð um að aðstoða yfirvöld í Norður-Kóreu við að koma sér undan þeim viðskiptaþvingunum sem samþykktar voru í Öryggisráði...
23.02.2018 - 18:08

Greiða atkvæði um vopnahlé í Sýrlandi

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman klukkan fjögur í dag að okkar tíma og greiðir atkvæði um tillögu um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi af mannúðarástæðum. Lítils háttar orðalagsbreytingar hafa verið gerðar á tillögunni frá því að hún var...

Ráðleggja íbúum Austur-Ghouta að flýja

Sýrlenski herinn hefur dreift flugritum yfir héraðið Austur-Ghouta þar sem skorað er á íbúana að flýja að heiman. Öllum er lofað húsaskjóli og læknishjálp. Þá fær fólk að snúa aftur heim þegar hryðjuverkamenn hafa verið upprættir í héraðinu, eins og...
23.02.2018 - 07:55

Loftmengun í Bangkok veldur óþægindum

Umhverfisverndarsinnar í Taílandi gengu í dag á fund yfirmanns herforingjastjórnarinnar í landinu og afhentu honum stundaglas til áminningar um að tíminn væri að renna út til að bæta loftgæði í höfuðborginni Bangkok. Þykkt mengunarský hefur hangið...
22.02.2018 - 11:17

Fimm létust í skriðu á Jövu

Fimm hafa fundist látnir og fimmtán er saknað eftir að skriða féll á hrísgrjónaakur á eyjunni Jövu í Indónesíu í dag. Hrísgrjónabændur voru nýkomnir til starfa á ekrunni þegar grjót- og aurskriða féll á hana. Fjórtán til viðbótar slösuðust. Þeir...
22.02.2018 - 09:38

Ályktun um vopnahlé lögð fram í Öryggisráði Sþ

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði um ályktun, þar sem krafist er 30 daga vopnahlés í Sýrlandi til að hægt sé að koma hjálpargögnum til fólks og slösuðum og særðum undir læknishendur fjarri átakasvæðum. Vonir standa til þess að...

Yfir 20.000 drepin í eiturlyfjastríði Dutertes

Yfir 20.000 manns hafa verið felldir í stríði stjórnvalda á Filippseyjum gegn eiturlyfjum, síðan Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu árið 2016. Antonio Trillanes, öldungadeildarþingmaður í stjórnarandstöðu, greindi frá þessu í ræðu sem hann...
22.02.2018 - 03:15

Á þriðja hundrað fallnir á þremur dögum

Tíu almennir borgarar féllu í dag í loftárásum sýrlenska stjórnarhersins á þorp í Austur-Ghouta í grennd við höfuðborgina Damaskus. Héraðið er á valdi uppreisnarmanna. Alls hafa 274 látið lífið í árásum á það síðastliðna þrjá sólarhringa.
21.02.2018 - 10:46

Vilja refsa þumalputtaþjófi

Kínversk stjórnvöld eru ævareið og krefjast þess að manni, sem braut þumalputta af Terracotta hermanni, verði refsað harðlega fyrir stuldinn. Þau ætla að senda tvo sérfræðinga til Bandaríkjanna til að meta skaðann.
19.02.2018 - 20:57
Erlent · Asía · Kína

Konur hryðjuverkamanna hljóta þunga dóma

Ein kona er dæmd til dauða og ellefu í lífstíðarfangelsi í Írak fyrir tengsl sín við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki. Lögmenn kvennana reyndu að fá vægari dóma þar sem þær hafi verið ginntar til Íraks af eiginmönnum sínum.
19.02.2018 - 06:18

Iðrast að hafa myrt 115 vegna Ólympíuleika

29. nóvember 1987 fórst suðurkóresk farþegaþota á leið frá Bagdad til Seoul á miðri leið og hrapaði í Andamanhaf. Allir 115 um borð fórust. Suður-Kórea var þá í óða önn að undirbúa sína fyrstu Ólympíuleika, sem fara áttu fram sumarið 1988 í Seoul....
18.02.2018 - 16:03

Rannsaka hægðir meintra veiðiþjófa

Taílenska lögreglan handtók fyrr í mánuðinum auðugan byggingaverktaka og þrjá félaga hans vegna gruns um veiðiþjófnað. Þeir eru sakaðir um að hafa skotið hlébarða á griðasvæði í vesturhluta Taílands. Mennirnir neita sök og hefur verið sleppt úr...
18.02.2018 - 09:50