Ísrael: Skutu niður ómannað könnunarfar

Ísraelsher skaut í dag niður ómannað könnunarflugfar sem var á leið inn í ísraelska lofthelgi frá Gólanhæðum. Orrustuþotur voru sendar á loft þegar vart varð við flugfarið, en flugskeyti var notað til að granda því. Flakið kom niður á...
19.09.2017 - 13:48

Stjórnarherinn nálgast SDF í Deir Ezzor

Sýrlenski herinn, sem sótt hefur fram gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í borginni Deir Ezzor í austurhluta Sýrlands, hefur sent lið yfir Efrat-fljót sem skilur að austur- og vesturhluta borgarinnar. Þetta staðfesti foringi í bandalagi Kúrda og...
19.09.2017 - 09:18

Japan bætir loftvarnir sínar

Nýtt loftvarnarkerfi verður sett upp á japönsku eyjunni Hokkaido, nyrst í Japan. AFP fréttastofan hefur þetta eftir talsmanni varnarmálaráðuneytis landsins. Nokkrir dagar eru síðan Norður-Kórea skaut flugskeyti yfir landið og ofan í Kyrrahaf.
19.09.2017 - 06:46

Suu Kyi fordæmir mannréttindabrot í Rakhine

Aung San Suu Kyi, forseti Mjanmars, segist finna til með öllum þeim sem þjást vegna átakanna í Rakhine héraði landsins. Hún segir stjórnvöld áhyggjufull yfir þeim fjölda múslima sem hafa flúið átakasvæði yfir til Bangladess. 
19.09.2017 - 05:15
Erlent · Asía · Mjanmar

Þrýst á Kúrda að hætta við atkvæðagreiðslu

Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur krafist þess að hætt verði við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Kúrdahéraða landsins. Hæstiréttur Íraks fyrirskipaði að atkvæðagreiðslunni skyldi frestað.
18.09.2017 - 12:02

Verða að komast til Rakhine-héraðs

Samtökin Læknar án landamæra segjast verða að komast til Rakhine-héraðs í Mjanmar án tafar. Þau hafa farið fram á það við ráðamenn í landinu að fá að senda þangað hjálparstarfsmenn til aðstoðar minnihlutahópi rohingja sem sæta þar ofsóknum.
18.09.2017 - 08:43

Fellibylur á leið yfir Japan

Tveir fórust þegar fellibylurinn Talim fór yfir japönsku eyna Kyushu í gær. Þriggja er saknað. Tugir manna slösuðust í óveðrinu.
18.09.2017 - 08:06

Frelsuðu kaþólskan prest á Filippseyjum

Kaþólskur prestur, sem rænt var á Filippseyjum fyrir hátt í fjórum mánuðum, er frjáls ferða sinna á ný. Presturinn, Teresito Suganob, var í haldi mannræningja sem berjast undir merkjum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins. Að sögn...
18.09.2017 - 07:13

Al Jazeera fjarlægt af Snapchat

Íbúar Sádí Arabíu hafa ekki lengur aðgang að myndböndum og greinum Al Jazeera fréttastöðvarinnar á samfélagsmiðlinum Snapchat. Snapchat segist hafa brugðist við beiðni stjórnvalda í Sádí Arabíu um að fjarlægja fréttastöðina þaðan vegna ákvæðis í...
18.09.2017 - 06:41

Guterres vill stöðva atkvæðagreiðslu Kúrda

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Kúrda í Írak til þess að hætta við áform sín um að halda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Írak. Hann óttast að atkvæðagreiðslan leiði til þess að dregið verði úr hernaði gegn...
17.09.2017 - 23:36
Erlent · Asía · Írak · Kúrdar

Stöðva þurfi blóðsúthellingar hersins

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að nú sé runnið upp síðasta tækifæri Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, til að stöðva blóðsúthellingar gegn Róhingja-múslimum. Guterres hefur undanfarna daga hvatt Suu Kyi til að bregðast...
17.09.2017 - 18:01

Sammála um tillögur gegn Norður-Kóreu

Forsetar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sammæltust um að beita stjórnvöld í Pyongyang enn frekari þrýstingi eftir eldflaugaskot þeirra fyrir helgi. Þeir hyggjast bera tillögur sínar undir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í vikunni.
17.09.2017 - 07:24

Hamas tilbúið að leita sátta

Skæruliðahreyfingin Hamas er reiðubúin að rétta Fatah-hreyfingunni í Palestínu sáttarhönd. Eftir fund með Egyptum segjast æðstu menn Hamas tilbúnir til þess að leysa upp stjórn sem sett var saman til höfuðs stjórnar Palestínu.
17.09.2017 - 06:16

Herinn nær völdum á bækistöð vígamanna

Filippeyski herinn náði völdum á bækistöðvum hryðjuverkasveitar í borginni Marawi á suðurhluta landsins í gær. Átök hafa staðið um borgina í fjóra mánuði eftir að vígamenn gerðu áhlaup þar.
17.09.2017 - 05:56

Ferðafrelsi Róhingja í Bangladess takmarkað

Stjórnvöld í Bangladess hafa tilkynnt um víðtækar hömlur á ferðafrelsi Róhingja-múslima sem hafa flúið þangað frá Mjanmar. Um 400 þúsund Róhingjar hafa komið yfir landamærin frá því í ágúst. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir...
16.09.2017 - 16:34